Aðlögunar-afneitun Fréttablaðsins

Fréttablaðið birti í dag heilsíðufréttaskýringu um Ísland og Evrópusambandið sem var sniðin fyrir aðildarsinna enda birta þeir fréttskýringuna á blogginu sínu. Annað tveggja er blaðamaðurinn sem skrifar fréttaskýringuna handónýtur fagmaður eða þjálfaður til að ljúga. Hann sér ekki og veit ekki það sem Evrópusambandið segir sjálft um að eina leiðin inn í sambandið er aðlögun.

Evrópusambandið býður ekki upp á óskuldbindandi viðræður, aðeins aðlögun sem felur í sér að umsóknarríki tekur jafnt og þétt upp lög og regluverk sambandsins, samtals 90 þúsund blaðsíður. Í útgáfu Evrópusambandsins segir ótvírætt hvað aðlögun felur í sér.

First, it is important to underline that the term “negotiation” can be misleading. Accession negotiations focus on the conditions and timing of the candidate’s adoption, implementation and application of EU rules – some 90,000 pages of them. And these rules (also known as “acquis”, French for “that which has been agreed”) are not negotiable. (bls. 9, annar dálkur).

Blaðamaður Fréttablaðsins er svo illa að sér að hann kemur ekki auga á einföldustu staðreyndir. Nema, auðvitað, ritstjóri blaðsins, Ólafur Stephensen, fyrrum formaður félags aðildarsinna, hafi sagt blaðamanni að skrifa í samræmi við þarfir Brussel.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Síðasta tilgátan er sennilega rétt. 

Ég held að þeir mættu nú skreppa út úr fílabeinsturninum annað slagið og fá sér ferskt loft.  Þessar staðreyndir um aðlögunarferlið er almenn vitneskja og hefur verið í margar vikur.  Ekki einu sinni trúðurinn Begmann reynir að halda öðru fram. 

Ég held að svona fréttaflutningur varði við lög.  Allavega er hann brot á siðaprótokolli blaðamannafélagsins.  En hvað leyfist ekki í "almannatengslum".

Jón Steinar Ragnarsson, 6.11.2010 kl. 23:39

2 identicon

,,..þjálfaður til að ljúga..."

 Páll Vilhjálmsson, margur heldur mig sig !!!

Ef það væri mælihvarði á sannleika um ESB , hvar værir þú á honum ?

JR (IP-tala skráð) 6.11.2010 kl. 23:41

3 identicon

Grein eftir undirritaðann ,,Lýðveldið Ísland og Evrópusambandið sem birtist í Morgunblaðinu  6.júni 2004      http://www.mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=802288&searchid=3a55a-0e0d-5ebbd

Baldvin Nielsen Reykjanebæ

B.N. (IP-tala skráð) 7.11.2010 kl. 00:03

4 identicon

Til upplýsingar fyrir lesendur er hér birt fréttatilkynning Íslands við upphaf aðildarviðræðna. Hún var birt í júní síðastliðnum.(Framkvæmdastjórinn er með samsæriskenningu á heilanum en hér verður það látið liggja á milli hluta.)

17.6.2010

Leiðtogaráð Evrópusambandsins samþykkti í dag að hefja viðræður við Ísland um aðild að sambandinu. Ákvörðunin kemur í framhaldi af jákvæðri niðurstöðu framkvæmdastjórnar ESB í áliti hennar um aðildarumsókn Íslands frá því í lok febrúar á þessu ári.

Í niðurstöðum leiðtogafundar ESB í dag kemur meðal annars skýrt fram að Ísland uppfylli hin pólitísku skilyrði aðildar sem sett voru fram í ályktun leiðtogaráðsins í Kaupmannahöfn árið 1993. Einnig kemur fram að viðræður muni miða að því með hvaða hætti Ísland taki upp regluverk Evrópusambandsins, uppfylli fyrirliggjandi skuldbindingar skv. ábendingum ESA og í samræmi við EES-samninginn, og bregðist við athugasemdum sem gerðar voru í áliti framkvæmdastjórnar ESB. Leiðtogaráðið fagnar staðfestu íslenskra stjórnvalda í því tilliti og tekur fram að viðræðuferlið muni byggjast á eigin verðleikum Íslands sem umsóknarríkis og að framvinda viðræðna fari eftir því hvernig Íslandi tekst að mæta þeim skilyrðum sem sett verða í samningsrammanum.

Með ákvörðun leiðtogaráðsins færist Ísland úr umsóknarferli yfir í viðræðuferli. ESB mun á næstu vikum vinna að samningsramma um skipulag fyrirhugaðra viðræðna sem öll aðildarríkin þurfa að samþykkja. Því næst fer fram ríkjaráðstefna þar sem Ísland og ESB munu formlega hleypa viðræðum af stokkunum.

Að henni lokinni hefst svokölluð rýnivinna þar sem löggjöf Íslands og löggjöf ESB verður borin saman í því skyni að finna út hvar ber á milli og hvað þarf að semja um. Þegar rýnivinnu er lokið, þegar líður á næsta ár, hefjast svo eiginlegar viðræður. Í samræmi við lýðræðislega ákvörðun meirihluta Alþingis um að fela ríkisstjórn að sækja um aðild að ESB, mun aðildarsamningur við ESB verða borinn undir íslensku þjóðina.

Samninganefnd Íslands mun halda áfram undirbúningi fyrirhugaðra aðildarviðræðna í nánu samráði við Alþingi og hina fjölmörgu hagsmunaðila og félagasamtök sem koma að umsóknarferlinu hér innanlands. Auk undirbúnings rýnivinnu mun samninganefndin og þeir 10 samningahópar sem starfa undir henni vinna að mótun samningsafstöðu Íslands í einstökum köflum. Þegar liggur fyrir að 22 af þeim 33 köflum Evrópulöggjafarinnar sem semja þarf um hafa þegar að mestu verið teknir upp í íslenska löggjöf í gegnum þátttökuna í Evrópska Efnahagssvæðinu.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 7.11.2010 kl. 02:09

5 identicon

Accession negotiations

First, it is important to underline that the term “negotiation”

can be misleading. Accession negotiations

focus on the conditions and timing of the

candidate’s adoption, implementation and application

of EU rules – some 90,000 pages of them.

And these rules (also known as “acquis”, French for

“that which has been agreed”) are not negotiable.

For candidates, it is essentially a matter of agreeing

on how and when to adopt and implement EU rules

and procedures. For the EU, it is important to obtain

guarantees on the date and effectiveness of each

candidate’s implementation of the rules.

Negotiations are conducted
individually with each

candidate, and the pace depends on each country’s

progress in meeting the requirements. Candidates

consequently have an incentive to implement necessary

reforms rapidly and effectively. Some of these

reforms require considerable and sometimes difficult

transformations of a country’s political and

economic structures. It is therefore important that

governments clearly and convincingly communicate

the reasons for these reforms to the citizens of the

country. Support from civil society is essential in

this process.

Accession negotiations take place between the EU

Member States and candidate countries. Negotiating

sessions are held at the level of ministers or deputies,

i.e. Permanent Representatives for the Member

States, and Ambassadors or Chief Negotiators for

the candidate countries.

To facilitate the negotiations, the whole body of EU

law is divided into
“chapters”, each corresponding

to a policy area. The first step in negotiations is

called
“screening”; its purpose is to identify areas

in need of alignment in the legislation, institutions

or practices of a candidate country.

As a basis for launching the actual, technical

negotiation process, the Commission establishes a

“screening report” for each chapter and each country.

These reports are submitted to the Council. It

is for the Commission to make a recommendation

on whether to open negotiations on a chapter, or

require that certain conditions (or
“benchmarks”)

should be met first.

The candidate country then submits a
negotiating

position. On the basis of a proposal by the

Commission, the Council adopts an EU common position

allowing opening of the negotiations

Once the EU agrees a common position on each

chapter of the acquis, and once the candidate accepts

the EU’s common position, negotiations on

that chapter are closed – but only provisionally. EU

accession negotiations operate on the principle that

“nothing is agreed until everything is agreed”, so

definitive closure of chapters occurs only at the end

of the entire negotiating process.

Hér að ofan má finna tilvitnunina sem framkvæmdastjórinn hefur birt reglulega um alllangt skeið. Hér er hún í samhengi. Eðlilegt er að lesa alla yfirlýsinguna hvort sem það er gert á ensku eða íslensku.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 7.11.2010 kl. 02:22

6 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Hrafn, hér er ekkert slitið úr samhengi. Það sem á eftir kemur útskýrir nánar upphafsmálsgreinina sem staðhæfir að aðlögun fer fram á meðan ferlinu stendur. Það er beinlínis sagt að sérhvert ríki sem er í aðlögunarferli hafi hag af því að innleiða sem hraðast lög og reglur til að komast sem fyrst inn.

Negotiations are conducted individually with each candidate, and the pace depends on each country’s progress in meeting the requirements. Candidates consequently have an incentive to implement necessary reforms rapidly and effectively

Páll Vilhjálmsson, 7.11.2010 kl. 09:19

7 identicon

Páll, ég hef hvergi talað um að eitthvað sé slitið úr samhengi. Stutt tilvísun þín er sýnd í efnislegu samhengi. Miklu eðlilegra er að gera grein fyrir því hvernig ESB líturá stækkunarferlið. Gera þarf grein fyrir málinu í heild sinni og á íslensku að sjálfsögðu. Aðlögunin sem þú talar gjarnan hefur að mestu leiti átt sér stað í gegnum upptöku tilskipana inní EES samninginn. 22 lagakaflar af 33 eru þegar í íslenskri löggjöf. Ef Ísland væri innan ESB hefðum við tækifæri til að hafa áhrif á þessa löggjöf. Við myndum auka fullveldi okkar. Margar þjóðir á undan okkur hafa komist að þessu.

Hrafn Arnarson (IP-tala skráð) 7.11.2010 kl. 10:47

8 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Ef við værum innan Evrópusambandsins færi vægi okkar, og þar með mörguleikar okkar á áhrifum, fyrst og fremst eftir íbúafjölda landsins (rúmlega 300.000 manns) samanborið við íbúafjölda annarra ríkja sambandsins en flest eru þau milljónaþjóðir. Heildaríbúafjöldi Evrópusambandsins er hátt í 500.00.000 manns.

Utan Evrópusambandsins (en með EES-samninginn) eru í gildi hér á landi um 5.000 lagagerðir (um 1.000 lög og um 4.000 reglugerðir). Heildarlöggjöf sambandsins er hins vegar hátt í 100.000 gerðir og þarf af á milli 20-30.000 tilskipanir, reglugerðir og ákvarðanir.

Innan Evrópusambandsins værum við Íslendingar undir nánast alla þessa löggjöf sambandsins settir (minnihluti hennar snýr aðeins að ákveðnum ríkjum þess) sem tæki í flestum tilfellum sjálfkrafa gildi hér á landi um leið og hún væri samþykkt í stofnunum þess og nær til nánast allra sviða ríkjanna.

Það er alveg ljóst að með inngöngu í Evrópusambandið værum við í bezta falli að fara úr öskunni í eldinn. Málflutningur Hrafns um meint aukið fullveldi innan sambandsins gengur þannig ekki upp og er því miklu frekar rökstuðningur fyrir því að segja EES-samningnum upp.

Hjörtur J. Guðmundsson, 8.11.2010 kl. 10:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband