ESB í upplausn eftir Brexit

Evrópusambandið er í tilvistarkreppu eftir Brexit þjóðaratkvæðið. Spiegel í Þýskalandi segir ESB alþjóðlegt aðhlátursefni í efnahagsmálum. Fjármálaráðherra Þýskalands, Wolfgang Schäuble, boðar að sniðganga verði framkvæmdastjórn ESB í Brussel til að hrinda í framkvæmd nauðsynlegum úrbótum eftir Brexit.

Þegar Grænland gekk úr ESB á sínum tíma tók sjö ár að ganga frá úrsögninni. Grænland er örríki, hjálenda Danaveldis, á meðan Bretland er eitt af þrem stærstu ríkjum ESB. Schäuble segir ekki koma til greina að dunda við það í sjö ár að skrifa Bretaland úr sambandinu.

Fjármálaráðherrann segir aðalatriðið að ganga rösklega til verks. Hann gefur lítið fyrir þau sjónarmið að ,,dýpka" verði ESB til að mæta Brexit. Ekki sé eftirspurn með þjóða sambandsins að auka miðstýringuna frá Brussel. Schäuble talar fyrir milliliðalausu samstarfi ríkisstjórna ESB til að ná fram ásættanlegum lausnum ESB-ríkja, flóttamannavandanum sérstaklega.

Brexit boðar endalok Evrópusambandsins eins og það hefur hingað til verið rekið. Stóru sterku ríkin munu láta afl sitt ráða til að knýja fram vilja sinn. Smærri ríkjum verður illa vært í ESB eftir Brexit og var vistin þar þó ekki bærileg fyrir.


mbl.is Verða að sætta sig við úrslitin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband