Háborg stjórnmálanna hrynur í auðmýkt

Framsóknarflokkurinn undir formennsku Sigmundar Davíðs var háborg stjórnmálanna við síðustu kosningar - og leiddi ríkisstjórnina allt kjörtímabilið. Í dag ákváðu framsóknarmenn að skipta um formann og kusu Sigurð Inga.

Sigurður Ingi seldi sig sem mann auðmýktar en ekki hugmynda. Stjórnmálamenn reyna stundum að væla til sín atkvæði með tárvotum augum á réttum augnablikum. Nýmæli er að reka kosningabaráttu á forsendum auðmýktar. Innan Framsóknarflokksins er grunnt á trúarþelinu. Þar koma menn í pontu og stæra sig af því að prestur sitji í málefnanefnd um kirkjumál.

Sigurður Ingi gat þess í sigurræðu sinni að hann hefði fylgst álengdar með málaefnavinnu flokksmanna og fannst þar margt sniðugt. Sigurður Ingi veit nógu mikið um stjórnmál til að hafa á hreinu að formaðurinn er flokkurinn holdi klæddur en málefnin neðanmálsgrein.

Fyrsta verk nýkjörins formanns var að biðja flokksmenn að haldast í hendur. Sértrúarsöfnuðir bera sig að með þessum hætti til hópeflis. Framsóknarflokkurinn þarf vissulega hópefli til að trúa að stjórnmál snúist ekki lengur um hugmyndir heldur auðmýkt.


mbl.is „Fullur þakklætis og auðmýktar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sigurður Ingi og friðurinn

Í framboðsræðu sinni til formanns spurði Sigurður Ingi hvers vegna taka ætti ófrið fram yfir friðinn.

Sigurður Ingi fær það verkefni að leiða Framsóknarflokkinn til friðar.

Spurningin er hvort friðurinn verði líkur þeim sem ríkir í dauðs manns gröf eða lifandi stjórnmálaflokki.


mbl.is Sigurður Ingi kjörinn formaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Brexit er fullveldi - Viðreisn hafnar fullveldinu

Brexit felur í sér að Bretar taka tilbaka fullveldi sitt, sem valdamiðstöð ESB í Brussel var komið með klærnar í. Hér á landi er nýtt stjórnmálaafl, Viðreisn, sem vill færa fullveldið á silfurfati til Evrópusambandsins.

Úrsögn Breta tekur tvö ár að útfæra samkvæmt Lissabon-sáttmálanum, eftir að ferlið er formlega virkjað. Gangi ferlið eftir verða Bretar lausir úr viðjum ESB árið 2019. Bretland bætist við nágrannaríki okkar á Norður-Atlantshafi, Grænland, Færeyjar og Noreg sem standa utan Evrópusambandsins.

En Viðreisn stefnir á inngöngu Íslands í Evrópusamband sem helstu nágrannaríki okkar hafna.


mbl.is Brexit-ferlið af stað fyrir lok mars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. október 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband