Matarskatturinn ekki prinsippmál

Það getur ekki verið prinsippmál Sjálfstæðisflokksins að hækka skatt á matvæli. Þegar fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar var lagt fram sagði formaður flokksins í fjölmiðlum að umræðan myndi slípa frumvarpið.

Nú hefur umræðan sýnt fram á að rökin fyrir hækkun matarskatts halda ekki. Það er engin eftirspurn í samfélaginu eftir ,,einfaldara skattaumhverfi" ef það felur í sér hækkun á matarverði.

Skynsamlegast er að lagfæra fjárlagafrumvarpið þannig að matur verði áfram í lægra vsk-þrepi. 

Sjálfstæðisflokkurinn er þrátt fyrir allt að stofni til íhaldsflokkur. Og íhald er að halda í það sem reynst hefur vel. Enginn kvartaði undan fyrirkomulagi matarskatts. Hvers vegna að breyta því sem virkar?


mbl.is Vill Bryndísi ekki úr flokknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Bjarni

Rökin standast fyllilega, vask kerfið í núverandi mynd lekur peningum.. mjög miklum peningum - það nennir bara enginn að kynna sér rökin í málinu - þetta er tvennt ólíkt.

að hafa 7% og 25,5% vask virkar ekki, bara alls ekki - þetta er heimsmet í bili á milli vaskþrepa, bara í áfengissölu veitingastaða kostar þetta skattgreiðendur á annan tug miljarða á ári

Jón Bjarni, 16.10.2014 kl. 14:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband