Leiðrétta fólkið og ómerkilega fólkið

Tugþúsundir Íslendinga fengu leiðrétt lán sín í síðustu viku, líkt og ríkisstjórnin lofaði í upphafi kjörtímabilsins. Margir af þeim sem sóttu um og fengu leiðréttingu töldu leiðréttinguna ótæka og vildu fremur að peningarnir færu í heilbrigðiskerfið.

Meðal þeirra sem fengu leiðréttingu en formæltu henni samtímis voru formenn Vg og Samfylkingar, Katrín Jakobsdóttir og Árni Páll Árnason, auk fjölda þingmanna vinstriflokkanna.

Marinó G. Njáls­son, sem lengi hef­ur bar­ist fyr­ir hags­mun­um heim­il­anna, og eig­in­kona hans Harpa Karls­dótt­ir leggja til að þeir sem fengu leiðréttingu, og þurfa ekki á henni að halda, láti peninginn renna í sjóð til styrktar heilbrigðiskerfinu.

Fyrir viku mótmælti jæja-hreyfingin slæmri stöðu heilbrigðiskerfisins. Ef jæja-fólkið meinti eitthvað með þeim mótmælum þá hefði það boðið Marinó að flytja tölu á fundinum á morgun til að útlista hvernig mætti bæta heilbrigðiskerfið með átaki almennings.

En jæja-fólkið hefur ekki áhuga á lausnum. Jæja-fólkið tilbiður ömurleikann. Frummælendurnir á morgun eru báðir fulltrúar þess sjónarmiðs að Ísland sé ónýtt. Annar þeirra birti þennan kveðskap nýverið

Þannig að Sigmundur Davíð, éttu skít.
Hanna Birna, éttu skít.
Sigurður G., éttu skít.
Vigdís Hauks, éttu skít.

Jæja-fólkið er álíka merkilegt og þingmennirnir sem formæla leiðréttingunni en stinga sínum hluta í vasann um leið og það segir öðrum að éta skít.


mbl.is „Jæja, Hanna Birna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þakka góðan pistilinn. En vitaskuld var þessi bragleysa Braga Páls Sigurðarsonar enginn kveðskapur þrátt fyrir nafn hans.

Jón Valur Jensson, 16.11.2014 kl. 10:10

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þetta getur ekki talist eðlilegt. Ef ég byggi ekki sjálf í miðbænum myndi ég halda að það væri eitthvað í vatninu, vestan Elliðaánna, sem kallaði fram þetta hatur. 

Ragnhildur Kolka, 16.11.2014 kl. 11:01

3 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Tek undir hvert orð hérna. Góður pistill hjá þér Páll.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 16.11.2014 kl. 11:56

4 Smámynd: Sindri Viborg

Veistu. Ég verð að dást að magni af rökvillum og rangstaðhæfingum í ekki lengri pistli en þetta.

Leiðréttingin er ekki komin til fólksins. 
Leiðréttingin er ekki eins og hún var lofuð í kosningum
Leiðréttingin er mun lægri en lofuð var.
Leiðréttingin er óréttlát þar sem meðal annars aldur spilar inní hvað þú færð út úr henni

Það að Jæja hópurinn standi og boði fyrir mótmælum, er ekki sjálfgefið að hópurinn biðji Marinó að tala þótt skoðun hans sé að mestu á sama stað og Jæja hópurinn

Það að Marinó er ekki með ræðu er ekki endilega Jæja hópnum að kenna. Kannski kemst hann ekki, eða er með afstöðu sem orsakar það að hann hafi hafnað því að halda ræðu þarna.

Það að fara og mótmæla ástandinu, er ávísun á að fólk vilji breytingu. Einstaklingur í samfélaginu getur ekki upp á sitt einsdæmi breytt ástandinu, en að mótmæla getur hann lagt vilja sinn á vogarskálarnar og komið breytingu í gang. 

Að hanga heima og ekki mótmæla ástandinu er að tilbiðja ömurleikann.

Það væri kjánalegt að halda mótmæli á Austurvelli þar sem fólkið sem mætir er ósátt með hvernig ríkisstjórnin er að fara með landið til að hlusta á ræðuhöld manna sem eru hamingjusamir með ástandið.

Að gagnrýna og draga úr gremjupistli manns sem er með skoðun á ástandinu er í fínu lagi, álit þitt er jafn mikilvægt og rétt og álit hans. Órökstutt gerir þá aðgerð hjá þér lágkúrulega en er þannig lagað í lagi, dregur úr innihaldi þíns pistils og segir meira um þig en þennan gagnrýnda pistlahöfund.

Að hvaða leiti er Jæja-fólkið jafn lágkúrulegt og þingmennirnir sem sóttu um leiðréttingu? Að koma með svona staðhæfingu órökstudda er alveg jafn lélegt og að hjóla í pistlahöfunda, dragandi úr þeim, órökstutt.

Ég held þú þyrftir að skoða rökfærslu pýramídann. Læra hann og koma aftur í umræðuna þegar þú ert í efstu tveim þrepunum.

http://statistslayers.com/wp-content/uploads/2013/11/Argument_Pyramid.jpg

Hér er linkur á pýramídann svo þú getir skoðað þetta.


Sindri Viborg, 16.11.2014 kl. 17:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband