Jón Bjarna í þágu þjóðar

Jón Bjarnason fórnaði ráðherradómi fyrir sannfæringu sína um að fullveldið væri meira virði en eins og ein ríkisstjórn. Meirihluti þingliðs VG og allir ráðherrar flokksins sviku kjósendur sína og stefnuskrá flokksins til að mynda ESB-stjórn með Samfylkingunni.

Jón Bjarnason yrði öflugur talsmaður landsbyggðar og réttlætissjónarmiða á alþingi. Ólíkt mörgum stjórnmálamönnum sem aka seglum eftir vindi er Jón rásfastur og lætur hvorki glepjast af tísku né gylliboðum.

Við þurfum Jón Bjarna á þing.


mbl.is Líkur á sérframboði Jóns aukast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hvumpinn

Af hverju kemur þessi afstaða þín ekki á óvart?

Hvumpinn, 20.2.2013 kl. 13:14

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Vegna þess að ég er svo fyrirsjáanlegur, Hvumpinn.

Páll Vilhjálmsson, 20.2.2013 kl. 13:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband