ESB-umsóknin klýfur ríkisstjórnina

Icesave er samningatæknilegt vandamál sem auðleyst er innanlands með samstöðu stjórnmálaflokka. Umsóknin um aðild Íslands að ESB er á hinn bóginn stórpólitískt mál þar sem um 70 prósent þjóðarinnar er á móti inngöngu samkvæmt ítrekuðum mælingum.

Með því að stilla Vinstri grænum upp við vegg eftir kosningarnar á liðnu ári og neita að ræða stjórnarmyndun nema Vinstri grænir samþykktu að sækja um aðild að ESB gróf Samfylkingin gröf stjórnarinnar áður en hún var mynduð.

Ef Jóhanna Sigurðardóttir meinar eitthvað með þeim orðum að ríkisstjórnin eigi að þétta raðirnar ætti hún að leggja fram þingsályktun í nafni stjórnarinnar um að draga umsóknina um aðild að ESB tilbaka.

Djarft útspil af þessum toga gæti komið ríkisstjórninni á beinu brautina.

 

 


mbl.is Ósamstaða VG veikir stjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Heyr,heyr.

Helga Kristjánsdóttir, 27.3.2010 kl. 15:11

2 Smámynd: Hamarinn

Heyr heyr.

Algerlega sammála.

Hamarinn, 27.3.2010 kl. 15:12

3 Smámynd: Rafn Gíslason

Páll ég er þér algjörlega sammála, Það er eina vonin til þess að þessi ríkisstjórn geti haldið áfram samstarfi sínu en ég græt það þó ekki ef svo verði ekki.

Rafn Gíslason, 27.3.2010 kl. 15:17

4 identicon

Við skulum þakka Samfylkingunni/Alþýðuflokknum fyrir að hafa svínbeygt Sjálfstæðisflokkinn á sínum tíma að gangast að því að innleiða handónýtt EEB. EEB kerfisruslið sem færði okkurn einkavæðingu banka, útrásargengið og  Icesave hörmungarnar, og vera minnug þess þegar ofbeldisþvinganir þeirra gegn VG eins og núna með ESB, Icesave og AGS.  Það er björt framtíð fyrir þjóðina ef Baugsfylkingin fær að hræra í kjötkötlunum sem lengst.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 27.3.2010 kl. 15:29

5 Smámynd: Gunnlaugur I.

Það þarf að koma Samfylkingunni frá völdum með öllum ráðum.

Þessi sértrúarsöfnuður hefur stórskaðað þjóðina og er versta skaðræðisafl íslenskra stjórnmála fyrr og síðar.

Þegar það er búið þarf að draga ESB umsóknina til baka sem hefur sundrað þessari þjóð meira en nokkuð annað mál á öllum lýðveldistímanum. 

Þá fyrst getur uppbyggingarstarfið hafist að alvöru.

Með þessa ESB umsókn hangandi yfir þjóðinn verður aldrei neitt traust eða nein sátt við þessa ríkisstjórn.

Gunnlaugur I., 27.3.2010 kl. 15:36

6 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ósætti innan ríkisstjórnar Sf og Vg var fyrirsjáanleg. Allar vinstristjórnir hafa sprungið, en sérstaða þessarar er að geta valdið óbætanlegu tjóni fyrir þjóðina áður en hún leysist upp í frumeindir sínar.

ESB umsóknin er olían sem kyndir undir eldunum.

Ragnhildur Kolka, 27.3.2010 kl. 16:00

7 identicon

Hvernig á fjórflokkurinn sem kom okkur ofan í hylinn að koma okkur upp úr honum? Það er sama hvaða flokkur tilheyra fjórflokknum er eða fer í ríkisstjórn þessu verður ekki bjargað því sérhagsmunirnir eru svo margir sem eiga ekkert eða lítið erindi fyrir almannaheil

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 27.3.2010 kl. 21:29

8 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Eftir lestur á ræðu Jóhönnu er ekki annað að sjá að staðið skuli fast á aðildarviðræðum. Með góðu eða illu.

Þessi ræða hennar er reyndar einn af síðustu, ef ekki síðasti naglinn í kistuna fyrir þessa stjórn. Frekjan og fyrirlitningin er þvílík. Ráðist á forsetann, samstarfsflokkinn, aðildarsamtök að stöðugleikasáttmálanum og þjóðina yfir höfuð.

Gunnar Heiðarsson, 27.3.2010 kl. 22:33

9 identicon

Nú hefur nornin lady Gaga rofið samstarfið og boðað til huns og verkfalla.

Svíst svíðingurinn enskis til aðp reyna að klína skít á alla aðra.

Gleymist þá að hún hefur setið lengst allra á þingi.....

Gleymist þá að hún kaus með kvótakerfinu....

Gleymist þá að hún er í fjórða flokki sínum.... (hinir hafa allir sprungið af spillingu)

Gleymist þá að hún er vel menntuð..... eða þannig...

Gleymist þá allt sem á undan er gengið. Ættu ekki allir að geta rifið upp fortíðarspegilinn og sagt "þarna var Jóhanna" allt er þetta henni að kenna???

Óskar (IP-tala skráð) 28.3.2010 kl. 11:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband