Austurvallarlýðræði í boði RÚV - lexía Sjálfstæðisflokksins frá 2008

Hausatalning á mótmælum á Austurvelli kemur ekki í staðinn fyrir lýðræðislegar leikreglur um val á fulltrúum þjóðarinnar á alþingi. Ekki frekar en að ,,like" á samfélagsmiðlum komi í stað atkvæðagreiðslu þingmanna.

Við kjósum til alþingis á fjögurra ára fresti og meirihluti alþingis myndar starfhæfa ríkisstjórn. Tilraunir til að breyta því fyrirkomulagi áhlaupi RÚV og stjórnarandstöðunnar er ekki til þess fallið að bæta stjórnarfar lýðveldisins.

Stjórnarmeirihlutinn á alþingi, Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur, getur ekki og má ekki taka þátt í að breyta stjórnskipuninni með undanlátssemi við skipulagðar uppákomur á Austurvelli.

Sjálfstæðisflokkurinn ætti sérstaklega að hugsa til þess þegar flokkurinn gekk að kröfu Samfylkingarinnar haustið 2008 og hélt sérstakan landsfund til að ræða múgsefjunina um að Ísland ætti að ganga í Evrópusambandið.

Stjórnmálaflokkar sem láta undan æsingahópum í samfélaginu grafa eigin gröf.

 


mbl.is Stífluð miðborg, aldrei séð annað eins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

RÚV-mótmælin: auglýsing á fjölmiðlavaldi

RÚV auglýsti í hádeginu að mótmæli á Austurvelli yrðu í beinni útsendingu. RÚV undirbjó jarðveginn í tvær vikur og vill ekki missa af þessu tækifæri til sýna áhrifamátt sinn.

Vitanlega ber RÚV ekki ábyrgð á skemmdarverkum á alþingi Íslendinga og öðru ofbeldi.

En RÚV kallar til verka, hannar atburðarás og ætlar sér hlutverk í framhaldinu. 


mbl.is Maður handtekinn vegna skyrsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólafur Ragnar styður lýðveldið, ekki bananaútgáfu fjölmiðla

Ólafur Ragnar Grímsson styður fullveldi þjóðarinnar, stjórnfestu og stjórnskipun lýðveldisins. Það sýndi hann í Icesave-málinu og í umræðunni um stjórnarskrána.

Síðustu vikur hefur þjóðin orðið vitni af fjölmiðlaherferð gegn forsætisráðherra sem náði hámarki með siðlausri blaðamennsku í Kastljósi í gær.

Fjölmiðlar, með RÚV í broddi fylkingar, freista þess að hanna atburðarás sem lýkur með afsögn forsætisráðherra og falli ríkisstjórnarinnar.

Nái fjölmiðlar sínu markmiði er komið fordæmi sem mun skaða almannahagsmuni. Pólitík mun snúast í auknum mæli um að skapa stemningu í samfélaginu, þar sem rétt og rangt er aukaatriði.

Ólafur Ragnar mun ekki hlaða undir bananaútgáfu fjölmiðla af lýðveldinu.


mbl.is Forsetinn flýtir heimför
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrirsátin í ráðherrabústaðnum - siðlaus blaðamennska

Jóhannes Kr. Kristjánsson notaði sænskan blaðamann, sem laug að forsætisráðherra um tilefni viðtals, til að sviðsetja dramatík í máli sem snýst um hversdagslegan hlut - ráðstöfun föðurarfs eiginkonu forsætisráðherra.

Fyrirsát Jóhannesar Kr. var sýnd ritskoðuð í Kastljósi, þar sem ekki kemur fram að sænski blaðamaðurinn laug um viðfangsefni viðtalsins. Í útgáfu Aftenposten af fyrirsátinni kemur skýrt fram að sænski blaðamaðurinn segist ætla að ræða almennt uppgjörið við hrunið og endurreisnina í kjölfarið. Blaðamaður Aftenposten segir: ,,hér mætir forsætisráðherra í viðtal í þeirri trú að umræðan verði um hvernig tókst að endurreisa Ísland eftir hrun."

Jóhannes Kr. notar sömu aðferð á forsætisráðherra og hann gerði við fíkniefnasala þegar hann starfaði í Kastljósi hér um árið. Upplogin tilefni viðtala eru siðlaus aðferð til að setja upp fyrirsát þar sem viðmælandinn á sér einskins ills von og kemur alltaf illa út - enda leikurinn til þess gerður.

Viðtalið í ráðherrabústaðnum var dramatískt eins og til var stofnað. En það var líka siðlaus blaðamennska.


mbl.is Hápunktur tíu mánaða vinnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 4. apríl 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband