Við kjósum forseta, ekki frelsara

,,Þjóðin er búin að finna sinn forsta," skrifaði einn áltisgjafinn og klappaði þann stein að næsti forseti lýðveldisins verði frelsari sem þjóðin ,,finni" til að leiða sig með guðlegri forsjá.

Þegar málefni yfirtaka kosningabaráttuna til forseta Íslands, og koma í stað andaktar og kannana, mun baráttan verða jafnari.

Almenningur verður fljótur að venjast þeirri tilhugsun að umræðan um hver situr Bessastaði næstu fjögur árin þarf að byggja á málefnum en ekki frelsunarguðfræði.

Athugasemd Höllu Tómasdóttur er fyllilega réttmæt: þegar liggur fyrir hverjir keppa um embættið er allt til reiðu fyrir umræðuna, sem verður ekki á forsendum pólitískrar guðfræði.

Spyrjum að leikslokum.


mbl.is Kosningabaráttan rétt að byrja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Við erum að kjósa forseta, en ekki yfirmann eða verndara íslensku þjóðkirkjunnar. Var það ekki það sem þú ætlaðir að segja?

Jósef Smári Ásmundsson, 15.5.2016 kl. 14:59

2 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Stundum ruglast fólk Jósef. Sérstaklega þegar það er búið að skrifa of mikið í kross, eins og síðuhöfundur. En hann er Páll, stundum einn í heiminum, so be it. Hvar væri íslensk öfgahyggja án Páls. Hvar hefðum við viðmiðunina án Páls?

Jónas Ómar Snorrason, 15.5.2016 kl. 16:16

3 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Greindarlegt samtal tveggja manna jó jó haaa?

Helga Kristjánsdóttir, 15.5.2016 kl. 22:05

4 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Finnst þér vera við hæfi að blanda saman forsetaembættinu þar sem öll þjóðin kýs og málefnum þjóðkirkjunnar þar sem innandyra er 70% þjóðarinnar Helga? Orðtakið " frelsunarguðfræði" var nokkuð óljóst fyrir mér hjá pislahöfundi og vandséð hvernig forsetaframboð kemur þeirri guðfræði við. Þess vegna skaut ég þessari " greindarlegu" athugasemd inn. Ef hann er að tala um pólitíska guðfræði þá verður hann bara að útskýra mál sitt betur. Eini pólitískt ( flokkpólitiskt) tengdi forsetaframbjóðandinn er Davíð Oddsson .

Jósef Smári Ásmundsson, 16.5.2016 kl. 10:32

5 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Svo þú áttir þig á hvað ég er að tala um þá er það að sjálfsögðu sú staðreynd sem biskupinn benti á í vetur að enginn væri gjaldgengur í forsetaembættið nema hann sé skráður í þjóðkirkjuna.þar sem forsetinn væri í raun æðsti yfirmaður kirkjunnar sem verndari hennar. Og það hlýtur þá að fylgja með þeirri fullyrðingu að enginn utan þjóðkirkjunnar- þar á meðal er ég- sé hæfur kjósandi. Þetta er nú aðal ástæðan fyrir því að ég ætla að kjósa Guðna sem hefur lýst því yfir að hann sé utan hennar. Frambjóðendur sem eru innan þjóðkirkju koma ekki til greina frá minni hálfu meðan tengsl þjóðkirkjunnar og forsetaembættisins eru til staðar og sá forseti verður ALDREI minn forseti.

Jósef Smári Ásmundsson, 16.5.2016 kl. 10:42

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

  Sæll! Það var þá pistillinn sem þú lest mér Jósef. Best er að halda því innandyra sem hefur fleytt okkur yfir boða fram á þennan dag. Þar sem ég er nývöknuð vildi ég strax svara þér þótt mun styttra sé. Allt minnir þetta á frelsið sem við búum við á Islandi og ætlum að verja til eilífðar.

Helga Kristjánsdóttir, 16.5.2016 kl. 12:46

7 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Lít nú ekki svo á að ég sé að les þér neinn pistil Helga. Ég er aðeins að varpa fram spurningu til þín. Þú ræður að sjálfsögðu hvort þú svarar henni eða ekki. Kannski þegar þú ert betur vöknuðwink." Allt minnir þetta á frelsið sem við búum við á Islandi og ætlum að verja til eilífðar". Held að vanti svolítið upp á " greindina" til að ég skilji hvað þú átt við með þessu.

Jósef Smári Ásmundsson, 16.5.2016 kl. 14:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband