Forsetinn segir já Ísland - og meinar það

Ólafur Ragnar Grímsson forseti hvatti fólk til bjartsýni í ávarpi sínu á Íslenska þekkingardeginum í fyrradag. Hann rakti bölmóðinn um að hér væri allt á vonarvöl, krónan væri ónýt og efnahagslífið botnfrosið. Það væri svolítið sérkennilegt samt, sagði forsetinn, að þrátt fyrir þessa meintu vondu krónu og meintu slæmu hagstjórn síðustu hundrað árin, væri það tímabil þó mesta framfaratímabil sögunnar á Íslandi og enn væri Ísland í hópi þeirra ríkja þar sem lífskjör væru hvað best, þrátt fyrir afleiðingar bankahrunsins.

Forsetinn bað menn að hafa þetta huga og vera ekki stöðugt með þennan bölmóð sem væri til þess að telja kjark úr fólki, og gæti haft það í för með sér að ungt fólk færi úr landi frekar en að takast á við hlutina hér heima.

Fullveldi landsins og forræði eigin mála er forsenda fyrir málflutningi forsetans. Ráðherrar Samfylkingar gætu aldrei talað á sömu nótum vegna þess að þeir vilja að þjóðin segi sig til sveitar hjá Evrópusambandinu.

Endurreisn landsins getur ekki orðið með Samfylkingunni í ríkisstjórn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Kudos.  Einmitt kjarni málsins.  Hér eru erfiðleikarnir málaðir miklu myrkari litum en raun er til þess að breiða yfir getuleysi og hulin markmið landsöluliðsins.  "Þetta er svo rosalega erfitt", eins og Jóka og Steini klifa á. " Þessvegna erum við að vinna svo frábært og vanþakklátt starf."  Hogwash & bullshit Inc.

Jón Steinar Ragnarsson, 26.2.2011 kl. 15:52

2 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Hefðu Jóhanna og Steingrímur leyft frjálsar handfæraveiðar fyrir tveimur árum,

væri byggða, fátæktar og atvinnuvandi Íslendinga horfinn.

Viljinn er það sem vantar!

Aðalsteinn Agnarsson, 26.2.2011 kl. 17:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband