Orlando, vestræn gildi og næsta stríð

Jafnrétti án tilits til kyns, kynþáttar, þjóðernis, trúar eða kynhneigðar má kenna við vestræn gildi ásamt mannréttindum á borð við tjáningarfrelsi. Önnur menningarsamfélög, til dæmis í Austur-Evrópu, Asíu, að ekki sé talað um miðausturlönd (Ísrael er undantekning), búa ekki við sambærileg mannréttindi.

Vestræn samfélög eru i veikri stöðu. Stórt vestrænt verkefni, Evrópusambandið, stendur höllum fæti, ekki síst vegna innbyrgðis átaka um efnahagsmál og viðtöku múslímskra flóttamanna. Bandaríkin loga í deilum, sem bæði sést á kynþáttóeirðum síðustu missera og forsetakosningum þar sem Trump og Sanders ráðast að valdaelítunni frá vinstri og hægri.

Sagnfræðingurinn Njáll Ferguson, stórkanóna á sinu sviði, segir Þýskaland verða undirlagt múslímum árið 2050 og talar um Evrópu sem Evrarabíu. Bandaríkin verði yfirtekin af þjóðum rómönsku Ameríku - og þau megi prísa sig sæl að það eru kristnir Mexíkóar en ekki múslímskir Marakóar sem ráða ferðinni.

Atburður eins og fjöldamorðin í Orlando auka á hnignunartilfinningu vesturlandabúa en hvetja jafnframt til sterkra viðbragða. Eftir hryðjuverkin 11. september 2001 fóru Bandaríkin í stríð við Írak, sem þó átti enga aðild að árásinni á tvíburaturnana í New York. Fjöldamorðin í Orlando verða hvatning til frekari stríðsreksturs í miðausturlöndum. Líkur eru á að það verði háð með Donald Trump sem forseta og í bandalagi við ESB/Nató. Markmiðið verði að skapa hófsömum múslímum lífsrými (þ. Lebensraum) í norðanverðri Afríku, t.d. Líbíu.

Morðið á Frans Ferdínand erkihertoga og Soffíu í Sarajevo sumarið 1914 var upphafið að fyrri heimsstyrjöld. Tilefni styrjalda er einn atburður en ástæða þeirra er iðulega ótti við vaxandi vanmátt. Vestræn ríki búa enn að hernaðaryfirburðum sem þau munu vilja nota í þágu varnar fyrir vestræn gildi - á meðan eitthvað er eftir af þeim.


mbl.is Stríðið gegn hinsegin fólki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Hvort sem "Góða Fólkið" vill sjá það eða ekki þá verður að segjast eins og er að þriðja heimstyrjöldin er hafin og verði ekki brugðist við af festu við þeirri vá sem múslimavæðingin er tapast Evrópa á næstu árum.

Jóhann Elíasson, 13.6.2016 kl. 10:52

2 Smámynd: Einar Sveinn Hálfdánarson

Í þessu sambandi er rétt að rifja upp að múslímasöfnuðurinn sem úthýst var úr Ýmishúsinu og Hjörtur Magni prestur fríkirkjusafnaðar leyfir að nýta húsnæði kirkjunnar predikar hatur á samkynhneigðum. Imamaminn þar neitar að heilsa konum með handabandi. Ætli söfnuðurinn myndi leyfa öðrum að boða hatur í kirkjunni sinni? M.a.s D.B. hefur slitið öll tengsl við þennan múslímasöfnuð!

Einar Sveinn Hálfdánarson, 13.6.2016 kl. 13:39

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Það er rétt Jóhann,en allt of margir eru blindir og trúa ekki að það sé að gerast.Hvernig fer þessi félagsskapur saman Hjörtur sem gefur saman samkynhneigð pör og blessar og svo  kemur hinn söfnuðurinn og formælir þeim,þótt reynt verði að forða árekstur til að byrja með.  

Helga Kristjánsdóttir, 13.6.2016 kl. 18:50

4 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Það er undarlegur skratti sem býður óvinum hús til að auka hættuna á skaðsemi þeirra í garð Kristna.Eru prestar allmennt meðvirkir hryjuverkum eins og biskup þeirra/okkar. Hann líka telur að það eigi að múslímavæða Ísland.

Valdimar Samúelsson, 13.6.2016 kl. 19:25

5 Smámynd: Aztec

Ég hef alltaf metið Hjört Magna mikils, því að hann er andsnúinn bókstafstrú og boðar umburðarlyndi. En er gáfulegt að sýna fordómafullu og umburðarlausu fólki umburðarlyndi? Ekki finnst mér það. 

Aztec, 14.6.2016 kl. 15:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband