Ógæfukona Sigurðar Kaupþingsstjóra er gersemi

Sigurður Einarsson fyrrum Kaupþingstjóri kallar Evu Joly ,,ógæfukonu" um leið og hann hraunar yfir réttarkerfið.

Sjálfsagt er Eva Joly ógæfukona fjármálaglæpamanna sem vanastir eru að kaupa sig undan réttvísinni.

En almenningi, ekki síst þeim íslenska, er Eva Joly gersemi.


mbl.is Íslendingar geti fengið gögnin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Eva er launanna verð.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 14.2.2015 kl. 21:14

2 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Algjörlega sammála.

Sigurður Kristján Hjaltested, 14.2.2015 kl. 21:25

3 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Heiðarleikinn er alltaf launanna verður.

Verst hvað Frakkar kunnu illa að meta Evu Joly, þegar þeir kusu hana ekki frekar en Holland-herforingjann stríðsglaða. Hvað segir það okkur?

Góða fólkið ræður of litlu í þessari vegvilltu veröld bankarænandi peningafalsana, stjórnleysis og spillingar.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 14.2.2015 kl. 23:53

4 Smámynd: Hörður B Hjartarson

          Anna Sigríður : Eftir því sem ég hef frétt , og það fyrir löngu , þá stóð það í frökkum að kjósa Evu vegna þess að hún lagði á það áherslu að ef hún kæmist til valda , þá vildi hún leggja niður öll kjarnorkuverin í Frakklandi , og væri það gert , ja þá veit ég hreint ekki hvaðan frakkar gætu fengið nóg rafmagn .

   Þarna þekki ég þig Páll , og þetta er sem talað úr mínu hjarta , gæti jú bætt við að mér fynnst þessir dómar full léttvægir , hefði viljað sjá vægasta dóminn tíu ár , annars ætti að setja þessi kviku yndi öll sem eitt í einangrun , læsa og henda lyklinum , ellegar nota þá í hákarlafóður .

Hörður B Hjartarson, 15.2.2015 kl. 01:21

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hörður minn þú ert harður,það er ég raunar líka. verst finnst mér að þeir skulu ekki viðurkenna glæp sinn. best finndist mér að þeir upplifðu það sem svo margir hafa þurft að þola,er það kannski svínslegt,??

Helga Kristjánsdóttir, 15.2.2015 kl. 02:41

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tek fyllilega undir að Eva Joly er gersemi.  

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.2.2015 kl. 10:20

7 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Fangelsisdómar þessara manna er endahnútinn. Ekki bara á ferli fortíðar heldur líka framtíðar. Trúverðugleiki þeirra er glataður og engin  þeirra mun komast aftur í æðstu stöður. 

Er það ekki nógu harður dómur?

Ragnhildur Kolka, 15.2.2015 kl. 10:50

8 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Hörður. Hvað finnst þér um að Frakkar lifi í dag á því að senda NATO-liðið í Sýrlandshertökur, með tilheyrandi hörmungum og landflótta Sýrlendinga til Evrópu? Og hvernig finnst þér Frakkland standa í dag, þegar þeirra fórnarlömb Sýrlandshertökunnar sjá sér jafnvel ekki annarra varna kosta völ en að fremja hryðjuverk í Frakklandi? Bugað og rænt fólk getur ekki gert allt rétt. Það er skiljanleg staðreynd.

Hvernig reiknar þú út kjarnorkuhagfræðigróða Frakklands-Hollande-stríðsherrans?

Og var það ekki Angela Merkel, sem vildi líka leggja niður kjarnorkuver, eða misminnir mig það?

Exelskjalafalsaðir og innistæðulausir tölvupeningar bankaræningja geta aldrei skapað annað en hörmuleg stríð, hertökur og mannslíf.

Ekkert er meira virði en mannslíf, tilveruréttur og velferð fólks. Ekki einu sinni umdeild kjarnorkuver í Frakklandi og Þýskalandi.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 16.2.2015 kl. 00:26

9 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Og nú, 16.2. 2015, skilur Katrín Jakobsdóttir VG-stýra ekkert í því, að skattrannsóknarstjóri til margra ára, hafi bara ekkert vitað um skattaundanskotin? Hvað þá að komið hafi verið í veg fyrir Seðlabanka-skattaundanskotin EES/ESB-eftirlitslausu?

Til hvers er skattrannsóknar-embættið á Íslandi, ef það embætti hefur ekki haft fulla heimild til að fylgjast með skattaundanskotum frá ríkinu, frá því fyrir bankarán?

Umhugsunarvert?

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 16.2.2015 kl. 21:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband