Framsókn er með formann en vantar foringja

RÚV valdi Framsóknarflokknum formann fyrir síðustu kosningar. Með aðstoð RÚV og valdaklíku í Framsókn sigraði Sigurður Ingi Sigmund Davíð.

En Sigurður Ingi er ekki foringi. Framsókn er dæmdur flokkur án foringja.

Eðlilega vilja framsóknarmenn sinn öflugasta mann sem formann. Spurningin er hver ræður ferðinni, klíkan eða almenni framsóknarmaðurinn.


mbl.is Vill kjósa um nýja forystu flokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB fórnar Írum vegna Brexit

Forsætisráðherra Breta, Theresa May, sækir umboð til þjóðarinnar vegna úrsagnar Breta úr Evrópusambandinu, Brexit. Og veitir ekki af. Evrópusambandið hyggst refsa Bretum fyrir úrsögnina og finnst allt til þess vinnandi, jafnvel að fórna hagsmunum Íra, sem eru ESB-ríki.

Írski hagfræðingurinn David McWilliams fer með almælt tíðindi þegar hann segir ESB ekki hafa efni á að bjóða Bretum sanngjarna útgönguskilmála. Sanngirni af hálfu ESB bæti þýtt að Bretar stæðu vel eftir úrsögn, sem ylli flótta úr sambandinu. Þar með væri sögu ESB lokið.

Harðir skilmálar gagnvart Bretum og knésetning efnahagskerfisis er óskaniðurstaða valdahafa í Brussel. Þannig yrði fælingarmátturinn mestur gagnvart öðrum ESB-ríkjum, sem íhuga úrsögn. 

En það kemur Írum illa að breska efnahagskerfið verði fyrir hnjaski. Mestur útflutningur íra fer til Bretlands. Krappa í Bretlandi þýðir kreppa á Írlandi. Hagsmunir Íra eru að Bretar fái sanngjarna skilamála.

Írar eru smáþjóð í Evrópusambandinu. Og hagsmunum smáþjóða er fórnað þegar stórveldið ESB á í hlut.


mbl.is Vaxandi forskot Íhaldsflokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ferðaþjónustan vill lakari lífskjör á Íslandi

Ferðaþjónustan biður um lægra gengi krónunnar og lakari lífskjör til að lokka fleiri erlenda ferðamenn til landsins. Almannatenglar á snærum ferðaþjónustunnar búa til fréttir um að eymd og volæði blasi við ef feraþjónustan borgar skatt eins og aðrar atvinnugreinar.

Ferðaþjónustan vill verða farþegi á breiðum bökum vinnandi fólks; fá lægra gengi og skattleysi.

Ekkert mark er takandi á væli feraþjónustunnar. Gengi krónunnar ræðst af framboði og eftirspurn og allir Íslendingar, bæði almenningur og fyrirtæki, verða að búa við sama gengið. Þá er út í hött að ferðaþjónustan borgi lægri skatt en aðrar atvinnugreinar. Atvinnugreinin nýtir sér innviði landsins og skal því borga til samneyslunnar eins og aðrir. Einngi hitt að lægri skattur á eina atvinnugrein er ávísun á offjárfestingu.

Í stað þess að fara fram með lygum og blekkingum væri ferðaþjónustunni nær að taka til í eigin húsi og gera atvinnugreinina ráðsetta en ekki hluta af neðanjarðarhagkerfinu.


mbl.is Taka Noreg fram yfir Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. maí 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband