ESB-milljarðar Samfylkingar og orðsporið

Umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu mun kosta um 6 - 7 milljarða króna. Samfylkingin er ein um að halda umsókninni til streitu þótt forsendubrestur hafi orðið með því að yfirgnæfandi meirihluti þjóðarinnar er mótfallinn aðild og ESB er í uppnámi vegna efnahagskreppu.

Þegar kemur að því að skera niður í opinberum rekstri verður spurt hvort sá niðurskurður væri nauðsynlegur ef umsóknin væri dregin tilbaka. 

Fyrir utan beinan kostnað af dauðadæmdri umsókn verður óbeinn kostnaður verulegur þegar það rennur upp fyrir Evrópusambandinu að það hafi verið haft að fífli. 

Bjölluat Samfylkingarinnar í Brussel verður skrifað á reikning íslensku þjóðarinnar.


mbl.is ESB efast um umsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Scumspillingunni virðist standa á sama um hvað þjóðinni finnst. Ekki ósvipað nokkrum bankamönnum þá er forystufólk flokksins tilbúið að kjöldraga þjóðina til að uppfylla eigin blautu drauma.

Þetta sama forystufólk hefur ítrekað orðið uppvíst að því að hafa enga þekkingu á því sem það tekur ákvarðanir um, ekkert samráð við hagsmunaaðila, enga skynsemi, hunsa ráðleggingar sérfræðinga og fylgja bara í blindni eigin geðþótta og útópískum hugmyndum um réttlæti og jöfnuð ...og á stefnir í að þau steypi allri þjóð sinni í glötun með hálfvitaskap og ofstæki.

Njörður (IP-tala skráð) 20.5.2010 kl. 10:11

2 identicon

Heyr heyr!

Baldur (IP-tala skráð) 20.5.2010 kl. 11:33

3 identicon

Sammála þetta bjölluat verður þjóðinni dýrkeypt vitleysa.

Tek líka undir með Nirð sem hér commenterar.

Það er eins og Samfylkingin (ESB Fylkingin) hafi misst allt jarðsamband eftir að þeir fengu þessa ESB draumsýn á heilann.

Þeir hafa engar skoðanir eða hugsjónir á málefnum líðandi stundar eða einu eða neinu, nema þessum eina ESB rétttrúnaði sem heltekið hefur þennan fyrrum flokk jafnaðarmanna. Helst að þeir hlaupi fram og aftur um sviðið eftir skoðanakönnunum, ja nema skoðanakönnunum um ESB því þær segja þeir að sé ekkert að marka. Þeir virðast því aðeins hlusta á það sem þeir vilja heyra. 

Þjóðin þeirra er ekki þjóðin þeirra nema hún sé sammála þeim.

Fyrrverandi leiðtogi þeirra hafði þetta að sýnu helsta baráttumáli, það er að segja okkur að við værum alls ekki þjóðin.

Þeir hafa af stakri trúmennsku við þá hrunkerlingu haldið sig við það plan síðan.

Þetta er nú að mestu leyti orðinn hinn versti skaðræðis flokkur lýðskrumara og tækifærissinna.

Þjóðhættulegur frelsi okkar og fullveldi og helsta verk íslenskra stjórnmála verður að einangra Samfylkinguna frá þjóðstjórninni næstu árin, til þess að hægt verði að sameina þjóðina að nýju og byggja upp nýtt og betra Ísland án ESB helsis.

Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 20.5.2010 kl. 11:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband