Björn: 1000 svartstakkar Þorgerðar Katrínar

Björn Bjarnason fyrrum dómsmálaráðherra segir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur senda flokksfélögum á landsfundum Sjálfstæðisflokksins kaldar kveðjur með skammaryrðum. Björn skrifar

Eitt er að verða undir á fundi sem á annað þúsund manns sækja annað að  hallmæla þeim sem menn eru ósammála með skammaryrðum. Það bendir ekki til þess að menn hafi trú á eigin málstað þegar gripið er til þess ráðs að útmála þá sem menn eru ósammála á þann veg sem heyra mátti í sjónvarpsfréttunum.

Björn spyr hvað vaki fyrir RÚV að leita uppi þá fáu sjálfstæðismenn sem vilja Ísland inn í Evrópusambandið, - en skv. mælingum eru þeir um tíu prósent kjósenda flokksins og sennilega í enn minni minnihluta í flokknum sjálfum.


mbl.is Frjálslynda fólkið að yfirgefa flokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Rétt Páll, þarfur pistill hjá Birni að vanda. Þessi margra daga vaðall og þessar blammeringar með ónefnum er eins ómálefnalegur og verða má, en ESB- aðlögunarsinnar telja sig jafnan málefnalega. Já, kannski ESB-málefnalega!

Ívar Pálsson, 2.3.2014 kl. 21:56

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Var að fá þetta prýðis myndband, vona að það skili sér hér. http://predikarinn.blog.is/blog/predikarinn/entry/1359483/#comment3499158

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 2.3.2014 kl. 23:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband