Björt framtíð og Viðreisn stela hugverkum

Fulltrúi almannahagsmuna, Þorsteinn Víglundsson, sem áður var fulltrúi sérhagsmuna í Samtökum atvinnurekenda, spyr í gamni hvers vegna Björt framtíð steli hugverkum Viðreisnar.

Björt Bjartrar framtíðar svarar fullum hálsi og segir Viðreisn afrit af frumritinu.

Í deilum skal reyna að finna samnefnara. Viðreisn og Björt framtíð eru báðar eftirlíkingar, - en hvor af sínum flokki.


Uppboð á áhyggjum - kosningavertíð

Á kosningavertíð gera einstaklingar, hópar, fyrirtæki og samtök út á stjórnmálaflokka til að knýja þá að lofa öllu fögru á nýju kjörtímabili.

Vertíðin fer þannig fram að þeir sem sækja á stjórnmálaflokkana lýsa yfir áhyggjum. Sá sem býður trúverðugustu áhyggjurnar er líklegastur til að fá mesta athygli fjölmiðla og þar með stjórnmálamanna.

Sameiginlegt öllum áhyggjum kosningavertíðar er að þær má leysa með peningum. Ó, hve lífið væri einfalt ef það væri samfelld kosningabarátta.


mbl.is Vekja athygli á fjársvelti háskóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjölmiðlar, stjórnmál og tilfinningar

Á dögum Forn-Grikkja kenndu fræðarar, stundum kallaðir sófistar, upprennandi stjórnmálamönnum mælskulist. Fjölmiðill Forn-Grikkja var opinn fundur undir beru lofti þar sem mælskir stjórnmálamenn reyndu að sannfæra almenning um ágæti skoðana sinna.

Á dögum sjónvarpsins var stjórnmálamönnum kennd framkoma í þeim miðli. Eftirspurn var eftir þeim sem sýndu sig ráða við myndmálið. Sjónvarp er miðstýrt, aðeins fáar stöðvar réðu stærstum hluta markaðarins.

Nú eru dagar samfélagsmiðla. Stjórnmálamenn sem læsir eru á samfélagsmiðla ná forskoti á aðra.

Í öllum þessum miðlum; opnum fundum, sjónvarpi og á samfélagsmiðlum eru tilfinningar stjórnmálamanna til sýnis. Bæði þær tilfinningar sem stjórnmálamenn vilja sýna almenning og hinar sem viðtakendur skynja.

Málefni og rök stjórnmála verða aldrei slitin frá manneskjunni sem þau flytur. Galdurinn sem skilur á milli árangurs og fylgisleysis liggur einmitt þar.


mbl.is „Selja“ kjósendum tilfinningarnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. október 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband