Guðni Th. er talsmaður vonlausa Íslands

Forsetaframbjóðandinn Guðni Th. Jóhannesson er talsmaður vonleysis eftirhrunsins. Hann vildi samþykkja Icesave-samningana, gerði lítið úr fullveldinu með því að kalla það ,,teyjanlegt hugtak" og studdi kröfuna um að stjórnarskránni yrði kollvarpað, eins og kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

ESB-sinnar úr röðum Samfylkingar og Viðreisnar styðja framboð Guðna Th. opinberlega. Greining á fylgi Guðna Th. sýnir að hann fær síst stuðning kjósenda þeirra flokka sem einarðastir eru á móti ESB-aðild, þ.e Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. 

Pólitískar yfirlýsingar Guðna Th. eru til þess fallnar að draga kjarkinn úr þjóðinni og framlengja vonleysi eftirhrunsins.


mbl.is Guðni með 51% fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er einmitt athyglisverðast hversu sterkur Guðni er meðal kjóisenda Sjálfstæðis og Framsóknarflokks. Það að báðir kjósendur Samfylkingar ætli að kjósa Guðna segir ekki mikið.

Sigurður Helgi Magnússon (IP-tala skráð) 16.6.2016 kl. 09:07

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

SHM

Enn leggur þú lykkju á leið þína til að hafa rangt fyrir þér. Ósköp fyrirsjánlegt ávallt af þér.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 16.6.2016 kl. 10:46

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

 Minnsta þjóðríki Evrópuálfunnar í einstaklingum talið,býr yfir hæfileikum sem leiðir þá alltaf að rétta krossinum á kjörseðlinum.- Eigum við að hressa upp á minnið? Nei horfum bjartsýn fram á veginn,á landsliðin okkar áfram Ísland.

Helga Kristjánsdóttir, 16.6.2016 kl. 14:06

4 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Guðni er höfundur Hrunsins(bókini). Sumir eru raunverulegir höfundar hrunsins, en það er í lagi að mati Páls og JVJ(predikara með meiru), sem dulbýst á ýmsan hátt.

Jónas Ómar Snorrason, 16.6.2016 kl. 15:59

5 Smámynd: Jón Bjarni

Fyndið að þið Davíðsmenn séuð ekki að fatta að þessi málflutningur virkar ekki, nema þá kannski þveröfugt

Jón Bjarni, 16.6.2016 kl. 19:27

6 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Skrattinn dulbjó sig á margan hátt (ekki taka bókstaflega). Sumir virðast óska eftir vammlausum Forseta, horfa til flísinar í auga sumra, en sjá ekki bjálkan í eigin auga.

Jónas Ómar Snorrason, 16.6.2016 kl. 22:00

7 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

 Einn daginn mun JVJ byrtast í skötulíki!

Jónas Ómar Snorrason, 17.6.2016 kl. 08:32

8 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

JÓS

Einn daginn munt þú læra stafsetningu og gott málfar jafnvel? Spurning hvenær þú ferð að hafa rétt fyrir þér og segja sannleikann eins og hann er?

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 20.6.2016 kl. 00:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband