Ekki eitt ESB-orð hjá Jóhönnu

Áramótaávarp forsætisráðherrar geymdi ekki eina tilvísun í aðildarumsókn Íslands til Evrópusambandsins og aðlögunarviðræðurnar sem standa yfir. Þögn Jóhönnu segir meira en allar blaðagreinar Össurar utanríkis allt liðið ár þar sem hann tefldi fram mörgum manninum sem taldi að Ísland ætti að ganga í Evrópusambandið - og allir voru mennirnir útlenskir.

Kærar þakkir Jóhanna, næsta skref er að draga umsóknina tilbaka. Þá getum við farið að tala saman.


mbl.is Uppbygging og vöxtur framundan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Nú er að halda til haga perlunum sem blaðamaðurinn kastar fyrir svínin....

hilmar jónsson, 1.1.2011 kl. 01:41

2 identicon

Páll Vilhjálmsson, þú ert sá eini sem þarft að ljúga til um ESB !!!

Segðu fólki frá því hver þín tengsl eru við LÍÚ mafíuna og eigendafélag bænda??

Þú ert sá eini sem þarft að skýra eitthvað, þetta þarftu að silja !!!!!!!!!!!

JR (IP-tala skráð) 1.1.2011 kl. 04:24

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Gleðilegt ár Páll! Ég hlýddi ekki á ræðu forsætisráðherra , en sé hér að hún minntist ekki orði á aðildarumsókn Íslands að Esb.   Hún veit vel hver vilji þjóðarinnar var,þegar hún rauk til að sækja um aðild,sennilega í taumlausri gleði yfir að hafa tælt Steingrím ,af öllum mönnum ,til fylgilags við Sf. hjartans máli.  Pæli í því afhverju hún nefnir ekki umsóknina,vitandi að það hangir yfir okkur og er mál málanna, ásamt Æseif.>>>> Tillitsemi?hræðsla?Bara nennir því ekki,eða það sem líklegast er, það tekur svo mikið neikvætt pláss í áramótaræðu,forsætisráðherra,eiðileggur stundina,sem ætluð er að vera HÁTÍÐARÆÐA.

Helga Kristjánsdóttir, 1.1.2011 kl. 04:35

4 identicon

Jóhanna er ekki leiðtogi frá náttúrunnar hendi og hefur hætt sér inn á svæði sem hún á ekki heima á. Hún er of leiðitöm, og áhrifagjörn og of hégómleg, (hún roðnar þegar sumar fréttakonur skjalla hana!,) til að geta hagað sér eins og leiðtogi. Leiðtogi er klettur sem stendur óhaggaður af lasti, en sérstaklega af lofi, óvinum, en sérstaklega vinum. Jóhanna hefur ekki þennan innri styrk og þennan innri frið sem einkennir sannan leiðtoga, heldur er hún sem rekald er hrekst í vindi. Það versta af öllu er að Jóhanna stjórnast af ótta, en það á hún sameiginlegt með Steingrími og fleirum. Þess konar fólki lýsir einn af stofnfeðrum Bandaríkjanna, upplýstur maður, með orðunum "Those who are willing to give up essential liberty, to find a bit of temporary safety, deserve neither and will lose both." Og ef aðeins þjóðin hefði treyst þessu fólki meir, tekið þau trúanlegar, gefið þeim meira "tækifæri" og sýnt minni mótstöðu, þá hefðum við verið óverðug að sjálfstæði okkar og frelsi og hefðum þegar glatað báðu, því ótti sem kallar á smá ímyndað öryggi sama hvað stýrir Jóhönnu og Steingrími og það var óttinn sem hrakti þau til að vera með endalausan áróður fyrir Icesave I, neita að skoða aðra möguleika, reyna að telja þjóðinni hughvarf að mæta á kjörstað (, skammarleg hegðun sem var móðgun við lýðræðið og þjóðina alla), og spá dómsdegi, eldi og brennisteini ef við beygðum okkur ekki strax undir svipu gömlu heimsveldanna sem nú herja á okkur, og hafa þegar knésett hálfa Afríku í eilíft skuldafangelsi og hindra með því alla uppbyggingu, því lítið sem ekkert er afgangs eftir skuldir...og þá skapast neyðarástand sem þessar sömu þjóðir hafa nýtt sér til að sölsa undir sig allar helstu auðlindir Afríku og allra fátækra, skuldsettra þjóða í heiminum..Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er nútíma arftaki  (Átak Bono og fleiri MAKE POVERTY HISTORY er enn í gangi, kynnið ykkur það! Að samþykkkja EKKI Icesave er innlegg í þá baráttu, því það hjálpar hrjáðustu þjóðum heims með að setja nýtt fordæmi um lausn úr skuldavanda og mun hafa afdrifarík áhrif á alþjóðalöggjöf.......horfið fram í tíman! Þá mun allur heimurinn elska Ísland fyrir staðfestu sína!)

Helsta einkenni alvöru leiðtoga er ÓTTALEYSI. Hann lætur ekki hræða sig til að taka ákvarðanir byggðar á stund og stað og hvað þá grýlum og blekkingum og blindþokum og ryki sem aðrir þyrla upp og slá í augu hans, eins og er raunin með Jóhönnu og AGS, ESB etc hvers hvert einasta orð hún tekur jafn trúanlega og leiguliðinn í gamla daga, hræddur um að vera annars brenndur á báli, orð biskups og kóngs, því hún er að eðlisfari þræll, og Steingrímur líka, og því vanvirða þau frelsi annars fólk og traðka í svaðið, þó réttur hvers manns, meðfæddur sé frelsið.

Það er HÆTTULEGT að hafa "leiðtoga" sem ekki búa yfir réttum eiginleikum.

Ef við losnum okkur ekki mjög fljótt við þetta fólk, þá fara þau að verða agressívari heltekin af ótta sem þau eru, og munu hoppa á fyrsta tilboð um að selja íslensku þjóðina. Þetta er bara þeirra eðli, þau eru ekki merkilegri eða betri manneskjur en það, þau eru í ánauð og fjötrum blekkinga og sjúklegrar hræðslu sem lætur þau taka rangar ákvarðanir og fékk þau nánast til að tortýma þjóðinni.

Ísland er kúgað af gömlu heimsveldunum og þarf nýja leiðtoga fyrir nýja tíma. Leiðtoga sem eru óttalausir að standa uppi í hárinu á þeim sem fara með völd í heiminum og breyta þannig gangi sögunnar. Ísland sem hefur verið hlunnfarið af sömu öflum og Indland, verðandi miðstöð heimsins, þarf mann sem er alvöru leiðtogi, hugrakkur, samkvæmur sjálfum sér og haggast ekki frekar en klettur hvað sem líður hótunum og hræðsluáróðri, mann eins og Ghandi.

Jóhanna og Steingrímur eru eins fjarri Ghandi og komist verður. Þau minna frekar á gyðingana í útrýmingarbúðunum sem fengu örlítið betri meðferð (hærra kaup etc) í skiptum fyrir að fara illa með sína eigin samlanda og urða lík þeirra. Mér þykir það leitt en svona fólk er ekki hægt að bera saman við neitt annað. Þau eru heiglar og svikarar. Fyrirgefum þeim, eyðum ekki orku í að hata þau, en finnum þessu sálsjúka og fárveika fólki með sinn sjúklega Stockholms syndrome, sem laug því hér Íslandi bæri "siðferðileg skylda"  til að borga Icesave I (og Afríkönunum þá til að svelta undan skuldafangelsi gömlu nýlenduherranna samkvæmt sömu rökum og sömu lífssýn!), á að finna störf við hæfi, þar sem þeirra góðu eiginleikar, sem vonandi eru einhverjir nýtast, án þess þau geti skaðað aðra með valdi, því vald eiga áhrifagjarnir heiglar aldrei að fá í hendur. 

XXX (IP-tala skráð) 1.1.2011 kl. 08:20

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Já það er merkilegt að þetta rlagamál skuli vera svona mikið tabú að forsætisráðherra hættir sér ekki að nefna það í áramótaávarpi. Einnig var þögn hennar um lið 7 í verkefnarekistri stjórnlagaþings jafn furðuleg, en hún nefnir yfirleytt öll önnur ariði á þeim lista en kvöðina um afsal fullveldis.

Hún var fyrst og fremst að leita einhverrar persónulegrar vorkunnar þarna af því að þetta er allt svo erfitt.  Ég hló þegar hún taldi upp árángur þann, sem hún taldi sig hafa haft á árinu. Þvílík öfugmælavísa. Ég var ekki viss um hvort áramótaskaupið væri byrjað, svei mér þá.

Hún kallað i líka á sátt á þinginu, en það þýðir að allir eigi að beygja sig undir þvermóðsku hennar og þráhyggju í Evrópusambands og glóbalistablætinu.

Hún er án efa stærsta ógnin, sem að þessu landi steðjar, og forgangsefni að koma henni frá með öllum tiltækum ráðum.

Jón Steinar Ragnarsson, 1.1.2011 kl. 08:36

6 Smámynd: Oddur Ólafsson

Mikið er dásamleg langlokan hér að ofan frá einhverju sem kallar sig XXX og verður tíðrætt um leiðtogahæfileika og óttaleysi.

Sér enginn kaldhæðnina í því að gagnrýna aðra um kjarkleysi en kvitta svo undir "XXX"?

Oddur Ólafsson, 1.1.2011 kl. 09:30

7 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Gleðilegt ár Páll. Sé þú ætlar að byrja árið af krafti.

Mæður og börn voru Jóhönnu hugleikin í þessu ávarpi. Mæðurnar sem eru að sligast undan skattpíningu ríkisstjórnarinnar og börnin sem munu þurfa að greiða lánin sem ríkisstjórn Jóhönnu og Steingríms hleður nú upp fyrir framtíðina. AGS lánin, Norðurlanda greiðasemin og öll hin.

Ragnhildur Kolka, 1.1.2011 kl. 10:58

8 identicon

Tek undir með Jóni Steinari hér að ofan. "Hún kallaði á sátt í þinginu"

Hvað skyldi það nú þýða á Jóhönnu máli og ESB-Samfylkingarinnar ?

Hún sjálf sem hefur verið með sífelldar hótanir og yfirgang við þingheim, ef hann fylgdi ekki henni í blindni !

Það verður auðvitað ALDREI nein sátt á þinginu, hvað þá meðal þjóðarinnar með þessa hörmungar ESB umsókn hangandi yfir þjóðinni !

Ef Jóhanna skilur það ekki, þá á hún að víkja tafarlaust !

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 1.1.2011 kl. 11:12

9 identicon

Oddur, svona gagnrýni á „XXX“ er ómakleg, því ekki þurfa menn endilega að vera kjarkmiklir eða miklar hetjur til þess að átta sig á eðli mannskepnunnar.

Hitt er þó annað mál að ég tel að sannir leiðtogar eigi ekki að vera með öllu óttalausir. Hinsvegar þurfa þeir að kunna að hemja óttann og taka á öllum hættum sem vara lengur en örfáar sekúndur með kaldri skynsemi en ekki tilfinningasemi.

Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 1.1.2011 kl. 13:25

10 Smámynd: Þór Ómar Jónsson

gott fólk, ég er alfarið á móti aðild að esb en fæ ekki skilið af hverju páll gerir það að umtalsefni að forsætisráðherra nefni þennan málaflokk í ræðu sinni :-). málið er komið af stað og hún hefur það í hendi sér enn sem komið er og kærir sig ekki um neina umræðu varðandi aðildarumsókn, kærir sig heldur ekki um umræður um stjórnlagaþing og það mun aldrei ríkja sátt á alþingi íslendinga, aldrei! ræða jóhönnu er innantóm, punktur. en við sem hér skrifum megum ekki halda vitleysunni áfram með útúrsnúningum og bulli. xxx kemur sterk (ur) inn líkt og reyndur stjórnmálamaður og afvegaleiðir umræðuna. ég treysti hinsvegar á baldur að halda utan um perlurnar og skýra frá gangi mála. og svo að lokum, páll! ég myndi ræða við jóhönnu hvar og hvenær sem er um allt milli himins og jarðar burtséð frá aðildarumskókninni :-). mín von er sú að íslendingar fái sem allra fyrst að greiða um það atkvæði hvort við óskum eftir aðild eður ei! 

nokkrir gullmolar úr ræðu forsætisráðherra

"Árið sem nú er að líða verður okkur lengi minnisstætt fyrir margra hluta sakir."

"Á þessum degi fyrir einu ári hvatti ég til þess að við gerðum árið 2010 að ári uppgjörs, réttlætis og sátta og ég tel að okkur hafi auðnast að stíga slík skref á árinu."

"Árið 2010 var að ýmsu leyti sérstakt."

 lifið heil, lengi!

Þór Ómar Jónsson, 1.1.2011 kl. 15:38

11 Smámynd: Elle_

Oddur, nei, mér finnst ekkert rangt við það sem XXX skrifaði og ekki heldur undirskriftin.  Hef aldrei skilið kröfuna um að fólk skrifi endilega undir nafni undir blogg, hvað þá undir fullu nafni.  Ekkert óheiðarlegt eða ólöglegt við að vilja ekki skrifa undir nafni um gríðarlega erfið mál.  Og ég segi bara ÁFRAM XXX.  Og tek undir með Jóni Steinari 100%. 

Elle_, 1.1.2011 kl. 23:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband