Stéttastríð í boði ASÍ - hverjir eru ríka fólkið?

,,Ríkisstjórn ríka fólksins," er framlag Alþýðusambands Íslands til pólitískrar umræðu. Til að auka trúverðugleika yfirlýsingarinnar er hnýtt við fyrirsögnina ,,- nokkrar staðreyndir."

Oft eru ónefndu staðreyndirnar þær mest upplýsandi. ASÍ segir til dæmis ekki hverjir tilheyra ,,ríka fólkinu." Meðaltekjur þeirra sem vinna eftir ASÍ-samingum eru eitthvað á fimmta hundrað þúsund á mánuði. Fljótlega þar á eftir fer að hilla í ,,ríka fólkið".

Vanhöld ASÍ skyldu þó ekki stafa af því að nærfellt allt skrifstofuliðið þar á bæ tilheyrir ,,ríka fólkinu"?


mbl.is Bjarni vandar ASÍ ekki kveðjurnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ASÍ segir til dæmis ekki hverjir tilheyra ,,ríka fólkinu." Meðaltekjur þeirra sem vinna eftir ASÍ-samingum eru eitthvað á fimmta hundrað þúsund á mánuði. Fljótlega þar á eftir fer að hilla í ,,ríka fólkið".

Haha akkúrat. Vinstra-fólk skilgreinir nefnilega "ríkt fólk"öðruvísi en aðrir. Ef að þú ert launahærri heldur en meðalmaðurinn að þá ert þú bara ríkur...

Málið er það að vinstrimenn hugsa bara um hlutföll en ekki hversu mikið fólk raunverulega á. Þá tala þeir til dæmis um "ríkustu" x% þjóðarinar án þess að taka það eitthvað fram sérstaklega hvað sá hluti er að græða. 

Það kaldhæðnislega er að eftir að vinstrið er búið að skatta "ríka" fólkið burt að þá þarf það að bæta sér tapið með því að hækka skatta á venjulegt fólk í staðinn. 

Málefnin (IP-tala skráð) 20.9.2014 kl. 18:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband