ESB hendir smáþjóð fyrir úlfana

Kýpur er smáþjóð í Evrópusambandinu, hagkerfið þar er 0,2 prósent af evru-hagkerfinu. Eins og sumar aðrar eyþjóðir (Ísland og Írland) stækkaði bankakerfið á Kýpur fram úr hófi á góðærisárunum.

Nú er komið að skuldadögum enda Kýpur gjaldþrota. Stjórnvöld í Berlín ákveða í reynd hvað verður um efnahagskerfi Kýpur og þar á bæ er ekki vilji til að vernda innistæður í kýpverskum fjármálastofnunum, heldur verður lagður þær sérstakur skattur sem hluti af ,,björgunarpakka".

Evrópuvaktin segir frá viðbrögðum fyrrum seðlabankastjóra Kýpur þar sem m.a. eftirfarandi kemur fram

Sú aðferð, sem sterkustu ríkisstjórnir Evrópu hafa notað til að kúga ríkisstjórn Kýpur til að leggja hald á innistæður jafngildir yfirlýsingu um að þeir sem eiga innistæður í litlu landi eins og Lúxemborg geti ekki verið öruggir um þær. Og að enginn sem á innistæður í landi, sem stendur höllum fæti eins og Spánn geti verið öruggur um innistæður sínar þar.

Á Íslandi eru þeir enn til sem telja hagsmunum okkar best borgið í Evrópusambandinu. Ein helsta röksemd ESB-sinna er að sambandið gangi aldrei gegn grundvallarhagsmunum (smá)þjóða.

Kýpverska bankakerfið mun ekki bera sitt barr eftir þessa aðgerð Evrópusambandsins. Enginn mun treysta kýpverskum bönkum fyrir innistæðum sínum þar sem fordæmi er komið fyrir því að skattleggja sérstaklega smáþjóðir í Evrópusambandinu sem rata í efnahagslegar ógöngur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Þetta er einmitt það sem Sigmundur Davíð og fleiri hér hafa talað fyrir. Þ.e. að fjármagnseigendur borgi! Dreifa áhættunni.  Það er nú verið að lána hvað um 10 milljaraða Evra til að halda bönkum gangandi.  Þannig að þú ert ekki að segja neitt nýtt. Við létum jú alla erlenda fjármagnseigendur eiga sig og sögðum Icesave innistæðueigendum að þeir fengju ekkert nema það sem kæmi út úr þrotabúinu.  27% útibúa Kýpverska banka eru í Rússlandi. Breskir og Hollenskir lögaðilara, sveitarfélög og stofnanir vita ekki enn hvort að þau fá innistæður sem þau áttu í útibúm Landsbanka Svo ég held að menn ættu nú að slappa aðeins af. Við höfum auk þess lokað erlenda peninga hér inni í nærri 4 og hálft ár.  Held stundum að ESB andstæðingar séu nú bara með gleraugu þegar þeir horfa ástöðuna hér.  Hér rýrnuðu allar krónuinnstæður um hvað 40% vegna gengisfallsins og svo er Páll Vilhjámsson að æsa sig yfir skatti upp á 6,7% á innistæður á Kýpur þar sem lánin hafa ekki hækkað neitt.

Magnús Helgi Björgvinsson, 19.3.2013 kl. 17:06

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hér á landi var kosningaloforð numer eitt að aðskilja rekstur viðskiptabanka og fjárfestingarbanka. Ein meginástæða fyrir allsherjarhruni bankanna. Án þess hefðu viðskiptabankarnir sennilega staðið.

Ekkert hefur enn verið gert í þessu og eru innistæður enn í pottinum með braski bankanna og í höndum vogunarsjóða. Líklega treyst á að ríkið beili þann hluta út og dreifi tapinu á launafólk í landinu. Útóbískur votur draumur banksteranna um bankasósíalisma. Fáræði öreiganna þar sem allir eru misjafnir embættis og bankanómenkladíunni.

Jón Steinar Ragnarsson, 19.3.2013 kl. 17:11

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Spurður um þetta á Bylgjunni fyrir rúml.klukkustund,svarar Össur að þetta hefði alltaf verið vitað,Kýpur hefði eytt um efni fram og þetta hafi ekkert með Evruna að gera. Hefur það eitthvað með ESB að gera fróðir menn??

Helga Kristjánsdóttir, 19.3.2013 kl. 17:13

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Maður stendur andaktugur yfir heimsku Magnúsar hér að ofan. Hjartabarni Samfylkingarinnar og költmeðlim.

Krónan væri kannski um stund í sömu hæðum og 2007 ef farið hefði verið i allsherjar eignaupptöku hér. Skítt að menn skyldu ekki hafa fattað það. Barosso var reyndar í sambandi við seðlabankann á sínum tíma og lagði það ekki svo óbeint til.

Jón Steinar Ragnarsson, 19.3.2013 kl. 17:17

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hvernig gat Kýpur fengið evru ef það var svona rosalega gírað? Voru það undanþágur frá sáttmálum sem gerði þeim það kleyft. Var það máske fjórfrelsið sem sá um rest. Frelsið sem banksterarnir hér sóttu svo hart?

Jón Steinar Ragnarsson, 19.3.2013 kl. 17:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband