Hótanir og blekkingar

Evrópusambandið hefur í hótunum við Íslendinga um að ef við slítum aðlögunarferlinu verði refsingum beitt. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra lét ummæli í þessa átt falla í Kastljósviðtali og þingmenn Samfylkingar fara um landið og miðin með sama boðskap, eins og Evrópuvaktin bendir á í leiðara.

Til viðbótar hótunum er blekkingum skefjalaust haldið fram í umræðunni af hálfu ESB-sinna. Nýjasta dæmið er könnun Fréttablaðsins þar sem aðildarsinnar reyna að draga fjöður yfir þá staðreynd að meirihluti þjóðarinnar vill stöðva ESB-ferlið, eða 51,6 prósent á meðan minnihlutinn vill halda viðræðum áfram.

Þingmenn stjórnarandstöðunnar hljóta að krefja utanríkisráðherra svara um hótanir Evrópusambandsins vegna ESB-umsóknar Íslands.


mbl.is 48,5% vilja ljúka viðræðum við ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tek undir þetta með Evrópuvaktinni, nú verður alþingi að kalla til sín aðalsamningamann  og krefja hann svara við þessum áleitnu og háalvarlegu spurningum.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.1.2013 kl. 11:11

2 identicon

Nú ef aðildarsinnar eru svona vissir um að meirihluti þjóðarinnar vilji halda viðræðum áfram, þá hljóta þeir að vilja fá það staðfest með kosningu.  Það myndi þá veita þeim frið frá andstæðingum aðildar til þess að klára viðræðurnar.

Seiken (IP-tala skráð) 18.1.2013 kl. 11:23

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nákvæmlega Seiken.  Það er nú málið þeir vita betur, þess vegna varast þeir eins og heitan eld að fólk fái að kjósa um málið.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 18.1.2013 kl. 11:28

4 identicon

Var að lesa pistil Styrmis, kjánaleg paranoia hjá kallinum. Hótanir, hótanir!

Held að EU sé lítið spennt fyrir því að fá þjóðrembda útskeraþjóð í sambandið. Nóg þar af vanræðagemlingum.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 18.1.2013 kl. 11:36

5 identicon

Ef ESB vill okkur ekki Haukur Kristinsson og meirihluti okkar vill þá ekki er þá nokkur ástæða til þess að reyna að para saman þessa aðila?

Seiken (IP-tala skráð) 18.1.2013 kl. 12:01

6 identicon

ESB miljarðarnir farnir að vinna. Við eigum eftir að sjá fullt af svona "fréttum" fram að kosningum.

Þessi ákveðna frétt er líka áminning á það, að útrásarvíkingar og Samfylkingar vinna saman, alveg eins og þeir gerðu fyrir hrunið. Við sjáum það svart á hvítu, að Samfylkingin er þvottahús fyrir Jón Ásgeir.

Við þurfum að panta gommu af flugdólgateipi, svo koma megi böndum á mútustarfsemi ESB. Þeir eru nokkrir stólarnir og dólgarnir sem þurfa langvarnadi samvistir.

Hilmar (IP-tala skráð) 18.1.2013 kl. 12:21

7 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

það er bara eðlilegt að Sjallar haldi að ,,hótanir og blekkingar" séu allstaðar. þeur þekkja ekkert annað í sínum pólitísku vinnubrögðum og afdalamennskan er svo mikil og LÍÚ tökin svo sterk að þeir hafa aldrei heyrt um að slíkt tíðkast ekki í siðmentuðum ríkjum.

Fylgjendur þeirra Sjalla og LÍÚ halda svo sömu vinnubrögðum og foreldrið náttúrulega. Sem má greina af endalausu áróðursprópaganda, lygi og blekkingum sem frá þeim kemur á fullu kaupi. þeir fá örugglega sérstakan bónus fyrir blekkingar og lygi, gæti eg trúað.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 18.1.2013 kl. 13:06

8 identicon

Þetta er náttúrulega ekki gæfulegt, Samfylkingin hefur innleitt ESB pólitík í landið, eða öllu heldur, aðlagað spillinguna að ESB spillingu.

Björgólfur Thor--> Vilhjámur Þ--> Samfylkingin

Jón Ásgeir--> Fréttablaðið/Stöð2--> Samfylkingin

Björn Ingi--> Eyjan--> Samfylkingin

= Útrásarvíkingar--> Samfylking--> ESB

Hlýtur að vera svolítið sérstakt hugarástand hjá þeim sem kusu VG og Borgrahreyfinguna, í von um nýja Ísland, og sjá að atkvæði þeirra hafa verið keypt af útrásarvíkingum, Samfylkingu og ESB.

Hilmar (IP-tala skráð) 18.1.2013 kl. 13:48

9 identicon

hahaha hilmar lolz

you crack me up

hvells (IP-tala skráð) 18.1.2013 kl. 19:19

10 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Það er greinilegt að Páll Vilhjálmsson hefur ekki mikið vit á tölfræði þegar hann segir að þessi könnun Fréttablaðsins staðfesti að það sé minnihluti sem vilji halda aðildarviðræðum áfram. Hann virðist ekki vita það að það eru skekkjumörk í svona könnunum. Ég man þetta ekki nákvæmlega þar sem langt er síðan ég var í tímum í tölfræði en ætli skekkjumörkin séu ekki einhvers staðar á bilinu 3 til 5 prósent. Það er því ekki hægt að fullyrða neitt um það út frá þessari könnun hvort þeir sem vilja klára aðildarumsóknina og kjósa síðan um hana séu í meirihluta eða minnihluta. Það kemur einfaldlega ekki marktækur meirihluti út úr þessari könnun.

Svo verð ég að segja það að það þarf ansi mikið ýmundunarafl til að lesa hótanir út úr því að hætta aðildarviðræðum við ESB. Sá kostnaður getur legið í ýmsu og má til dæmis nefna það að gjaldeyrishöftin eru brot á EES samningum en ESB ríkin eru tilbúin til að láta það liggja milli hluta á meðan viðræður standa um aðild að ESB. En ætli mesti kostnaðurinn liggi ekki í því að missa af öllum þeim tækifærum sem ESB aðild mun skapa fyrir okkar útflutningsatvinnulegi sem mun leiða til bættra lífskjara hér á landi,

Sigurður M Grétarsson, 18.1.2013 kl. 22:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband