Baksamningur stjórnvalda við erlenda kröfuhafa

Seðlabankastjóri og viðskiptaráðherra tóku djúpt í árinni þegar þeir sögðu bankakerfið fara á hliðina ef dómur Hæstaréttar um gengistryggingu lána yrði látinn standa. Í ljósi þess að ítarlegar upplýsingar um áhrif dómsins liggja ekki fyrir er tortryggilegt að seðlabankastjóri og viðskiptaráðherra skuli hrapa að sömu niðurstöðu jafn snemma og raun ber vitni.

Líkleg skýring er að baksamningar hafa verið gerðir við erlenda lánadrottna íslenskra fjármálastofnana að ríkið tæki á sig frekari áföll sem yrðu á eignasöfnum fjármálastofnana.

Samningar af þessum toga væru hluti af uppgjöri við erlenda lánadrottna gömlu bankanna. 

Það er aftur spurning hvort stjórnvöld hafi heimild til að gera slíka samninga án þess að bera þá undir alþingi.


mbl.is Almenningur fengi reikninginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Guðjónsson

Sennilega alveg rétt hjá þér.

Einar Guðjónsson, 24.6.2010 kl. 12:07

2 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Slíkir "baksamningar" fela í sér ríkisábyrgð og verða því að fá efnislega afgreiðslu, frá Alþingi. 

Kristinn Karl Brynjarsson, 24.6.2010 kl. 12:13

3 identicon

Þetta hljómar ekki ólíklegt.

Linda Jónsdóttir (IP-tala skráð) 24.6.2010 kl. 12:14

4 Smámynd: Kjartan Sigurgeirsson

Það er öllu alvarlegast þegar framkvæmdavald er að reyna að hafa áhrif á dómsvald með hótunum. Það skilur á milli réttarríkis og bananalýðveldis

Kjartan Sigurgeirsson, 24.6.2010 kl. 12:21

5 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Hér er dregin rökrétt ályktun á öllu þessu upphlaupi þessara manna.  Opinberar tölur Seðlabankans sýna að bankarnir standa þetta vel af sér.

Marinó G. Njálsson, 24.6.2010 kl. 12:30

6 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Þarna liggur eitthvað skítugt að baki. Eða hann gæti svosem líka verið svona ósanngjarn og úr tengslum. Magnað hvað þetta gerist hratt þegar menn komast á alþingi.

Rúnar Þór Þórarinsson, 24.6.2010 kl. 15:02

7 identicon

Samningurinn er við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn. Ekki kröfuhafana beint.

marat (IP-tala skráð) 24.6.2010 kl. 15:49

8 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Bæði Arion og Íslandsbanki hafa sent frá sér yfirlýsingar um að þeir séu í góðum málum þrátt fyrir Hæstaréttardóminn.

Viðskiptaráðherra og Seðlabankastjóri eru greinilega með hugann annars staðar. Spurning hvar?

Kolbrún Hilmars, 24.6.2010 kl. 16:14

9 Smámynd: Ægir Óskar Hallgrímsson

Stjórnmálastéttin og Seðlabankastjóri vinna gegn almenning í landinu...alveg sama hvernig árar.

Ægir Óskar Hallgrímsson, 24.6.2010 kl. 23:26

10 Smámynd: Fannar frá Rifi

þegar Lehman féll þá voru eignarsöfn bankans keypt á 89% afslætti. það fékkst bara 11% fyrir eignirnar því menn töldu að þetta væri rusl. getur verið að ríkið og SÍ hafi látið nýju bankanna kaupa upp eignarsöfn gömlu bankanna á alltof háu verði? talað er um að þau hafi verið keypt á 40% til 50% afslætti. getur verið að eignarsöfnin hafi verið þannig að helmingurinn var nánast enskis virði og hinn helmingurinn hefði átt að fara á hálfvirði? það hefði þá í raun átt að kaupa eignirnar á 75% til 80% afslætti? þá hefði verið hægt að afskrifa öll lán um helming strax eftirhrun? bankinn hefði samt átt helmingi meira heldur en hann keypti eignarsöfnin á.

Fannar frá Rifi, 24.6.2010 kl. 23:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband