Akureyrarbær skilur ekki mannréttindi

Mannréttindi hjá bæjaryfirvöldum á Akureyri eru aðeins handa þeim sem eru með réttar skoðanir. Snorri í Betel er ekki með rétta skoðun og því skal tjáningarfrelsi hans einskins metið.

Mannréttindi geta ekki verið háð hugdettum bæjarmálayfirvalda um hvað teljist rétt skoðun hverju sinni.

Meiri reisn væri yfir höfuðstað Norðurlands ef Snorri væri beðinn afsökunar á dómgreindarleysi bæjaryfirvalda og boðin kennarastaðan á ný - auk fullra bóta.


mbl.is Mannréttindi ekki háð pólitískum meirihluta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ef ég ætti samkynhneigt barn í þessum skóla á Akureyri ætti ég ekkert annað til í stöðunni, en að taka barnið úr skóla, senda það burt í annan skóla, eða flytja af svæðinu. Meðan svona mannorðsmorðingjar fá að vaða uppi innan um óharðnaða unglinga með sínum áróðri þá myndi ég ekki vilja barninu mínu svo vont að láta það ganga í skóla þar.

Stundum eru mannréttindi misskilin. Mannréttindi barnanna eru alveg jafnmikilvæg eða meiri en nmannréttindi þessa manns.

Ég segi því fyrir mig að þetta var hárrétt ákvörðun hjá Akureyrarbæ.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.4.2014 kl. 13:12

2 Smámynd: P.Valdimar Guðjónsson

Ekki hægt annað en vera sammála Brynjari.

En.

Breytir ekki þvi að viðkomandi skólayfirvöld geta áminnt sína starfsmenn (harðlega, ef þeim sýnist svo).

Og það var nú alveg tilfefni til þess .

P.Valdimar Guðjónsson, 14.4.2014 kl. 13:26

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Man ekki betur en hann hafi verið áminntur og gefinn kostur á að láta af þessuum færslum sínum, en hann neitaði því.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.4.2014 kl. 13:33

4 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sammála þér kæri Páll.

Það mun liggja fyrir í máli Snorra að hann hefur aldrei lagt trúarlegar skoðanir sínar á borð fyrir nemendur skólans. Hann hefur haldið uppi faglegri kennslu eftir því sem heimildir herma auk þess sem nemendur segja hann góðan og skemmtilegan kennara.

Sem prestur í söfnuði sínum er hann í miklum metum og þar predikar hann við guðþjónustur kenningar sínar auk þess að setja þær fram á veraldarvefnum eins og fjöldinn allur gerir með skoðanir sínar og setur þær fram á vefsíðum eða bloggsíðum auk snjáldurskinnunnar. Það er fólk að gera í eigin tíma og engum skylt að lesa þau skrif, jafnvel þó þar skrifi sá sem kennir manni í grunnskóla í vinnutíma.

Menntamálaráðuneytið komst auðvitað að hárréttri niðurstöðu - þessi uppsögn er lögbrot og í raun siðlaus. Skólinn og foreldrar sýna af sér ótrúlega fordóma - ef grannt er skoðað.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 14.4.2014 kl. 13:51

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Nú dauð sé ég eftir að hafa ekki fylgst betur með,því vilji ég leggja orð í belg,verð ég að geta vísað í forsendur ef til orðaskipta kemur. En samkvæmt mínum dómi átti Snorri ekki að fá þessa meðferð. Ásthildur þú manst ekki betur en hann hafi fengið áminningu og beðinn að láta af færslum sínum. Mér er spurn voru þetta síendurteknar færslur,? Ég stóð alltaf í þeirri meiningu að þetta hefði hann viðhaft og vitnað í Biblíuna í einni bloggfærslu,en það skiptir máli varðandi áminningu. Dettur nokkrum í hug að börn séu að lesa bloggfærslur yfirleitt,? Foreldrar og skólayfirvöld mega þá prísa sig sæla að þau eru ekki inn á mörgum þeim svæsnustu í gegnum tíðina,þar sem tekist er á um hitamál. Skárra væri það nú að mannréttindi barna væru borin fyrir borð,frekar en annara,en beindist þessi færsla (ur?) sérstaklega að þeim. Börn þurfa ekki að verða vör við alla skapaða hluti sem uppalendur þeirra heyra og hneikslast á,það er bara besta vörnin.

Helga Kristjánsdóttir, 14.4.2014 kl. 18:47

6 Smámynd: Elle_

Hvað stóð í færslunum og hvar kemur mannorðsmorðingi inn í?  Eftirfarandi var að mínum dómi óverjandi og viðurstyggilegt og ætti að loka úti, hvort sem skrifandinn er veikur eða ekki: Það nefnilega nennir enginn að heyra í rykföllnum gamalmennum á Íslandi í dag. Fólk sem eru bókstaflega orðin steinrunnin tröll í íslensku samfélagi og eru ekki að skila neinu gagnlegu af sér.

Elle_, 14.4.2014 kl. 19:42

7 Smámynd: Elle_

Elle_, 14.4.2014 kl. 19:44

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er að mínu mati mannsmorð að alhæfa að samkynhneigt fólk sé afskræming á mannlegu eðli, en það var inntakið í færslum Snorra. Það varð til þess að foreldrar höfðu áhyggjur af viðkvæmum unglingum sem ef til vill hefðu einhverjar þær kenndir sem Snorri fordæmir. Á viðkvæmasta aldri að fá svoleiðis trakteringar, þó þær væru ekki viðhafðar í kennslustund, heldur utan þeirra er ekki forsvaranlegt fyrir mann sem á að vernda nemendur sína. Það eru allof mörg dæmi um að ungt fólk hafi svift sig lífi vegna þess að uppgötva að það er hinsegin, þekki sum svoleiðis dæmi hér. Fyrir mér eru slík ungmenni miklu meira virði en einhver ofsatrúarmaður sem sér ekkert rangt við sinn málflutning. Megi hann ævarandi skammast sín.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.4.2014 kl. 22:15

9 Smámynd: Elle_

Ég verð að játa að ég veit ekki hvað stóð í færslunum.  Og vissulega ættum við að verja öll börn og unglinga gegn (ofsatrú) ofstæki og skaða. 

En hvað stóð í færslunum sem gerði manninn að mannorðsmorðingja?  Það er grafalvarlegt og gríðarlega stórt orð.  Og kannski mannorðsmorð fyrir hann?  Og kannski líka fyrir börnin hans og unglingana hans?  Og foreldra hans? 

Það ætti líka að verja fólk, börn, unglinga, og ekki síst eldra fólk, þegna landsins sem eru að hafa mikið fyrir að verja fullveldið, gegn ofstækismönnum eins og Jóni Frímanni (og Hauki Kristinssyni) sem þolir ekki skrif þeirra um ofríki dýrðarveldis hans.  Og ræðst á þau, eins og ég benti á í færslunni að ofan. 

Jón Frímann ætti að loka út úr Moggablogginu.  Og skiptir engu máli hvort maðurinn er fárveikur eða veikgeðja.

Elle_, 14.4.2014 kl. 22:39

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Elle þegar þú minnist á Jón Frímann, þá hef ég ekki séð hann lengi hér. Hefur ef til vill verið lokað á hann? Það getur vel verið að mannorðsmorð sé stórt orð, en svo er líka grafalvarlegt þegar ungmenni svifta sig lífi af því þau geta ekki horfst í augu við kynhneigð sína, vegna umræðunnar eins og Snorri viðhefur.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 14.4.2014 kl. 22:53

11 Smámynd: Elle_

Það kemur aldrei fram hvað stóð í færslunum, og maðurinn var sýknaður, ef það orð passar.  Veit ekkert um Jón Frímann og vil sem minnst um hann vita, en það var viss meining í að benda á persónurárásir Jóns Frímanns, og kemur fram í pistlinum.

Elle_, 14.4.2014 kl. 23:08

12 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Gott hjá þér Elle mín.

Helga Kristjánsdóttir, 14.4.2014 kl. 23:58

13 Smámynd: Elle_

Mannorð manns liggur í veði, Helga mín, það skiptir öllu að fólk sé saklaust uns það er fundið sekt.  Hann var aldrei sekur fundinn og ekkert enn komið fram um hinn meinta glæp hans.  Vil taka það fram að þekki manninn ekki neitt.

Elle_, 15.4.2014 kl. 00:22

14 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Sæl verið þið. Eftirfarandi skrifaði einn af þekktustu mönnum þjóðarinnar - og mun vera samkynhneigður :

„18. júl. 2012 - 06:51

Hannes Hólmsteinn Gissurarson

.

Hvers vegna þegja menn um þetta hneyksli?

Á stuðning okkar við málfrelsi reynir ekki, þegar aðrir segjast vera sammála okkur. Á hann reynir, þegar aðrir láta í ljós skoðanir, sem við getum ekki tekið undir og teljum jafnvel alrangar. Snorri í Betel sagði á heimasíðu sinni:

Kjarninn í sjónarmiði evangelískra er sá að samkynhneigðin telst vera synd. Syndin erfir ekki Guðs ríkið og því óæskileg. Laun syndarinnar er dauði og því grafalvarleg.

Fyrir þessi ummæli er hann rekinn úr kennarastarfi á Akureyri. Ég er ekki sammála Snorra í Betel, satt að segja algerlega ósammála honum, en hann átti rétt á þessari skoðun. Hann lýsir afstöðu tiltekinna trúarsafnaða til tiltekins hóps án þess að hvetja á neinn hátt til þess, að þeim hópi sé gert mein.

Ummælin féllu ekki heldur í kennslustund, heldur inni á heimasíðu hans, sem menn urðu að heimsækja sérstaklega til þess að geta lesið þau.

Auðvitað getur þurft að setja hömlur á málfrelsi kennara. Ef slíkur maður er til dæmis nasisti eða kommúnisti og vísar því á bug, sem sannað er, að Hitler, Stalín og Maó hafi verið einhverjir grimmustu fjöldamorðingjar sögunnar, og fullyrðir jafnframt, að helfarir hinna ólánssömu þegna þeirra hafi aldrei farið fram, þá er ástæða til að staldra við. Ef hann hvetur til ofbeldis og illvirkja, til dæmis blóðugra mótmælaaðgerða gegn gyðingum eða „borgarastéttinni“, þá hefur líka verið stigið skref í átt frá ógeðfelldri skoðun til ólöglegs verknaðar.

Og hvar á þetta að enda? Áskell Örn Kárason, sálfræðingur og yfirmaður barnaverndar á Akureyri, skrifaði inn á Facebook-síðu vegna áfloga á leikvelli, þar sem svartur maður og hvítur áttust við (23. febrúar 2011): „Djös. svertingjar.“ Á að reka hann líka?

Brottrekstur Snorra er hneyksli. En hvers vegna þegja allir málfrelsispostularnir, sem jafnan eru hinir háværustu, um málið? Hvar er málfrelsissjóður Páls Skúlasonar? Hvenær blogga Illugi Jökulsson og félagar hans um þetta? Eigum við von á grein frá Guðmundi Andra?

Rósa Lúxemburg sagði, að frelsið væri ætíð frelsi þeirra, sem hugsa öðru vísi. Hún hafði rétt fyrir sér. Menn þurfa ekki frelsi til að vera samþykkir rétttrúnaði hvers tíma. Þá þurfa þeir aðeins að kunna eftiröpunarlistina.“

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 15.4.2014 kl. 02:14

15 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já Elle mín ég notaði sterkt orð, biðst afsökunar á því. Ég verð bara svo reið þegar svona viðkæm mál eru í gangi. þó Snorri hafi ekki beinlínis prédikað um samkynhneigð í tímum, þá fór það ekkert á milli mála hvaða skoðun hann hafði á henni.

"Á bloggi sínu skrifaði Snorri nýverið: „Kjarninn í sjónarmiði evangelískra er sá að samkynhneigðin telst vera synd. Syndin er ekki Guðs ríkið og því óæskileg. Laun syndarinnar er dauði og því grafalvarleg.“

Telur fólk virkilega að maður með svona skoðanir sé hæfur til að kenna og leiðbeina ungum börnum í grunnskóla?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.4.2014 kl. 10:58

16 Smámynd: Elle_

Maður getur gagnrýnt fólk, og það harkalega ef það hefur blekkt og logið og brotið gegn öðrum, og það er vitað.  En það er óásættanlegt að maður sé rekinn úr vinnu og útskúfaður af fólki sem getur ekki bent á hin meintu illræmdu skrif hans eða neina sekt.  Það er þá bara skæð kjaftasaga, eins og þegar logið var upp á ungan mann (og mannorð hans eyðilagt) að hann hafi pínt og drepið hundinn Lúkas, sem seinna fannst uppi í fjalli á lífi. 

Í Moggablogginu er maður, oft með alltof harkalega gagnrýni á samkynhneigt fólk, eins og eigi að banna það, út af einhverri trú hans sjálfs.  Get ekki fundið neina hörku eða niðurlægingu frá Snorra sem réttlætir að hann var rekinn úr vinnu eða verði kallaður óvægnum orðum.

Elle_, 15.4.2014 kl. 11:01

17 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Veit bara að ég myndi ekki vilja að þessi maður kenndi mínum börnum. Ekki frekar en nýjasta fréttinn frá Bretlandi þar sem bókstarfstrúar múslima eru með áætlun um að yfir taka tugi skóla, bæði grunnskóla og leikskóla.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.4.2014 kl. 12:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband