ESB-her þýðir tapað fullveldi smáríkja

Evrópusambandið freistar þess að dýpka og auka samrunaferli hinna 27 aðildarþjóða með landamæraher. Eitt einkenni fullvalda þjóða er að stjórna eigin landamærum.

Með ESB-her sem gegnir landamæravörslu er sá þáttur fullveldi ríkja kominn í hendur miðstýringarvaldsins í Brussel. Á meðan ESB-herinn er fámennur ógnar hann ekki fullveldi stóru ríkjanna í ESB, t.d. Þýskalands, Spánar, Póllands, Frakklands eða Ítalíu.

Smærri ríkin, á hinn bóginn, eru í erfiðari stöðu og munu finna fyrir missi fullveldis.


mbl.is ESB stofnar landamæragæslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Írakinnrásin 2003 var mistök sem hvorki Trump né Clinton leiðrétta

Saddam Hussein Íraksforseti var ekki ógn við heimsfriðinn. Rökin fyrir innrás voru veik og áætlanir um Írak eftir stríð voru ekki til. Þetta eru meginniðurstöður Chilcot-skýrslunnar.

Írakstríðið var upphaf að núverandi ófremdarástandi í miðausturlöndum. Jeffrey D. Sachs skrifar að innrásin í Írak var liður í áformum Bandaríkjanna að breyta valdahlutföllum í miðausturlanda í sína þágu á kostnað Sovétríkjanna/Rússa. Ráðandi öfl í Bandaríkjunum töldu sig hafa 5 til tíu ár að úthýsa Rússum úr miðausturlöndum eftir að kalda stríðinu lauk 1991.

Hussein var bandamaður Rússa og Assad forseti Sýrlands sömuleiðis. Því skyldi kollsteypa báðum. Írak er ónýtt ríki og í Sýrlandi er blóðug borgarastyrjöld. Öfgaöfl leika lausum hala og efna til hryðjuverka í miðausturlöndum og utan þeirra - i Bandaríkjunum og Evrópu.

Jeffrey D. Sachs ráðleggur Bandaríkjunum að slíðra sverðin og leita pólitískra lausna fremur en hernaðarsigra. Vandamálið er að næsti Bandaríkjaforseti verður annað hvort Donald Trump eða Hillary Clinton. Annar er stríðsæsingamaður nýr á vettvangi stjórnmálanna en hinn raðlygari úr sömu elítunni og bjó til Írakstríðið. Mistökin frá 2003 verða ekki leiðrétt í bráð. 

 


mbl.is Chilcot: Stríð var ekki óumflýjanlegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kosið í heyranda hljóði - djarfmannleg kona

Fram yfir aldamótin 1900 var kosið í heyranda hljóði og engum kjörkössum með nafnlausum atkvæðum til að dreifa. Kjósendur gáfu opinberlega upp afstöðu sína. Í Þjóðólfi frá nóvember 1903 segir það sé ,,djarfmannlegt" að kjósa í heyranda hljóði. Kostur leynilegra kosninga á hinn bóginn væri sá að ekki sé hægt að koma við ,,sannfæringaþvingun" á kjörstað.

Bændasamfélagið íslenska var hlynntari jafnrétti kynjanna en danska borgarasamfélagið. Konur fengu fyrr jafnan rétt til arfs á Íslandi en í Danmörku.

Vilhelmína Lever nýtti sér að kosningalögin á dönsku töluðu um að ,,mænd", þ.e. menn, ættu kosningarétt að uppfylltum skilyrðum. Á íslensku eru konur líka menn ólíkt konum í dönsku. Vilhelmína uppfyllti öll skilyrðin og krafðist síns réttar að íslenskum hætti. Það var djarfmannlegt.


mbl.is Fyrsta konan til að kjósa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. júlí 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband