Þýsk niðursöllun á ESB-rökum

Vesalingarnir á Íslandi sem enn halda fram ágæti þess að landið gangi í Evrópusambandið fengu enn eina gusuna yfir sig í Spegli kvöldsins. Þar var sagt frá blaðamannafundi í þýska sendiráðinu með þingmönnum Bundestag sem næstu vikur fjalla um ESB-umsókn Íslands. Þýsku þingmennirnir eru ekki málpípur framkvæmdastjórnar ESB heldur tala þeir blátt áfram og segja hlutina eins og þeir eru.

Meðal þess sem kom fram er að Ísland mun greiða meira til Evrópusambandsins en það fær þaðan í formi styrkja, einfaldlega vegna þess að þrátt fyrir hrun eru Íslendingar ríkari en meðalmaðurinn í Evrópu. ESB mun sem sagt jafna íslensk lífskjör niður í evrópskt meðaltal.

Þingmennirnir sögðu að Ísland yrði að breyta sjávarútvegsstefnu sinni og hleypa útlendingum í útgerðina. Þá verðum við líkast til að hætta að veiða hvali.

Þýskir sögðust telja Ísland áhugavert vegna nálægðar við norðurslóðir en þar eru náttúruauðlindir og auk nýrra skipaleiða í fyrirsjáanlegri framtíð. Íslenskir aðildarsinnar hafa hingað til ekki mátt heyra á það minnst að ESB kynni að hafa áhuga á legu landsins.

Þjóðverjarnir munu án efa taka vel á móti okkur, það er af Samfylkingin fær nokkru ráðið.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bull er þetta í þér Páll. Það hefur alltaf legið ljóst fyrir að Íslendingar muni þurfa að borga meira til ESB en þeir fá. Ávinningurinn liggur heldur ekki þar, heldur í því að lækka vexti um 5% (kostnaðurinn af ísl. krónunni), lækka matvælaverð stórlega  etc.

Þá hefur það aldrei verið leyndarmál að hvalveiðum yrði að hætta. Það er líka atvinnugrein sem getur ekki staðið undir sér þannig að ekki sé ég eftir henni.

Loks hefur það alltaf legið fyrir að bannið við fjárfestingum útlendinga í sjávarútvegi getur ekki gengið. Það yrði sömuleiðis betra fyrir atvinnugreinina. Eina erlenda féð sem hún getur fengið núna er lánsfé, þar sem áhættan er öll íslensku fyrirtækjanna. Með hlutafjárútboði erlendis tækju fjárfestarnir á sig áhættuna.

Hins vegar er ljóst að það er ESB sem þarf að breyta sjálfri sjávarútvegsstefnuninni og ekki síst banna ríkisstyrki, því ekki dugir að hafa atvinnugreinina ríkisstyrkta sumstaðar meðan svo er ekki á Íslandi.

Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 11.3.2010 kl. 19:35

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Ómar, ég held að þú sért betur upplýstur og/eða hreinskilnari en vel flestir aðildarsinnar sem reynt hafa að selja okkur ESB sem peningalegan ávinning.

Fimm prósent rökin þín eru samt hálfsannleikur og verða ekki betri þótt þau komi frá Jóni Steinssyni. Ókosturinn við evrugengið, sem við ráðum ekkert við, getur hæglega numið tugum prósenta. 

Matvælaverðið er hér orðið ágætlega sambærilegt og í Norður-Evrópu, sbr. nýlega könnun Bændablaðsins.

Gott hjá þér að benda á að ESB breyti sjávarútvegsstefnunni. Eigum við ekki að tala næst um inngöngu þegar þeir eru búnir að leggja af ríkisstyrki í sjávarútvegi?

Páll Vilhjálmsson, 11.3.2010 kl. 20:12

3 identicon

Ætli spili ekki stóra rullu áhuginn á legu landsins og lögsögu áform Breta, Frakka, Þjóðverja, Spánverja, Ítala, Belga og Pólverja með Evrópuhers stórveldið, og fleiri aðildarríki eru farin að sýna áformunum mikinn áhuga.  Íslendingar verða örugglega fyrirtaks hermenn.

Dæmi um nýjustu áform eru frá Lissabon fundi EU í febrúar 2010:

In her interview with Bild, Mrs Merkel added: “In the EU itself, we have to come closer to creating a common European army. A European federal state won’t exist either in 50 years, we will keep the diversity of member states.”

http://en.wikipedia.org/wiki/Military_of_the_European_Union

http://www.swp.ie/index.php?page=683&dept=News&title=After+Lisbon-+Calls+for+an+EU+Army

http://euobserver.com/9/29426

http://www.dailymail.co.uk/news/article-1024630/France-plotting-create-Euro-Army.html

http://thetrumpet.com/index.php?q=5145.3405.0.0

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 11.3.2010 kl. 20:52

4 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Þjóðverjar eru sú þjóð í Evrópu sem er hvað vinveittust Íslandi. Þeir segja það sem augljóst er öllum nema þeim sem eru að selja okkur hugmyndina að ganga í ESB. Það er því skiljanlegt að Ómar missi sig örlítið vegna þessa.

Við erum ekki að fara að taka upp Evru á næstu árum þrátt fyrir að vilji væri til þess. Upptaka annarar myntar t.d. norsku krónunnar er mun líklegri kostur. Lækkun matarverðs er illa rökstudd kenning. Hins vegar er komin upp hreyfing hérlendis að gera Trabantinn að þjóðarbíl okkar og vera fyrst Evrópuþjóða til þess að taka upp stjórnmáalsamband við endurreist Austur Þýskaland náist það fram að ganga. Sendiherrann bíður í startholunum. Ómar mun að öllym líkindum styðja frekar slíkt samstarf en við ESB

Sigurður Þorsteinsson, 11.3.2010 kl. 20:54

5 identicon

Matvæla og dagvöruverð gætum við lækkað stórlega með að brjóta upp 60 - 70% einokun Baugsfeðga og Haga í boði Arion banka og Samfylkingarinnar.  Við þurfum ekki ESB til að bæta kjör þjóðarinnar stórkostlega í þeim efnum.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 11.3.2010 kl. 21:08

6 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Þegar Evrópusambandssinnar halda því fram að Evrópusambandið muni aðlagast Íslandi en ekki öfugt getur maður ekki annað en brosað yfir barnaskapnum :)

Hjörtur J. Guðmundsson, 11.3.2010 kl. 21:13

7 identicon

Húrra fyrir þjóðverjum,þeir tala tæpitungulaust

magnús steinar (IP-tala skráð) 11.3.2010 kl. 21:32

8 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Sammála síðasta kommenti. Þeir tala einsog það megi segja hlutina umbúðarlaust. Það er það sem ESB andstæðingum finnst svo ósmekklegt. Segja það að ESB sjái sér hag í að Ísland verði með. Mér finnst þeir standa uppréttir í skónum fyrir okkar hönd. Þeir halda að við séum merkilegri en Heimsýnarliðinu finnst að við séum.

Gísli Ingvarsson, 11.3.2010 kl. 21:43

9 identicon

Það heitir í netheimum tröll sem reyna að spilla umræðu eins og þessi Sigurður Þorsteinsson. Ég hef engan áhuga á umræðu sem byggir á ýkjum, hálfsannleik og útúrsnúningum og orðahengilshætti.

Auðvitað verðum við að horfa á hlutina raunhæft og hætta að slengja hlutum fram bara til að spilla umræðunni og drepa henni á dreif. Dæmi um það er villuljósið með norska krónu. Hvað ættum við að vilja með hana? Hún er aðeins stabílli en íslenska krónan en sveiflast eftir olíuhagsmunum Norðmanna og því stórgölluð fyrir okkur. Þar að auki er hún smámynt í alþjóðlegu samhengi og Norðmenn bera því auka kostnað af henni með hærri vöxtum en ella.

Evran sveiflast vissulega, en verðum við innanborðs munum við ekki verða vör við það, nema í viðskiptum út fyrir svæðið sem er hvort eð er litill hluti utanríkisviðskipta.

Lausnin á ágreining milli Íslands og ESB um sjávarútvegsstefnuna er að sjálfsögðu sú að ný ESB stefna verði sniðin, sem lagi sig að hagsmunum Íslendinga - ekki síst að allstaðar í Evrópu verði sjávarútvegur rekinn sem sjálfbær atvinnugrein og engin undantekning nema í þeim tilgangi að viðhalda menningarlegum verðmætum. Verði þetta raunin, getum við auðveldlega gengið í bandalag með ESB.

Það er hins vegar bara kjaftæði að það skipti einhverju máli hvar ákvörðun um leyfilegan hámarksafla er tekin. Ef það er gert vísindalega og þess alltaf gætt að ekki sé gengið á auðlindir þá er jafnvel betra að það sé gert eins langt í burtu frá hagsmunaaðilum og hægt er. Það er einmitt það sem LÍÚ óttast mest.

Ómar Harðarson (IP-tala skráð) 11.3.2010 kl. 21:46

10 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Hvaða bull er þetta Ómar. Ég setti fram gagnrýni á notkun á íslensku krónunni löngu fyrir hrun. Þá hafði verið í umræðunni að skipta yfir í Evru með þeim rökum að við ættum svo mikil viðskipti við löndin sem nota Evruna. Það eru ekki næg rök því að það er mikilvægara að skoða hreyfingu þessara gjaldmiðla í ljósi hreyfinga á gengi íslensku krónunnar. Sveiflurnar í efnahagslífinu hafa þannig áhrif. Þá kemur norska krónan mun betur út. Kostnaðurinn við norska krónu er óverulegur. Þessi samanburður hefur verið skoðaður i háskólasamfélaginu og reyndar komið fram áhugaverð tillaga, sem er að Írland, Skotland, Færeyjar, Grænland Noregur og Ísland hefðu sameiginlegt myntsvæði. 

Annars ber innleggið hjá þér vott um að þú ert að fjalla um málefni sem ekki er á þínu sérsviði og mótast því af  ýkjum, hálfsannleik og útúrsnúningum og orðahengilshætti eins og þú kýst að kalla það.

Sigurður Þorsteinsson, 11.3.2010 kl. 22:05

11 identicon

Af hverju er það svo hættulegt að athuga hverju við getum náð fram í samningum við ESB? Þeir sem rökstyðja með sjálfstæði þjóðarinnar eru þeir hinir sömu sem hafa bæði glutrað niður efnahagslegu sjálfstæði þjóðarinnar og komið okkur í skuldaánauðn.

Það eru væntanlega flestir sem sjá að íslenska krónan getur ekki um ævarandi framtíð verið okkar gjaldmiðill það þarf að leggja í alveg gríðarlega dýrkeypta baráttu til að halda henni uppi og smæð íslensk hagkerfis mun gera hennar gengi geysilega sveiflukennt. Núna ríkir falskt ástand með gengisfölsun/gengismúr sem er skýlt bak við gríðarlegan gjaldeyrissjóð en hann klárast á næsta ári og þá munum við sjá hina raunverulegu krónu hossast upp og mest niður.

Eini raunhæfi möguleikinn á gjaldmiðli ef við náum samningi við EBS er Evra við getum ekki einhliða tekið upp annan gjaldmiðil og smæð hagkerfis okkar er þannig að við erum væntanlega um 3% af því norska sem er raunar stærsta hagkerfi Norðurlanda með bæði Svía og Dana fyrir aftan sig og 2650 miljarða Nkróna á bók eða um 58.000 íslenska miljarða en það er nú önnur saga. Norska krónu fáum við ekki það er öruggt. Nema þá að flytjast til Noregs en það mun gerast í stórum stíl.

Gunnr (IP-tala skráð) 11.3.2010 kl. 22:12

12 identicon

@Sigurður Þorsteinsson

Þekki nokkuð vel Norðurlöndin ásamt Holland og Bretlandseyjar.

Það er öruggt að Norðmenn hafi engan áhuga á neinu myntsamstarfi við Írland eða önnur lönd. Annað hvort halda þessi lönd sínum gjalmiðli eða fara í €. Þegar rætt var um aðild Noregs að EBS var € aldrei inn í þeirri mynd, þeir höfðu nákvæmlega engan áhuga á €.

Íslensk hagkerfi er álíka spennandi eins og að fá flatlús inn á sig og þar er valið € eða íslensk króna og € er aðeins hægt með aðild að ESB að halda eitthvað annað er í raun gríðarleg

Gunnr (IP-tala skráð) 11.3.2010 kl. 22:41

13 identicon

Held að Björn Bjarna tækli ágætlega skilaboðin sem Stefan Füle, stækkunarstjóri Evrópusambandsins sendi stjórnvöldum þegar hann sat fyrir svörum á Evrópusambandsþinginu 8. mars.  Björn skrifar ma:

 "Ég staldraði við tvennt, þegar ég las útskriftina, hve almenn lýsing Füle var á væntanlegum áhrifum Íslands innan ESB. Hann minntist í því sambandi ekki einu orði á það, sem hér er oft mest hampað, að Íslendingar verði ráðandi við mótun sjávarútvegsstefnu ESB, enda vita allir í Brussel, að svo verður ekki. Athyglisvert er, að hann gerir þá kröfu til ríkisstjórnar Íslands, að hún taki upp markvissa baráttu fyrir ESB-aðild. Eins og allir vita leggur ríkisstjórnin málið þannig fyrir á heimamarkaði, að hún sé að kanna, hvað sé í ESB-pokanum. Síðan ætli hún að athuga næsta skref. Málum er alls ekki þannig háttað frá sjónarhóli ráðamanna í Brussel. Þeir telja ríkisstjórnina í liði með sér við að koma Íslandi í ESB. Þeir skilja einfaldlega ekki, að ríkisstjórn, sem sótt hefur um aðild, hafi ekki burði til eða berjast fyrir henni á heimavelli."

„Ég mun ganga úr skugga um, að starfsbræður okkar á Íslandi átti sig á því, að eftir lyktir þjóðaraatkvæðagreiðslumálsins [Icesave] væntum við þess af þeim, að þeir leggi sig fram um að auka stuðning við ESB-aðild, hið sama á við borgara landa okkar og ESB-löndin og stuðning þeirra við aðild Íslands.“

 http://www.bjorn.is/

Svo er það spurningin hvort að Össur og félagar noti eittvað af miljörðunum sem umsóknarferlið á að kosta, í að setja enn meiri hörku í að útbreiða þjóðinni fagnaðarerindið, og klóni og fjöldaframleiði Eirík Bergmann, til að styðja við þá sem þegar eru komnir í umferð?  Peningarnir ættu ekki að vera vandamál, í það minnsta.

Guðmundur 2. Gunnarsson (IP-tala skráð) 11.3.2010 kl. 22:42

14 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Heimssýn vill að Lýðveldið Ísland haldi áfram að vera Holding company fyrir Útgerðina og svo um alla framtíð. Kvótakerfið sé og verði óumbreytanlegt. Okkur á eftir að bregða í brún þegar kvótakóngarnir framselja fiskveiðiréttindin Spánverjum og Portugölum og flytja höfuðstöðvar peninga sinna til Luxemburg. Eftir mun Heimssýn sitja á sínum EES rassi og klóra sér forviða. Þetta átti aldrei að geta gerst. En ekki frekar en við einkavæðingu bankana getum við tryggt okkur eftirá fyrir kapítalistum sem vilja taka út gróðann fyrirfram. Þessir pilsfalda kapítalstar í íslenskri útgerð munu fljótt læra á styrkjakerfi ES og finnast Íslenska ríkið of smátt fyrir sinn hag og leggja það niður. Never trust an útgerðarmann. Gerum góða samninga við ES með hag almennings í huga fyrst og fremst.

Gísli Ingvarsson, 11.3.2010 kl. 22:53

15 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Gunnr. Það þekkja margir til Norðurlandanna. Það er alveg ljóst að á meðan systurflokkur Samfylkingarinnar er við völd í Noregi, munu þeir ekki bjóða upp á upptöku norsku krónunnar gegn eindregnum vilja Samfylkingarinnar. Norðmenn hafa hag af því að Ísland haldi sér utan ESB, og þó að þeim sé ljóst að við erum ekkert á leiðinni þangað inn er mikill vilji í Noregi að auka samstarfið við Ísland. Þegar aðeins meiri ró er komin á hér, með starfshæfri ríkisstjórn munu Norðmenn vilja ræða við okkur. Írar eru brenndir eftir Evruna og það á við um fleiri.

Stefan Füle hefur sennilega haldið allir starfskraftar ríkisstjórnarinnar hafi farið í það að sannfæra þjóðina að fella Icesavefrumvarpið, og þess vegna sé stuðningurinn við inngöngu kominn undir 30%. Það er hins vegar rangt, nú þegar spunameistarar Samfylkingarinnar munu snúa sér að ESB, mun þjóðin að öllum líkindum fella ESB samninginn með 94%.

Sigurður Þorsteinsson, 11.3.2010 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband