Hvaða þingmenn eru siðlausir?

Guðsþjónusta við þingsetningu er líklega meira en þúsund ára gamall siður á Íslandi. Kristinn siður er ríkjandi hér á landi og samofinn menningu þjóðarinnar.

Samtök gegn kristnum sið býður valkost við þingsetningarathöfnina í Dómkirkjunni, sem sumir þingmenn þiggja.

Þeir þingmenn sem hafna siðvenjum alþingis Íslendinga hljóta að gera grein fyrir siðleysi sínu.


mbl.is Alþingi Íslendinga sett í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Góður Páll.

Þeir þingmenn sem hafna siðvenjum Aþingis okkar Íslendinga eiga að koma sér. maður ræður sig ekki á vinnustað til þess eins að segja ég vill ekki...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 9.9.2014 kl. 07:49

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þó svo að einhverjum finnist bindisskyldan hjá karlmönnum vera hallærisleg, finnst mér enn hallærislegra að sjá karlkyns þingmenn bindislausa og tvær til þrjár efstu tölu skyrtunnar óhnepptar.  Þetta eru jú reglur þingsins og á meðan þeim hefur ekki verið breitt þá á að fara eftir þeim og það er linkind hjá forseta þingsins að fylgja  þeim ekki eftir.

Jóhann Elíasson, 9.9.2014 kl. 08:44

3 Smámynd: Skeggi Skaftason

Það er rétt að guðþjónusta í upphafi þingsetningar er aldagamall siður. Væntanlega hefur lengst af verið skyldmæting í guðsþjónustu, enda var jú skylduaðild allra þegna í Þjóðkirkjuna.

Á Íslandi ríkti öldum saman ekki trúfrelsi. Því var fyrst komið á með Stjórnarskránni 1874. En þó svo trúfrelsi var lögfest héldust mikil völd og áhrif kirkjunnar.

Greinilega eru sumir sem vilja spóla tilbaka og afnema trúfrelsi og skoðanafrelsi um trúarleg málefni.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir vill ekki hafa neina þingmenn sem taka ekki undir hennar trúarlegu siði og skoðanir. Það mér finnst mér frekja og dapurleg viðhorf.

Skeggi Skaftason, 9.9.2014 kl. 08:49

4 Smámynd: Flosi Eiríksson

Sæll Páll - ber að skilja þessa færslu þína þannig að þú sért þeirrar skoðanir að þingmenn eins og Einar Olgeirsson og Geir Gunnarsson sem ekki fóru í kirkju við þingsetningu á sínum þingferli hafi verið ,,siðlausir"

 kv. Flosi

Flosi Eiríksson, 9.9.2014 kl. 09:17

5 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Ingibjörg. Þingmennska er í rauninni ekki starf heldur eru þingmennirnir kosnir sem fulltrúar ákveðinna þjóðfélagshópa (kjósenda sinna) til að fara með umboð þeirra á þinginu. Þingmennirnir eru ekki kosnir til að sækja kirkju.Ekki heldur gerðar kröfur til ákveðins kl´ðaburðar Jóhann. Það er rétt hjá Skeggja að þessi "hefð" er eftirslægja frá því að Kirkjan réði öllu en sá tími er bara liðinn . Lýðræðið á að vera í fyrirrúmi- ekki álit einstakra manna og kvenna.

Jósef Smári Ásmundsson, 9.9.2014 kl. 09:23

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Jósef Smári, Skeggi og Flosi kannski náðuð þið ekki almennilega því sem ég skrifaði; VINNUSTAÐURINN HEFUR REGLUR OG GILDI, SEM BER AÐ VIRÐA OG ÞAR SKIPTIR ÁLIT EINSTAKRA ÞINGMANNA ENGU MÁLI.

Jóhann Elíasson, 9.9.2014 kl. 10:04

7 Smámynd: Elle_

Maður getur ráðið sig í vinnu og sagt ég vil ekki EF manni er ætlað það sem maður var ekki ráðinn í.  En Jóhann hitti á punktinn þarna í lokin.  Ekki nema von allt sé svona óheflað og allir vaði yfir alla, ef stjórnvöld fara ekkert að lögum og reglum og það líðist.  Það er samt satt hjá Skaftasyni, það má alveg leggja þetta niður.

Elle_, 9.9.2014 kl. 10:38

8 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Þessu er nú auðsvarað.

Svarið er: Framsjallar.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 9.9.2014 kl. 10:45

9 Smámynd: Elle_

Vil bæta við það sem ég skrifaði (ekki framsjallana vini Ómars): Þá má alveg leggja þetta niður, ef það er lýðræðislegur vilji, ekki bara af því einn og einn maður vill það.

Elle_, 9.9.2014 kl. 10:59

10 Smámynd: Jóhann Elíasson

Elle, hefur þú ekki heyrt um fyrirtækjamenningu? Í fyrirtækinu gilda ákveðnar reglur og þeim eiga starfsmenn að fylgja, þó svo að það tilheyri ekki akkúrat vinnunni þeirra t.d var ég að vinna á ákveðnum stað þar sem giltu ákveðnar reglu um klæðaburð og ef ég var ekki tilbúinn að undirgangast þær varð ég bara að fara í aðra vinnu.  Þetta bull í Ómari Bjarka fer nú bara að lýsa því vel að þroskinn hjá honum hefur stöðvast við fimm ára aldurinn.............

Jóhann Elíasson, 9.9.2014 kl. 11:42

11 Smámynd: Elle_

Jóhann, ég held þú hafir misskilið mig.  Það var það sem ég meinti og var að gagnrýna orðalagið sem kom fram í 1sta commentinu að ofan.

Elle_, 9.9.2014 kl. 12:38

12 Smámynd: Skeggi Skaftason

Það stendur ekkert í stjórnarskránni um skilyrði fyrir tilteknum klæðaburði á Alþingi. Það getur enginn skert málfrelsi þingmanna af því þeir klæði sig svona eða hinsegin.

Skeggi Skaftason, 9.9.2014 kl. 12:55

13 Smámynd: Skeggi Skaftason

Það eru heldur engar reglur um að allir þingmenn skuli mæta í messu hjá sjálfstætt starfandi lútersk-evangelíska trúfélaginu Þjóðkirkjunni, á undan þingsetningu.

Vilja einhverjir setja slíkar reglur??

Skeggi Skaftason, 9.9.2014 kl. 12:57

14 Smámynd: Skeggi Skaftason

Pistill um trúarlögregluhugmyndir PV:

http://skeggi.blog.is/blog/skeggi/entry/1441292/

Páll, ef þú vilt búa í svoleiðis ríki ættirðu að flytja til Íran.

Skeggi Skaftason, 9.9.2014 kl. 13:56

15 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Hin evangeliska lúterska kirkja er þjóðkirkja á Íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda. Á meðan að svo segir í stjórnarskrá lýðveldisins, sem þingmenn sverja eiða, er það því fyllilega eðlileg krafa að þingmenn mæti til guðsþjónustu í Dómkirkjunni við setningu Alþingis, burtséð frá trúarskoðunum. Sömuleiðis er það siðlaust að aðrir hópar sem tala fyrir umburðarlyndi trúariðkunar reyni að tæla þingmenn til annarar athafnar á sínum vegum á sama tíma og guðsþjónustan stendur yfir.

Erlingur Alfreð Jónsson, 9.9.2014 kl. 15:29

16 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Jóhann. Þessi kirkjuferð tengist engann veginn vinnustaðnum Alþingi og er engin vinnuregla. Starfið fer fram innan Alþingis. Þingmenn eru einungis umboðsmenn þjóarinnar- smækkuð mynd af þjóðinni. Um 20% þjóðarinnar eru utan þjóðkirkjunnar. Það getur ekki verið vilji þessara 20% að fulltrúar hennar á þingi þurfi að fara til kirkju áður en þingstörf hefjast.

Jósef Smári Ásmundsson, 9.9.2014 kl. 15:45

17 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Þessi kirkjusókn á undan þingsetningu er afleið frá þeirri tíð er valdhafarnir kusu að líta svo á að þeir þægju vald sitt beint frá Guði.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 9.9.2014 kl. 16:08

18 Smámynd: Skeggi Skaftason

Það er ekki í andstöðu við stjórnarskrá að þingmaður mæti ekki til messu fyrir þingsetningu.

Þingmaður á að fylgja stjórnarskrá, en í því felst ekki að taka þátt í trúarlegum athöfnum, eða að hann þurfi að taka undir allt sem í henni stendur.

Þingmaður má vera ósammála einstökum greinum stjórnarskrárinnar og berjast fyrir því að fá þeim breytt.

Skeggi Skaftason, 9.9.2014 kl. 16:35

19 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Furðulegt að sjá fólk kallað "siðleyingi" af því það sækir ekki kirkju.

Sjálfur hef ég ekki sótt kirkju sem heitið getur í mörg ár (frá fæðingu), fyrir utan hefðbundar athafnir, fermingu, giftingar, jarðafarir. Er trúlaus og sæki þessar athafnir ef mér er boðið í þær til að fylgjast með því sem þar gerist hverju sinni.

Það að þingmaður sæki ekki kirkju fyrir setningu Alþingis er ekki merki um siðleysi, heldur hitt að þeir púkka undir rassgatið á sér og sínum en ekki þeim sem þurfa á að halda. Get örugglega talið upp nokkra siðleysingja sem eru á þingi og grunar að þeir hafi allir sem einn verið í kirkjunni að biðja sinn guð um meira vald og auð sér til handa. Í dómkirkjunni er sjálfsagt aldrei jafn mikið um siðleysingja eins og í messunni sem þingmenn sækja.

Þó mun það svo að ekki eru þeir allir siðlausir þingmennirnir en eftirlæt ykkur að rífast um hverjir séu siðlausir og hverjir ekki.

Með kveðju

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 9.9.2014 kl. 18:43

20 Smámynd: Elle_

Af hverju læturðu okkur um að rífast, Kaldi?  Persónulega var ég nú að ræða klæðnaðinn, ekki kirkjuna.  Og stíg næstum aldrei inn í kirkju.  Voru allir að ofan að kalla fólk siðleysingja fyrir að mæta ekki í kirkju?  Vorum allir að rífast?

Elle_, 9.9.2014 kl. 19:38

21 Smámynd: Jóhann Elíasson

Fyrirgefðu Elle, já ég hef misskilið þig..................

Jóhann Elíasson, 9.9.2014 kl. 19:44

22 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Það sagði ég ekki Elle, að þið væruð að rífast.

Það er hinsvegar ykkar að rífast um það eftir orð mín, hverjir það séu sem eru siðlausir eða siðleysingjar af þessu þingmannaliði.

Það hefði mátt lesa það allavega þannig úr orðalagi því er ég viðhafði...

Kveðja

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 9.9.2014 kl. 20:18

23 Smámynd: Jón Kristján Þorvarðarson

Hér eru menn nánast gerðir útlægir af "gömlum og góðum sið". Fyrir það eitt að fylgja sannfæringu sinni. Skil ekki tilganginn með skrifum sem þessum.

Jón Kristján Þorvarðarson, 9.9.2014 kl. 22:40

24 Smámynd: Elle_

Hver nánast útlægði hvaða menn?  Viltu ekki vera skýrari?

Elle_, 10.9.2014 kl. 00:08

25 Smámynd: Óli Jón

Gissur Sigurðsson orðaði þetta líklega best þegar hann sagði að þingmenn ættu bara að "drullast í kirkjuna og vera prúðir." Þetta er nú eitthvað sem þjóðin í heild sinni ætti nú aldeilis tekið til sín, að drullast í kirkju og vera prúð!

Sjá: orvitinn.com

Óli Jón, 10.9.2014 kl. 17:12

26 Smámynd: Jón Kristján Þorvarðarson

Elle - Til forna neyddust menn til að flýja ættborgir sínar þegar umvöndunarmenn sökuðu þá um siðleysi (guðleysi). Því miður eimir enn eftir af þessari áráttu "siðaðra manna" eins og þessi þráður afhjúpar svo augljóslega.

Jón Kristján Þorvarðarson, 11.9.2014 kl. 00:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband