Íslenskir vinstrimenn: þróunaraðstoð til Evrópu

Íslenskir vinstrimenn vilja núna bæta Evrópu á lista yfir þróunarríki sem veita þurfi aðstoð vegna ,,óásættanlegra aðstæðna" í álfunni. Fyrir skemmstu vildu sömu vinstrimenn að Ísland yrði hluti af ESB, bandalagi evrópskra meginlandsríkja.

Vinstrimenn á Íslandi virðast ekki vita að Evrópusambandið bjó til ,,óásættanlegar aðstæður" með því að bjóða velkomna pólitíska og efnahagslega flóttamenn frá miðausturlöndum og Norður-Afríku.

Eigum við ekki að leyfa Evrópusambandinu að ráða fram úr heimatilbúnum vanda? Þróunaraðstoð ætti fremur að veita þeim sem virkilega þurfa á henni að halda.


mbl.is Taki betur á móti hælisleitendum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Menn lfáta bara eins og flóttamenn sé bara ný til komið vandamál sem ESB hafi fundið upp.

Held að allir sem hafa farið til Spánar meira að segja áður en Spánn gekki í ESB viti að til Evrópu hafa síðsutu áratugi streymt fólk frá Afríku. Bæði sem ólöglegir innflytjendur og sem hælisleytendur. Og reglulega hafa stríð í miðausturlöndum og Asíu sem og náttúruhafmfarir kallað fram flóttamannavandamál.  Held að þetta tengist vinsti alllmönnum bara ekki neitt. Held stundum að menn hér haldi að þetta sé bara einfallt mál að stoppa. Bara að spyrja alla ferðamenn sem hingað koma um hvaðan þeir eru og hvað þeir séu að gera hér. Held að eina sem það mundi breyta er að í stað þess að fólk bæði um hæli strax þá mundi það gefa sig upp sem ferðamenn og dvelja hér ólöglega í landinu. Rétt eins og þeir gera á Spáni, Bretlandi og fleiri löndum. Eins og Mexíkóar gera í Bandaríkjunum.

P.s. þetta hefur ekkert með þróunaraðstoð að gera. Held að menn ættu að muna að Evrópa og heimurinn hafur um aldir arðrænt Afríku og fleiri heimsálfur og gerir enn. Nægir að minna á barnaþrælkun þar við að framleiða vörur sem við notum.

Magnús Helgi Björgvinsson, 30.6.2016 kl. 07:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband