Logi hótar forseta Snorratökum

Einlægasti aðdáandi tjáningarfrelsisins norðan Alpafjalla, Logi Einarsson formaður Samfylkingar, tekur upp á því í eintali á Facebook að skipa forseta lýðveldisins til verka.

Logi telur forseta ekki nógu hallan undir samfylkingarpólitík.

Ef Logi mætti ráða yrði forsetinn samstundis rekinn, líkt og grunnskólakennarinn sem ekki var á sama máli og formaður Samfylkingar.


mbl.is „Hvenær missir forsetinn þolinmæðina?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Menningarstríð kynjanna er óþarfi

Að því marki sem umræðan um kynferðismál í stjórnmálum er ekki um ofbeldi og einelti snýst hún um kynjamenningu.

Karlamenning og kvenmenning eru ólíkir heimar. Ekki gagnólíkir en samt: í karlahópum viðgengst karllæg orðræða sem er ólík þeirri sem tíðkast meðal kvenna.

Ekki aðeins er orðræðan ólík, myndmálið er það sömuleiðis. Myndin sem Ragnar Önundarson gerir að umtalsefni er með eina merkingu í karlaheimi en aðra í kvenheimi.

Flestir vinnustaðir eru kynblandaðir, líkt og stjórnmálin. Og á öllum þorra vinnustaða ríkir málamiðlun á milli ólíkra menningarheima kynjanna. Málamiðlunin lýtur óskráðum reglum sem við temjum okkur og kallast mannasiðir.


mbl.is „Dómgreindin er til umhugsunar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Löglegt óréttlæti

Mannréttindadómstóllinn í Strassborg úrskurðar dóminn yfir Geir H. Haarde lögmætan. Einn stjórnmálamanna var Geir dreginn fyrir landsdóm þegar öllum mátti vera ljóst að ábyrgðin á hruni bankanna var margra.

Geir situr upp með þann dóm að hafa ekki haldið nógu marga ríkisstjórnarfundi í aðdraganda hrunsins.

Dómurinn í Strassborg gerir ekki annað en að staðfesta að í þessu tilviki er löglegur dómur óréttlátur.


mbl.is Telur Geir í raun ekki hafa tapað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pólitíska kerfið brást tvisvar

Í aðdraganda hruns bankanna brást pólitíska kerfið, með því að láta auðmenn vaða yfir sig á skítugum skónum. Eftir hrun var hávær krafa um að rétta yfir kerfinu sem brást.

Ef helstu ábyrgðaraðilar stjórnarráðsins frá 2007, Geir H. Haarde, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Össur Skarphéðinsson, Björgvin G. Sigurðsson og Árni Mathisen hefðu allir farið fyrir dóm mætti með rökum segja að pólitíska kerfið hefði sett sig sjálft á sakabekk.

En það var ekki gert heldur var Geir einn ákærður. Dómurinn, að Geir hefði ekki haldið nógu marga fundi, var í takt við málatilbúnaðinn, hvorttveggja úr smiðju fáránleikans.

Pólitíska kerfið brást tvisvar, bæði fyrir og eftir hrun. Enda höfum við búið við stjórnmálakreppu æ síðan.


mbl.is Dæmt í máli Geirs í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 23. nóvember 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband