Græðgisforysta Sjálfstæðisflokksins

Varaformaður Sjálfstæðisflokksins, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, er ásamt eiginmanni skráð fyrir tæpri tveggja milljarða króna skuld. Þau hjónin fengu niðurfelldar skuldir hjá Kaupþingi kortér fyrir hrun. Varaformaðurinn stendur keikur og telur sér stætt í embætti.

Án efa mun varaformaðurinn skáka í því skjóli að menn eins og Illugi Gunnarsson situr pollrólegur á þingi fyrir flokkinn með Glitnissjóð 9 á bakinu og Guðlaugur Þór er jafnframt í þingliðinu þrátt fyrir að vera milligöngumaður um flokksmútur frá útrásarauðmönnum vegna REI-málsins.

Sjálfstæðisflokkurinn kemst ekki upp með moðreyk eftir útgáfu hrunskýrslunnar. Pólitískt blóð þarf að fljóta úr Valhöll.


mbl.is „Skynjuðu að dansinum var að ljúka“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Varaformaðurinn þyrfti nú að fara í endurmenntun á hjúskaparlögum, og já segja af sér tafarlaust. 

Formaðurinn ætti líka að segja af sér og einbeita sér að fjölskyldufyrirtæki, þar sem líklegt er að umboð hans sé ósvikið.

Ef flokkurinn þinn Páll, á sér einhverja viðreisnarvon, þá þurfa hreinsanir að fara að hefjast núna.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 13.4.2010 kl. 14:10

2 Smámynd: Björn Birgisson

Er líklegt að þingmennirnir sem hér eru nefndir kæmust klakklaust í gegn um prófkjör? Eða Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi þetta og hitt?

Björn Birgisson, 13.4.2010 kl. 14:16

3 identicon

Þorgerður er augljóslega búin að vera í pólitík.

Því fyrr sem hún horfist í augu við það því betra.

Formaðurinn þarf að knýja fram uppgjör í flokknum og hreinsanir.

Geri hann það ekki fellur hann sjálfur.  

karl (IP-tala skráð) 13.4.2010 kl. 15:52

4 identicon

BJÖRN.

Stuðningsmenn Samfylkingarinnar nýttu fyrsta færið sem gafst og kusu Björgvin á þing.

Er hann ekki fyrsti þingmaður sunnlendinga?

Hann var síðan gerður að þingflokksformanni.

Þetta fólk er algjörlega blint.

Rétt eins og stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins sem kusu Árna Johnsen til setu á þingi.

Það er einmitt þetta sem rænir mann allri von um breytingar.  

Karl (IP-tala skráð) 13.4.2010 kl. 15:54

5 Smámynd: Elle_

Og af hverju var Steinnunn Valdís Óskarsd., milljónaþegi Landsbankans, sett yfir þingnefnd til að fjalla um rannsóknarskýrsluna???  Hér er skrifað um það:

Er það nema von, að menn treysti ekki stjórnmálastéttinni?

 Og af hverju ætli sé endalaust verið að klína röngum flokki á Pál (comment no. 1 að ofan)? 

Elle_, 13.4.2010 kl. 19:19

6 identicon

Steinunn Valdís sem var í stól forseta á þingi í dag þáði það minnsta 15 milljónir í styrki frá auðmönnum á tveimur árum.

 Dagur B. þáði sex milljónir á einu ári.

Árni Páll 3-4 miljónr.

Sjá hér

http://www.hvitbok.vg/Profilar/Samfylkingin/SteinunnValdisFekkTaepar15Milljonir/

 Össur hagnaðist svo um tugi milljóna á braski með bankabréf sem hann komst yfir í krafti aðstöðu sinnar.

Sama gerði alþyðufrelsarinn og jafnaðarmaðurinn Árni Þór Sigurðsson.

Um þetta þegja fjölmiðlar.

Karl (IP-tala skráð) 13.4.2010 kl. 20:26

7 identicon

Rifja þarf upp Baugsmálið og fullyrðingar stjórnmálamanna nánast eingöngu úr samfylkingunni um að þar væri um að ræða ofsóknir lögrelglu gegn Baugi og Jóni Ásgeiri.

Þeir sem þessu héldu fram eru allir syrkþegar auðmanna.

Dagur B, Björgvin "ráðherra", Lúðvík Bergvinsson (fékk 750 milljónir "að láni"), Árni Páll sem nú er ráðherra eins ótrúlegt og það nú er, Steinunn Valdís.

Allt þetta fólk varði Jón Ásgeir og Baug eftir að hafa þegið peninga frá fyrirtækjum hans og vina hans.

Karl (IP-tala skráð) 13.4.2010 kl. 20:33

8 identicon

Gefum þeim viku til að átta sig á stöðu sinni,ef ekki verður þetta fólk búið að segja af sér að þá legg ég til að þjóðin arki niður á þing og hendi þessu pakki útúr húsi,(á einnig við Bjarna Ben)Þjóðarhreinsun á Alþingi er framundan.

Númi (IP-tala skráð) 13.4.2010 kl. 22:43

9 Smámynd: Finnur Hrafn Jónsson

Græðgisforysta Sjálfstæðisflokksins nýtur stuðnings nytsamra sakleysingja sem styðja hana í því að vilja áfram krónuna sem gjaldmiðil til að geta haldið áfram að hafa fé af almenningi í landinu í formi okurvaxta.

Einnig finnst þeim krónan hentug til að lækka laun almennings á einu bretti með gengisfellingu.

Finnur Hrafn Jónsson, 14.4.2010 kl. 00:52

10 Smámynd: Jenný Stefanía Jensdóttir

Ábyrgðarmaður comments nr 1 telur fullvíst að Páll sé í hjarta sínu Sjálfstæðismaður, ærlegur meira að segja, forvitnilegt væri að heyra  hvaða flokk comment nr 5 haldi að ábyrgðarmaður comments nr 1 sé að reyna að klína á Pál.

Jenný Stefanía Jensdóttir, 14.4.2010 kl. 03:42

11 Smámynd: Elle_

Já, þú ert að klína á hann Sjálfstæðisflokknum, þó hann sjálfur hafi oft sagt í þessari bloggsíðu að hann hafi ALDREI stutt þann flokk eða verið í honum.   Hann hlýtur að vita það best sjálfur. 

Elle_, 16.4.2010 kl. 13:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband