Uppboð á áhyggjum - kosningavertíð

Á kosningavertíð gera einstaklingar, hópar, fyrirtæki og samtök út á stjórnmálaflokka til að knýja þá að lofa öllu fögru á nýju kjörtímabili.

Vertíðin fer þannig fram að þeir sem sækja á stjórnmálaflokkana lýsa yfir áhyggjum. Sá sem býður trúverðugustu áhyggjurnar er líklegastur til að fá mesta athygli fjölmiðla og þar með stjórnmálamanna.

Sameiginlegt öllum áhyggjum kosningavertíðar er að þær má leysa með peningum. Ó, hve lífið væri einfalt ef það væri samfelld kosningabarátta.


mbl.is Vekja athygli á fjársvelti háskóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband