Vigdís bjargar ríkisstjórninni

Þeir sem segja Vigdísi Hauksdóttir gera ríkisstjórninni ógagn bera lítið skynbragð á pólitík. Vigdís Hauksdóttir er bjargvættur ríkisstjórnarinnar með því að hún nánast ein síns liðs gengur á hólm við stjórnarandstöðuna, tappar af henni öskrin og auðveldar ríkisstjórninni eftirleikinn.

Á meðan aðrir þingmenn Framsóknarflokksins snökta í þingflokksherbergjum, sem kunna að vera hleruð af Pírötum, stendur Vigdís í stafni og tekur við spjótalögum stjórnarandstöðunnar.

Allir eldri en tvævetur vita að í vinstriflokknum býr ómæld vanmetakennd sem verður að fá reglulega útrás. Vigdís mætir að morgni í RÚV, spilar nokkrar nótur á lyklaborð vinstrimanna, og það er eins og við manninn mælt; eftir hádegi blása þingmenn Samfylkingar og VG eins og físibelgir.

Þingmenn vinstriflokkanna eru að upplagi stemningarfólk án úthalds. Þegar þeir hafa blásið vegna Vigdísar liggja þeir út um víðan völl eins og sprungnar blöðrur. Og ríkisstjórnin fær starfsfrið.

Vigdís Hauksdóttir er margra þingmanna maki og ætti að vera ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks sérstaklega kær liðsmaður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Vigdís Hauksdóttir segir einmitt það sem segja þarf, sbr. um þróunaraðstoð. Aðrir stjórnarþingmenn ættu að taka undir með henni, en það eru ekki margir sem þora að segja sannleikann eins og hún.

Ívar Pálsson, 12.12.2013 kl. 15:49

2 Smámynd: Elle_

Vigdís Hauksdóttir hefur verið einn okkar langhæfasti alþingismaður og stjórnmálamaður síðan hún fór í stjórnmál.  Vigdís er hrein og bein.  Og þorir, eins og Ívar sagði.

Elle_, 13.12.2013 kl. 00:38

3 Smámynd: Kristinn Snævar Jónsson

Nú bregður svo við, Páll, að þessi pistill er hinn skemmtilegasti aflestrar, grínið og glöggskyggnin allsráðandi. Ekki veitir af í ásókn skammdegisins.

Já, það er ekki ofsögum sagt að Vigdís Hauksdóttir er einn litríkasti þingmaðurinn á Alþingi núna vegna þess að hún þorir að tjá íspekúlerandi hugmyndir og varpa meðal annars viðkvæmum og ögrandi spurningum fram til umræðu og skoðanaskipta. "Orð eru til alls fyrst" segir máltækið.

Kristinn Snævar Jónsson, 13.12.2013 kl. 10:15

4 Smámynd: Elle_

Kristinn, hvar er grínið í pistlinum?  Orð eru til alls fyrst skrifaðirðu, en hvað þýða þessi orð? 

Elle_, 13.12.2013 kl. 20:50

5 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Snökkta,? Hvar er karlmannslundin og kjarkur sá er prýðir hraustan mann. Vigdís er í eldlínunni á leikvellinum og lætur verkin tala.

Helga Kristjánsdóttir, 15.12.2013 kl. 04:31

6 Smámynd: Kristinn Snævar Jónsson

Elle. Svo virðist sem þú hafir misskilið mig. Ég er ekki að tala hér í öfugmælum um Vigdísi, heldur þvert á móti bókstaflega.

Páll lýsir upphlaupasamri orðræðu stjórnarandstæðinga í S og VG gagnvart Vigdísi og fleirum mjög vel, þ.e. að þegar "spilaðar eru nokkrar nótur á lyklaborð vinstrimanna" að morgni sé það eins og við manninn mælt að "eftir hádegi blása þingmenn Samfylkingar og VG eins og físibelgir". Maður sér fyrir sér kippt í spottann á sprellikarli.

Kristinn Snævar Jónsson, 15.12.2013 kl. 17:00

7 Smámynd: rhansen

Flottur pistill Páll .flott svar Kristinn Sævar ...flottust Vigdis Hauksdottir !...og eg trúi ekki öðru en hún se á innleið i Rikisstjórn um áramót ....öðruvisi heldur ekki Stjórnin sjó á gagnvart " fúlum" á móti ::::

rhansen, 15.12.2013 kl. 17:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband