Menntaðir múslímar og trúarhryðjuverk

Menningarheimur múslíma fór á mis við upplýsinguna og frönsku byltinguna. Múslímar rækja trú sína á líkan hátt og kristnir á miðöldum þar sem samfélagsvald og trú er samofið.

Vestræn veraldarvæðing og austræn, sbr. Japan og Kína, leikur trúarmenningu múslíma illa. Veraldarvæðingin afhjúpar fyrnsku trúarbragða. Samfélög sem byggja á leiðsögn trúar liðast í sundur þegar veraldarhyggja nær sér á strik. Öfgahópar nýta sér örvæntinguna um trúarheim á fallanda fæti og boða stríðsmenningu frá miðöldum sem andsvar. Viðbúið er að menntamenn svari kallinu fremur almúginn. Menntamenn eru veikir fyrir hugsjónagöldrum, hvort heldur úr trú eða pólitík.

Kristinn menningarheimur veraldarvæddist á tímabilinu frá uppreisn Marteins Lúthers í byrjun sextándu aldar og fram yfir frönsku byltinguna. Trú var aldrei fjarri helstu stríðsátökum tímabilsins. Samfélag í greipum trúar veraldarvæðist ekki friðsamlega heldur með látum.  


mbl.is Vel menntaðir úr efnuðum fjölskyldum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ESB í upplausn eftir Brexit

Evrópusambandið er í tilvistarkreppu eftir Brexit þjóðaratkvæðið. Spiegel í Þýskalandi segir ESB alþjóðlegt aðhlátursefni í efnahagsmálum. Fjármálaráðherra Þýskalands, Wolfgang Schäuble, boðar að sniðganga verði framkvæmdastjórn ESB í Brussel til að hrinda í framkvæmd nauðsynlegum úrbótum eftir Brexit.

Þegar Grænland gekk úr ESB á sínum tíma tók sjö ár að ganga frá úrsögninni. Grænland er örríki, hjálenda Danaveldis, á meðan Bretland er eitt af þrem stærstu ríkjum ESB. Schäuble segir ekki koma til greina að dunda við það í sjö ár að skrifa Bretaland úr sambandinu.

Fjármálaráðherrann segir aðalatriðið að ganga rösklega til verks. Hann gefur lítið fyrir þau sjónarmið að ,,dýpka" verði ESB til að mæta Brexit. Ekki sé eftirspurn með þjóða sambandsins að auka miðstýringuna frá Brussel. Schäuble talar fyrir milliliðalausu samstarfi ríkisstjórna ESB til að ná fram ásættanlegum lausnum ESB-ríkja, flóttamannavandanum sérstaklega.

Brexit boðar endalok Evrópusambandsins eins og það hefur hingað til verið rekið. Stóru sterku ríkin munu láta afl sitt ráða til að knýja fram vilja sinn. Smærri ríkjum verður illa vært í ESB eftir Brexit og var vistin þar þó ekki bærileg fyrir.


mbl.is Verða að sætta sig við úrslitin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. júlí 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband