Boston, Brussel og þurfalingarnir

Eignist Samfylkingin einhvern tíma keppinaut um að segja Íslendinga til sveitar erlendra aðila er viðbúið að það verði Ameríkubandalagið. Við komum jú upphaflega frá Noregi, skildum þá sjóveiku eftir í Færeyjum, og festum okkur óbyggt Snæland.

Eiríkur sótti lengra vestur, nam Grænland, og sonur hans fann Vínland. Þúsaldarmótin þarsíðustu reyndi Þorfinnur karlsefni fyrir sér með búskap á meginlandi Ameríku, nokkru fyrir norðan Boston.

Íslendingar leituðu í vestur meðan þeir máttu og áttu til þess farkosti. Eftir Gamla sáttmála (Item at sex hafskip gangi á hverju ári til landsins forfallalaust) urðum við að sætta okkur við dönsku vorskipin sem buðu aðeins upp á ferðir í austurveg.

Samfylkingin er stofnuð á grunni Alþýðuflokksin sem síst íslenskra stjórnmálaflokka vildi slíta sambandinu við Dani og stofna hér lýðveldi. Undir fána Samfylkingar starfa þeir sem sífellt eru hjálparþurfi.

Þurfalingarnir eru í stöðugri leit að meira vöruúrvali. Í Boston er úrvalið meira en í Brussel; tuskubúðirnar fleiri og dollarinn er hagstæðari en evran.


mbl.is Hlupu út í búðirnar í Brussel
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Beittur í dag, Páll.

Ragnhildur Kolka, 31.1.2012 kl. 15:54

2 identicon

Ég ráðlegg öllum ESB fíklum að lesa þessa grein um barnaþrælkun í (barna)fataiðnaði áður en þau versla aftur í H&M. Vrði ykkur að góðu!

 http://www.scandasia.com/viewNews.php?news_id=2524&coun_code=ph

Þið hljótið jú öll að kunna reiprennandi ensku þar sem þið eruð að þvælast í Brusselráðinu 

anna (IP-tala skráð) 31.1.2012 kl. 16:05

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Og ekki var þverfótað fyrir Grikkjum á innkaupaferðum Bryndísar í Hennes Martöð í Brussel. Að þetta skuli vera raunveruleg frásögn er ógnvekjandi og afar þunglyndislegt.

Er þetta kannski sama fólkið og söng montsöngva fyrir utan glugga fólks í Danmörku þegar kaupa átti heiminn allan með háu gegni og lánasláttum úr bankakerfi Samfylkingarinnar. Wannabe athafnamenn oftast með hálm í heilastað og fór til Kína karlkerlingar á eyðslufyllerí án þess að eiga sjálft einn einasta túkall.

Þegar að fjármögnun kom, eftir að bygging loftkastalanna á barborðinu hafði verið rædd, þá þótti það bara "sjálgsagt" að bankinn "kæmi með fjármögnunina".

Alltaf varð maður jafn smeyk/hræddur og hræddist eðlilega mest að maður sjálfur væri orðinn svona gamaldags. En svo kom þetta hrun og þá stóð þetta fólk grenjandi og allsbert.

Nú vill að selja landið.

Gunnar Rögnvaldsson, 31.1.2012 kl. 17:41

4 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Það var búseta töluvert sunnar en Boston s.s. NY og dalurinn þar uppaf og líka  á Rhode Island en þar hafa fundist rúnasteinar sem gefa sterklega til kynna að þar hafi verið Íslendingar en ekki Normenn. Það hafa líka fundist rúnasteinar fyrir norðan Boston sem eru líklega frá 1402 og svo auðvita Kensington steininn í Minnesota sem er frá 1362 en þaðgað hafa líklega sótt Grænlendingar með hjálp íslendinga. Í dag þýðir ekkert fyrir íslensku fornleifa fræðinganna að segja að allt sé falsað í Ameríku.  

Valdimar Samúelsson, 31.1.2012 kl. 21:15

5 identicon

Ögmundur er fastur í verslunarleiðangri með Silvíu Nótt. Í leit að belgískum osti.

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 1.2.2012 kl. 07:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband