Lífeyrissjóðir í gíslingu forstjóra - N1 dæmið

Forstjórar stórfyrirtækja eru með lífeyrissjóðina í gíslingu og moka þaðan fjármunum til sín og sinna. Lífeyrissjóðirnir lærðu ekkert af hruninu og eru núna leiksoppar forstjóra á sama hátt og þeir voru þjált verkfæri auðmanna í útrás. Lífeyrissjóðirnir eru að komast á sama stig spillingar og bankarnir fyrir hrun.

Eftir hrun voru það peningar almennings, lífeyrissjóðirnir, sem reistu fallin fyrirtækið við. Eitt þeirra er N1. Forstjóri N1 og yfirstjórn komast upp með það a að fá til sín lífeyrisgreiðslur sem eru út úr öllu kort.

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur situr í stjórn söfnunarsjóðs lífeyrisréttinda. Hann segir eftirfarandi um N1-málið í grein í Morgunblaðinu

Það er mikið umhugsunarefni fyrir lífeyrissjóðina að þeir sjálfir hafi forgöngu um að búa til nokkurs konar elítulífeyriskerfi fyrir hálaunastjórnendur hjá N1. Með því er ekki aðeins verið að gefa hinni góðu hugmynd um eitt samræmt lífeyriskerfi fyrir alla landsmenn langt nef, heldur grafa þessir samningar undan trúverðugleika lífeyrissjóðanna allra hjá þeim sem greiða til þeirra iðgjöld.

Áður en lífeyrissjóðakerfið verður sama spillingarbælið og íslensku bankarnir voru fyrir hrun verður að grípa í taumana og stokka upp þessa starfsemi. Hér duga engin vettlingatök. Á alþingi ætti að koma fram tillaga um að leggja af núverandi lífeyrissjóðakerfi þar sem ríkið tekur yfir samtryggingarhlutann og séreignarsparnaður verði hinn eiginlegi lífeyrissparnaður.

Í stað lífeyrissjóðanna komi lífeyrisreikningar launamanna. Fjármálastofnunum s.s. bönkum, sparisjóðum og tryggingafélögum verði að uppfylltum skilyrðum leyft að bjóða lífeyrisreikninga.

Uppstokkun á þessum nótum sprengir upp spillingarbæli lífeyrissjóðanna áður en þeir verða nógu sterkir til að leggja undir sig landið og miðin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Þetta er ömurleg staðreynd Páll,og þettaþarf eins og þú segir að laga eins fljótt og hægt er.ÞÐ er bara spurning um hver fengist til þess. Skildi einhver á þingi vera tilbúinn til þess?

Eyjólfur G Svavarsson, 8.2.2014 kl. 11:44

2 Smámynd: Kristinn Snævar Jónsson

Núverandi lífeyrissjóðakerfi er komið út í algjörar ógöngur nú orðið innan haftanna; Með fyrirsjáanlega hörmulegum afleiðingum fyrir lífeyrissjóðina/spariféð og efnahagslífið í heild. Þetta ætti að vera öllu hugsandi fólki ljóst. Spurningin er hvort nægilega margir  þingmenn átti sig á þessu, enda eru þeir af margskonar sauðahúsi. Augljósasta leiðin er að taka upp gegnumstreymiskerfi eins fljótt og verða má, eins og tíðkast í flestum löndum Evrópu/erlendis. Þar með ætti jafnframt að sparast rekstrarkostnaður sem nú fer í rekstur lífeyrissjóðanna í stað þess að gagnast launafólki; Að ekki sé talað um að fjarlægja möguleika á spillingu eins og Einar Sveinbjörnsson talar um. 
Að öðrum kosti til bráðabirgða hreinlega að stöðva iðgjaldagreiðslur launafólks í lífeyrissjóðakerfið að umtalsverðu leyti, með lögum. Það yrði jafnframt gott innlegg á launareikning fólks núna.

Kristinn Snævar Jónsson, 8.2.2014 kl. 12:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband