Björt framtíð kynnir pólitíska stefnu

Björt framtíð er til skamms tíma flokkur án stjórnmálastefnu. Harmonikkuspilandi sonur farsæls forsætisráðherra tókst listavel í síðustu kosningum að tala töluvert án þess að segja nokkuð.

Í anda sonarins, sem hefur verið þingmaður í þrem flokkum og vill halda öllum flóttaleiðum opnum, freistar Björt framtíð þess að vera flokkur án skoðana en samt með pólitíska afstöðu.

Á meðan hatrammar deilur geisa utan þings og innan um forgangsröðun í ríkisfjármálum þá setja þingmenn Bjartrar framtíðar fram þá tillögu að seinka klukkunni um eina stund. Væntanlega til að dreyma lengur um kosningasigra án pólitískrar stefnu og völd án ábyrgðar.


mbl.is Þotuþreyta með seinkun klukkunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband