Pólitískt vændi og skop

Pólitískt vændi er að þingmaður selur atkvæði sitt og lætur sannfæringu sína lönd og leið. Siv Friðleifsdóttir er einarður stuðningsmaður ríkisstjórnarinnar í stórmálum eins og Icesave og ESB-aðild og eflaust fleiri smáum. Hún vill gera Framsóknarflokkinn að þriðja hjóli undir vagni Samfylkingar og Vinstri grænna.

Siv var kosin á þing fyrir Framsóknarflokkinn en virðist fyrst og fremst bera hagsmuni annarra flokka fyrir brjósti. 

Skop sem myndgerir pólitískt vændi í tilfelli Sivjar hvorki ber blak af vændi kvenna almennt né er utan marka þess sem viðgengst í skopmyndagerð.

Áfengi er rétt eins og vændi samfélagslegt böl og harmleikur fjölda fólks. Samt sem áður eru iðulega tilvísanir í Bakkus í skopmyndum.

 


mbl.is Gagnrýna skopmynd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Bjarni Ben er þá væntanlega Gígoló?

Jón Steinar Ragnarsson, 18.4.2011 kl. 09:24

2 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Það er eins og Nágrímur hefur svo oft sagt: "sannleikurinn er sár".

Siv setti fram verðmiða sinn og falbauð sig "Helferðarstjórninni". 

Óskar Guðmundsson, 18.4.2011 kl. 09:25

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Siv var talsmaður fyrir banni á vændiskaupum. Hún virðist ekki eins viðkvæm fyrir sölu.

En nú er kominn tími ritskoðunar á skopi. Kaíró norðursins?

Ragnhildur Kolka, 18.4.2011 kl. 09:37

4 identicon

Og hvar er þá að finna krækju á portkonuna?

Jón Logi (IP-tala skráð) 18.4.2011 kl. 09:43

5 identicon

Sæll Páll.

Sama hvað segja má um pólitík Sifjar sem mér hefur sjaldnast fundið koma mikið til. Sat á Þingi allan Halldórs tímann í góðu yfirlæti sem varð svo mest helför flokksins og kostaði hann nær lífið.

Þá finnst mér þessi teiknimynd í Mbl vera ærumeiðandi fyrir hana og svona rætinn húmor á ekki að viðgangast í íslenskum stjórnmálum.

Mér finnst að ritstjórn Mbl. ætti að biðja Sif Friðleifsdóttur auðmjúklega afsökunar á þessari sora mynd og einnig lesendur sína.

Þeir væru menn af meiru ef þeir gerðu það. 

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 18.4.2011 kl. 09:44

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Annars þurfa menn ekki að fara langt aftur til að sjá að öll hin pólitíska stétt hefur þetta skækjueðli svo hvers vegna taka Siv sem dæmi?

En Páll...nú vill Össur þjóðaratkvæði um kvótann eins og ég hafði sagt að myndi ske. Hver er mótleikurinn í þeirri stöðu?

Ég er með hann. Við skulum setja inn kröfu um að ESB umsóknin verði afturkölluð og láta það í atkvæði samhliða. Þá verður allavega möguleiki á því að forða þessu úr klóm ESB eins og markmiðið er, þegar öllu er á botninn hvolft.

Okkur var neitað um að fá að kjósa um þessa umsókn á sínum tíma en nú er lag að kippa því í liðinn. ESB sinnar kvarta mikið yfir því að þjóðinni skuli ekki treyst fyrir að kjósa um inngönguna, þó svo að niðurstaðan liggi fyrir. Þeir gleyma því þó að við vorum ekki spurð um það hvort við vildum leggja upp í þessa Bjarmalandsför.

Er ekki málið að byrja bara á byrjuninni. Kjósa um umsóknina og þá ættu allir að verða rosa happy campers?

Jón Steinar Ragnarsson, 18.4.2011 kl. 09:46

7 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Svona er Siv í pólitíkini.

Vilhjálmur Stefánsson, 18.4.2011 kl. 09:51

8 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Í stað þess að tapa öllu, þá ættu útgerðarmenn að verða bara sáttir við að fá aflamark eða sóknarmark. Taka upp Færeysku leiðina?

Þetta er bara skilgreiningarmunur þar sem sóknin byggir á mælikvarða tíma í stað magns.  Kannski verða sóknaragar tæplega settir sem veð, en þeir geta vissulega þjónað sem lánshæfismat. Ég tel þá málamiðlun ekki sársaukafulla.

Útgerðin verður að díla við sínar skuldir sjálf, en það er hugsanlegt að létta þeim það. Þessar skuldir urðu til fyrir kæruleysi, brask og óráðsíu og það er engin réttlæting fyrir því að beila þá út úr því. Því miður.

Það er annað hvort það eða Evrópusambandið. Þeirra er valið.

Jón Steinar Ragnarsson, 18.4.2011 kl. 09:53

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

"Pólitískt vændi er að þingmaður selur atkvæði sitt og lætur sannfæringu sína lönd og leið".

Hér á síðu virðast menn vita hver sannfæring Sivjar er, betur en hún sjálf.

Eru skoðanir síðuhafa hans eða eru þær keyptar? Er hann vændispenni?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 18.4.2011 kl. 10:53

10 identicon

Ég horfi á alla alþingismenn.. eða hér um bil, sem hórur og vesalinga sem ekkert geta nema það eitt að skafa spillingu undir rassinn á sjálfum sér.

Hver sá sem er tengdur/skráður meðlimur í þessum flokkum, hann/hún er líka hóra, stúpid hóra

doctore (IP-tala skráð) 18.4.2011 kl. 11:27

11 identicon

Þetta er kostulega heimskt upphlaup stjórnarliða.  Síðasta hálmstráið til að reyna að beina athyglinni af sér og sínum óhæfuverkum sem þola ekki dagsins ljós, frekar en pólitíst hórerí sem er orðið landlægt eins og það veraldlega og hvað þá akademíska eins og talsmenn háskólans sem fylgja verstu ríkisstjórn Íslandssögunnar að málum með ótrúlegustu uppákomum í fjölmiðlum eins og Icesave I, II og III sanna, sem og ESB farsinn. 

Bjarni Ben hefði alveg eins getað verið til sölu á samskonar táknrænan máta á grínmynd hvað varðar Icesave III glapræði hans.  Ætli vammlaust og heilagt vinstrasamfélagið hefði ekki líka farið á límingunum vegna þessa?  Jú örugglega, hann er á sama plani og Siv, orðin vildarvinur þeirra.  Vinstragengið hefði verið jafn áfjátt í að finna eitthvað til að beina athyglinni frá óhæfiverkum stjórnvalda, og lemja á Dabba vonda, áhrifamesta stjórnmálamanni þeirra nú sem fyrr. 

Jafnvel teikning af Davíð sem portkarl LÍÚ hefði kallað á samskonar heilaga hneikslan og viðbrögð misboðiðs vinstragengisins... Ekki satt ...???

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 18.4.2011 kl. 12:21

12 Smámynd: Skeggi Skaftason

Ef Siv er "einarður stuðningsmaður ríkisstjórnarinnar í stórmálum eins og Icesave og ESB-aðild og eflaust fleiri smáum" eins og síðuhöfundur segir, þá er hún einmitt ekki að "selja atkvæði sitt" og "láta sannfæringu sína lönd og leið", heldur er það rökrétt að hún vilji miklu frekar að stjórnin sitji áfram, heldur en að hér komist að afturhaldssöm pópúlísk and-ESB ríkisstjórn. 

Þannig að út frá politískri analýsu Páls er ádeilan einfaldlega ósanngjarnt skítkast, sem missir marks, fyrir utan svo hvort okkur finnist hún ósmekkleg eða ekki.

Skeggi Skaftason, 18.4.2011 kl. 13:05

13 identicon

Mikill meirihluti þjóðarinnar er semsagt  "afturhaldssamur pópúlískur and-ESB liðar".  

Á óumdeildur þjóðarviljinn ekki að ráða hjá skeggjuðum sem óskeggjuðum stjórnarliðum sem mælast með enn minna fylgi en hrunstjórn sjálfstæðis og baugsfylkingarinnar um árið þegar hún var hrakin frá völdum...???? 

Svona eins og mikill meirihluti þjóðarinnar ÁTTI EKKI að ráða í Icesave I, II og III ..????

Aftur á móti þvælist það illilega fyrir stjórnarliðum að stjórnmálamenn eru kosnir á sama hátt og flokkarnir vegna stefnuskrár flokkanna, því að það er óþekkt að í prófkjörum að stjórnmálamenn flaggi sínum eigin stefnuskrám sem á ekkert erindi með þeirri sem flokkurinn gegnir.  Svona ömurlegheit og td. komu í ljós með vinstri græna hluta baugsfylkingarinnar sem sviku öll loforð og stefnuskrá flokksins fyrir valdagræðgi, sem kostaði að heiðarlegir þingmenn þeirra gengu út, eins og hefur verið gagnrýnt af hörku af svikurum vg og þeirra stjórnendum baugsfylkingunni. 

Siv er dæmigerður eiginhagsmunarpotari og sótsvartur blettur á þinginu og góð ástæða þess að traust þjóðarinnar til þess nær ekki prósentutölu styrkleyka áfengismagns í ódýru léttvíni.

Það þarf að tryggja að hvorki hún né aðrir útbrunnir þingmenn fái nokkra stöðu á vegum þjóðarinnar erlendis sem innanlands.  Þjóðin skuldar þeim ekki neitt, heldur öfugt.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 18.4.2011 kl. 13:40

14 Smámynd: Skeggi Skaftason

Guðmundur 2. Gunnarsson spyr:

Á óumdeildur þjóðarviljinn ekki að ráða hjá skeggjuðum sem óskeggjuðum stjórnarliðum

Nei. Samkvæmt stjórnarskrá eiga þingmenn að fylgja sannfæringu sinni, en ekki einhverjum illa skilgreindum "þjóðarvilja"

Menn geta gagnrýnt Siv fyrir skoðanir hennar, stefnu og sannfæringu, en ekki fyrir að fylgja ekki sannfæringu sinni, þegar hún íhugar að styðja stjórn sem er að mörgu leyti fylgjandi hennar sannfæringu!

Það getur verið erfitt að rökræða við menn hér á moggabloggi, Sannir Íslendingar eru ekkert gefnir fyrir rökræður...

Skeggi Skaftason, 18.4.2011 kl. 13:59

15 Smámynd: Che

Öfgafemínistarnir í Framsókn vilja, eins og femínistar vilja yfirleitt, ritskoða og banna allt mögulegt. Í þessu tilfelli alla pólítíska ádeilu, sem beinist að þeim sjálfum. Greindarvísitalan hjá þessum femínistum í Framsókn hlýtur að vera mjög lág og í öfugu hlutfalli við skilningsleysið. Þess vegna er brýnt að útskýra málið fyrir þeim:

Skopteikningar sem eru pólítísk eða þjóðfélagsleg ádeila eru gefa alltaf ýkta, einfaldaða og hlutgerða mynd, bæði til að fá tilætluð áhrif og vegna þess að sumt er ekki hægt að teikna. T.d. er í skopteikningum hér á landi oft Jóhanna og Steingrímur teiknuð sem skipreka í árabáti sem er að sökkva. Femínistarnir ættu þá ekki að vera gripnir af paník, horfa til hafs og kalla á björgunarsveitirnar, því að sú mynd þýðir að ríkisstjórnin hefur klúðrað einhverju máli (enn einu sinni) og er að róa lífróður, þ.e.a.s. reynir að halda sér við völd.

Mynd Helga Sigurðssonar sýnir Siv sem vændiskonu (og Steingrím sem lúxuskomma) vegna þess að hún (eins og sumir aðrir á þingi) seldi atkvæði sitt ríkisstjórninni pólítískt og það er kallað pólítískt vændi. Helgi er ekki að halda því fram að Siv sé að selja líkama sinn niðri í Hafnarstræti. Á sama hátt, ef það birtist skopmynd af Bjarna Ben í fréttablaðinu sem gígóló, eins og einhver nefndi, þá væri teiknarinn (Halldór) ekki að fullyrða, að Bjarni fari á milli ríkra, einmana millistéttarfrúa og fái borgað fyrir kynlífsþjónustu. Allt hugsandi fólk mundi vita að ádeilan kæmi til vegna þess að Bjarni studdi ríkisstjórnina í IceSave-málinu gegn niðurfellingu 8. greinarinnar, sem einnig er pólítískt vændi. En ekki held ég að sjálfstæðisfélögin myndu heimta afsökun frá teiknaranum, því að það væri einfaldlega heimska sem einungis er öfgafemínistum eða nýnazistum sæmandi.

Annars vil ég nefna að pólítíska ádeilan (Gula pressan) sem birtist daglega í málgagni femínistanna, DV, er svo rætin gagnvart þeim sem höfnuðu IceSlaveIII, að engu tali tekur. En eins og öll pólítísk ádeila (satíra), þá á hún rétt á sér sem slík og á ekki að ritskoða. Hitt er svo annað mál, að DV er sorablað vegna þeirrar blaðamennsku sem er stunduð þar, en það er allt önnur umræða og kemur pólískum ádeilum Henrýs Þórs ekkert við.

Þannig að ef Framsóknarkonur eða Femínistafélagið  vilja þagga niður í prentfrelsinu, þá er um að gera að fara í meiðyrðamál, sem svo yrði vísað frá dómi. Með því að æsa sig upp yfir þessu, þá hafa þessar framsóknarkonur (og náhirð Reynis Traustasonar) skotið sig sjálfar í fótinn, því að margir vissu ekkert af þessari skopmynd fyrr en þær vöktu athygli á henni.

Það fólk sem á annað borð fer út í pólítík, verður að sætta sig við gagnrýni, annars á það að hætta. Svo einfalt er það. Að vera hörundsár yfir allt og öllu er að vera einskisnýt(ur) stjórnmálamaður/kona.

Að lokum vil ég nefna, að pólítískar ádeilumyndir (teikningar eða photoshoppaðar myndir) birtast oft í rússneskum miðlum af forsetanum Medvedyev og forsætisráðherranum Putin, sem mundu skapa pólítísk fárviðri á Íslandi. Þá er ég að tala um Putin teiknaðan sem Hitler eða leðurhommi, og Medvedyev sem kynferðisleikfang Putins. En það er bara hlegið að því þar eystra, það er tekið sem pólítískt grín. Þýðir það að:

  1. einræðisríkið Rússland sé frjálslyndara en Ísland?
  2. Rússar hafi betri kímnigáfu en Íslendingar?
  3. femínistar hafi engin völd þar líkt og á Íslandi?

Che, 18.4.2011 kl. 14:12

16 Smámynd: Skeggi Skaftason

Che segir:

... hún [Siv] (eins og sumir aðrir á þingi) seldi atkvæði sitt ríkisstjórninni pólítískt og það er kallað pólítískt vændi.

Geturðu útskýrt þetta? Hvernig "seldi" hún atkvæði sitt??

Skeggi Skaftason, 18.4.2011 kl. 14:37

17 Smámynd: Che

"Hvernig "seldi" hún atkvæði sitt??"

Það er ekki eðlilegt, að þingmenn/-konur í stjórnarandstöðu greiði atkvæði gegn vantrausti á ríkisstjórn. Eitthvað hefur Siv fengið í staðinn. Hvað það er, vitum ekki ennþá, en það mun koma í ljós. Enginn vissi í fyrstu hvað Bjarni Ben og sjallarnir fengu fyrir Icesave-atkvæði sín. Það voru uppi ýmsar getgátur í tvær vikur eða svo, áður en það rétta kom í ljós: Niðurfellingu 8. greinar samningsins. Við skulum sjá hvort Siv fái ráðherrastól í skiptum um leið og hún fer úr Framsókn yfir í Samfylkinguna. Það er ekki óhugsandi, en það eru líka aðrir möguleikar.

Hugtakið pólítískt vændi á einnig við óvæntan stuðning stjórnarandstöðuþingmanns við ríkisstjórn í því augnamiði að bjarga sínu eigin skinni. Sú staða kemur einnig til álita.

Skopmyndin sýnir Siv í Rauða hverfinu. Það hefði allt eins verið hægt í sambandi við vantrauststillöguna að hafa hóp pólítískra kynlífsþjóna á teikningunni myndinni, bæði Siv, Guðmund og Birgittu. Þau fyrrnefndu standa hugsanlega í biðröð eftir að komast í ESB-flokkinn.

Che, 18.4.2011 kl. 19:45

18 Smámynd: Skeggi Skaftason

Che:

Það er bara víst eðlilegt að stjórnarandstöðuþingmaður greiði atkvæði gegn vantrausti á ríkisstjórn (eða sitji hjá), ef þeir telja stjórnina skárri valkost, heldur en meirihlutann i stjórnarandstöðu.

Skeggi Skaftason, 18.4.2011 kl. 21:39

19 identicon

Þetta eru athyglisverðar kenningar sem Skeggi heldur á lofti, þar að segja ef hann er ekki í raun að reyna að halda úti útúrsnúningaþrasi ala stjórnarliða og blogglúðrarsveitarinnar kennda við baugsfylkinguna. 

Eðlilegt er að stjórnarandstöðuþingmaður gerist stjórnarþingmaður vegna þess að hann telur sig vita betur en þá þjóðin hverjir eiga að stjórna þó svo að traust til stjórnarinnar nær ekki einu sinni fylgi hunstjórnarinnar sem var hrakin frá völdum.  Siv er sem sagt að hindra að lýðræðið hafi sinn rétta og eðlilega gang, eins og stjórnarflokkarnir hafa ítrekað gert í Icesave I, II og III og ESB bjölluatið í Brussel. 

Siv er einn vonlausasti stjórnmálamaður sem setið hefur á þingi, og gangandi deæmi um pólitískta kerfissugu og pólitíska vændið sem þar grasserar, og kaus að hindra að þjóðin fengi að velja sér stjórn.  Það er hreint og klárt pólitískt sjálfsmorð og farið hefur fé betra.  Sjáum hvað gerist, hvort að tilgangurinn er að fá feitt embætti í boði baugsfylkingarinnar, eða einfaldlega reyna að tryggja sér laun eitthvað lengur, eins og þá þeir aðrir stjórnarþingmenn sem sátu hjá og tryggðu þar með ofbeldi núverandi stjórnvalda, jafnvel út kjörtímabilið.  Fólk sem á það sameiginlegt eiga ekki minnsta möguleika á endurkjöri.  Þingmenn eins og Siv eru örugglega ekki tilbúnir að segja sjálfum sér upp um mitt kjörtímabil með að fylgja pólitísku umboði sínu og velur eigin hagsmuni fram fyrir þjóðarhagsmuni og samþykkja sjálfsagt vantraust verstu stjórnar allra tíma. 

En slíkt ætti ekki að vera nokkrum stjórnarliðum sem verja eða þykjast ekki sjá pólitískt vændið ný uppgvötvun.  Sjáum hvað gerist í málefnum blessaðrar konunnar fyrr en síðar, og vonandi verða menn jafn sannfærðir um hversu "eðlileg" framganga hennar sem laumu stjórnarþingmaður og svik við kjósendurnar eru.  -  Spyrjum að leikslokum. 

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 18.4.2011 kl. 23:09

20 Smámynd: Skeggi Skaftason

Við kusum til Alþingis í mars 2009. Það eru tvö ár síðan. Er það nú orðinn heilagur réttur "sannra Íslendinga" að fá að kjósa til Alþingis á hverju ári eða... ?

Er ekki nóg að hafa mætt á kjörstað fimm sinnum frá hruni? Og er það nú ekki stjórninni að kenna, heldur ástmögnum ykkar sannÍslendinganna, Ólafur Grímsson á Álftanesi.

Skeggi Skaftason, 18.4.2011 kl. 23:48

21 Smámynd: Che

"Og er það nú ekki stjórninni að kenna, heldur ástmögnum ykkar sannÍslendinganna, Ólafur Grímsson á Álftanesi."

Þú meinar "... að þakka, ". Það er ÓRG að þakka, að þjóðin fékk tvisvar neitunarvald í IceSave-málinu. Mundu það, Skeggi.

Varðandi þingkosningar, þá er yfirleitt ekki þörf á því að kjósa nema á 4ra ára fresti. Hins vegar, þegar ríkisstjórn er eins hörmulega vonlaus og helstjórn Jóhönnu, þá verður næstum allt annað betra. Ríkisstjórn sem tekur við stjórnartaumunum frá ríkisstjórn sem lét allt sigla í strand og olli næstum þjóðargjaldþroti, þurfti ekki að gera mikið til að verða betri en sú síðasta. En hún hefur ekkert gert rétt. Ekkert. Í tvö ár. Sjö blautar borðtuskur í ráðherrastólunum yrðu betri ríkisstjórn en stjórn Jóhönnu.

Vandamál Íslendinga er það, að á Alþingi stendur valið á milli pestar og kóleru. Bezta úrræðið væri, þegar næstu þingkosningar eru yfirstaðnar, hvenær sem þær verða, þá skipi forsetinn utanþingsstjórn, því að það breytist afskaplega lítið á Alþingi, það koma bara sömu liðleskjurnar eina ferðina enn og fylla sætin. Kosturinn við utanþingsstjórn með hæfu fólki með báðar fætur á jörðinni er að tímanum er ekki eytt í alls konar óþarfa og kjaftæði, heldur munu verkin tala.

Það bjóst enginn við, að vantrauststillagan yrði samþykkt, en það mátti reyna á það eftir raðklúður quislingastjórnarinnar. Atkvæðagreiðslan sýndi hve stjórnin stendur tæpt. Næst ...

Che, 19.4.2011 kl. 00:53

22 Smámynd: Skeggi Skaftason

af hverju býður þú ekki fram til Alþingis, Che ??  Eða lætur þú nægja að hendja eggjum í þinghúsið?

... hún hefur ekkert gert rétt. Ekkert. Í tvö ár.

dæmigert órökstutt moggabloggsblaður.

Skeggi Skaftason, 19.4.2011 kl. 11:26

23 Smámynd: Che

"af hverju býður þú ekki fram til Alþingis, Che ??"

Ég hélt að þú myndir aldrei spyrja. Ég var eiginlega að bíða eftir þessari spurningu. En mér er ljúft og skylt að svara þessu: Það geta ekki allir farið í framboð, einhver verður að vinna alvöru vinnu svo að þjóðarbúið fari ekki í þrot, jafnvel þótt ríkisstjórnin geri allt sem í hennar valdi stendur að setja þjóðina á hausinn.

Ég er fjölskyldumaður, starfa í framleiðslufyrirtæki og hef gert í mörg ár, enda vinn ég í minni sérgrein. En hef brennandi áhuga á þjóðfélagsmálum eins og svo margir aðrir. Ég greiði alla skatta án þess að mögla og er strangheiðarlegur. Ég legg mikinn metnað í allt sem ég geri og ætlast til að aðrir gera það sama, sérstaklega þá sem lifa á skattgreiðslum borgaranna og sem hafa gert pólítík að lifibrauði sínu.

En það er einmitt þar sem er pottur brotinn. Það eru allt of margir dugleysingjar og liðleskjur í opinbera kerfinu. Enginn starfsmetnaður neins staðar hjá þeim sem fá laun hjá hinu opinbera og halda að þeir/þær eigi ekkert að gera í staðinn, svo sem að gæta hagsmuna hins almenna borgara.

Og ekki falla í þá gryfju að halda, að bara af því að mér mislíkar strafshættir ríkisstjórnarinnar, að þá vilji ég Íhaldið og Afturhaldið aftur í stjórn. Íslendingar eiga við vanda að etja. Þeir sem eru í framboði til að stjórna landinu og semja lög er duglausasti hluti þjóðarinnar, sbr. síðustu athugasemd mína.

Che, 19.4.2011 kl. 12:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband