Evran er spurning um peningana eða lýðræðið

Þjóðverjar ætla að senda ,,sparkommissar" til Aþenu með næstu peningasendingu til gjaldþrota Grikklands. Kommissarinn á að sjá til þess að Grikkir einbeiti sér næstu 10-20 árin að því að endurgreiða þýskum skattgreiðendum lánin.

Evran hefur sýnt sig ónýtt tæki til að stuðla að jöfnuði og félagslegu réttlæti í álfunni. Nýnýlenduvæðing innan Evrópu af afleiðing evruntilraunarinnar. 

Spekingur eins og Guðmundur Andri Thorsson heldur enn að Evrópusambandið sé bræðralagsfélagsskapur þar sem betri lífskjör alþýðunnar sé algjört forgangsmál. Það hefur alveg farið framhjá Guðmundi Andra að atvinnuleysi í Suður-Evrópu er víða 15-25 prósent. Blóðugur niðurskurður á velferðarþjónustu og stórfelldar uppsagnir opinberra starfsmanna í evrulandi hefur heldur ekki borist til eyrna aðildarsinna á Íslandi.

Vinstrimenn á Íslandi vilja ólmir komast um borð Evru-Titanic.


mbl.is Þjóðverjar ógn við lýðræðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

manni dettur nú nazistarnir í hug núna. :)

gæti ekki ímyndað mér að það gæti verið gott að lifa undir stjórn þessara reglugerðarapa.

óþægilegasta stopp sem ég hef lent í á flugvelli, þýskaland.

allt bannað, þar á meðal hvíld á meðan beðið var eftir næsta flugi.

sveinn sigurður ólafsson (IP-tala skráð) 30.1.2012 kl. 07:06

2 identicon

ó já, og var testaður fyrir sprengiefni. tekinn til hliðar og skoðaður.

því ég er víst örlítið arabalegur órakaður (fékk malaríu, gat varla staðið)

og meðal annarra allir svertingjar sem ég hitti þar, lentu í hinu sama (lenti á spjalli við þá)

meira segja þessi sem virkaði eins og yngri útgáfa af bill cosby.

sveinn sigurður ólafsson (IP-tala skráð) 30.1.2012 kl. 07:09

3 identicon

lol, malaríuna fékk ég hinsvegar í frumskógi í austurlöndum fjær :) hugsa nú samt að væri þægilegra að lifa með móskítóflugum, heldur en þýsku regluverki. :)

(frábærir hönnuðir þó og smiðir, mega til dæmis alveg smíða hvert einasta fískabúr sem ég myndi kaupa mér.)

sveinn sigurður ólafsson (IP-tala skráð) 30.1.2012 kl. 07:13

4 identicon

Sæll.

Ég hef áður talað um, man ekki hvort það var hér eða annars staðar, að evran er Þjóðverjum lífsnauðsyn. Nú sjáum við hversu langt þeir eru tilbúnir að ganga til að halda í hana og verja sína hagsmuni. Ef evran fer fer allt í steik í Þýskalandi, þá mun útflutningur þeirra til annarra evru ríkja snarminnka með tilheyrandi samdrætti og atvinnueysi í Þýskalandi. Það vill Merkel auðvitað ekki.

Það er því nokkuð ljóst að Þjóðverjar eru tilbúnir til að ganga ansi langt til að verja evruna sína og það sjáum við hér.

Þeir sem styðja og verja ESB hafa ekki gripsvit eða skilning á stöðu mála þarna. Ég veit stundum ekki hvort ég á að hlæja eða gráta þegar þetta fólk lætur ljós sitt skína. Sjá menn virkilega ekkert athugavert við það að Frakkar og Þjóðverjar ákveði nánast allt þarna? Sjá menn ekki samhengið á milli evrunnar og slæmarar stöðu sumra landa þarna? Sjá menn ekki t.d. hve vel krónan hefur reynst ferðaþjónustunni hérlendis? Í grískri ferðaþjónustu er ekkert að gera vegna evrunnar, gengi hennar hentar engan veginn Grikkjum frekar en nokkrum öðrum þjóðum þarna. Ef svona á að fara með Grikki hvað verður þá um Portúgal, Ítalíu, Spán og jafnvel Írland? Eiga þessi lönd líka að missa sjálfstæðið vegna evrunnar?

Einkageirinn er að dragast saman innan ESB vegna þess hve illa er staðið að málum þarna. Fólk vill ekki eignast börn þarna því það treystir sér ekki til þess. Mikið atvinnuleysi er normið innan ESB. ESB er búið að reisa múra í kringum sig sjálft og gerir áætlanir líkt og Stalín gerði forðum - áætlanir sem standast engan veginn. Lýðræði er fótum troðið.

Evran er rót vanda margra ríkja þarna en einnig rót þeirrar hagsældar sem Þjóðverjar njóta. Það skýrir þeirra gjörðir og viðhorf.

Svo hefur heldur ekkert verið nefnt hvað gerist ef bankar, aðallega franskir, þurfa að afskrifa stóran hluta sinna lána til Grikklands eins og planið er að gera núna. Hvað kemur fyrir þá? Á ECB að prenta enn meira af peningum og lána þeim eða franskir skattgreiðendur? Af hverju fá bankar sem eru illa reknir ekki að fara á hausinn? Hver er munurinn á banka og t.d. hárgreiðslustofu?

Helgi (IP-tala skráð) 30.1.2012 kl. 11:13

5 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Mér finnst menn einfalda hlutina allt of mikið. Auðvitað ber öllum að sýna varkárni í fjármálum sínum fremur en kæruleysi.

Einkavæðing bankanna hér leiddi af sér hömlulausa léttúð og síðar hruns.

Þjóðverjar eru mjög vel agaðir í fjármálum og vilja hafa þessa hluti í góðu lagi. Við gætum tekið þá okkur til fyrirmyndar. Þegar einhverjir draga þá ályktun af þessum aga að hann sé ógnun við lýðræði eru í raun að snúa öllu við.

Guðjón Sigþór Jensson, 31.1.2012 kl. 11:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband