Brexit er fullveldi - Viðreisn hafnar fullveldinu

Brexit felur í sér að Bretar taka tilbaka fullveldi sitt, sem valdamiðstöð ESB í Brussel var komið með klærnar í. Hér á landi er nýtt stjórnmálaafl, Viðreisn, sem vill færa fullveldið á silfurfati til Evrópusambandsins.

Úrsögn Breta tekur tvö ár að útfæra samkvæmt Lissabon-sáttmálanum, eftir að ferlið er formlega virkjað. Gangi ferlið eftir verða Bretar lausir úr viðjum ESB árið 2019. Bretland bætist við nágrannaríki okkar á Norður-Atlantshafi, Grænland, Færeyjar og Noreg sem standa utan Evrópusambandsins.

En Viðreisn stefnir á inngöngu Íslands í Evrópusamband sem helstu nágrannaríki okkar hafna.


mbl.is Brexit-ferlið af stað fyrir lok mars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Bjarni

Þsð eru ekki nema örfáir dagar síðan þitt fólk á þingi afsalaði fullveldi okkar til ESB vegna EES samningsins

Jón Bjarni, 2.10.2016 kl. 09:57

2 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Það hefur ekkert Brexit orðið enn. Ferlið hefst ekki fyrr en í mars á næsta ári og getur síðan tekið 2 ár. Eigum við ekki að bíða og sjá til hvað verður áður en menn fara að fabulera um fullveldi. Hef ekki séð annað en að þeir reikni með að gera fríverslunarsamninga við aðara þjóðir en því fylgir fullveldisframsal eftir efni samninga líka. En svo er bent á að það sé ekki einfallt fyrir Breta að ná sambærilegum fríverslunarsamningum og þeir hafa haft í gegnum ESB.  En aftur þá eru þeir ekki gengnir úr ESB, þeir eru ekki byrjaðir og því allar fullyrðingar um ógurlegan gróða þeirra af því full snemmbær.

Magnús Helgi Björgvinsson, 2.10.2016 kl. 11:20

3 Smámynd: Sigfús Ómar Höskuldsson

Um leið og ég samgleðst höfundi að fá að nýta sér málfrelsi sitt, annað en starfsfólk RÚV, sem höfundur virðist hata, að mínu mati, fær ekki að gera þá verður að ræða nú beinar afleiðingar af Brexit. BBC greindi frá því fyrir helgi að í "höfðuborg andstöðunnar" við EBS, í Sunderland hyggst nú stærsti vinnustaðurinn þar í borg, bílaframleiðandinn Nissan hefur nú óskað eftir tryggingum frá stjórnvöldum vegna mögulegra tolla sem Bretland mun nú fá yfir sig. Eins bílaframleiðandinn Jaguar. Þannig að marblettir eftir höggið miklar fara nú að láta sjá sig. Svo má líka benda á stöðuga lækkun á gengi pundsins. Þó ekki eingöngu vegna styrkingar krónu hér á landi, heldur líka á alþjóðlegum mörkuðum. En þetta virðist höfundur ekki vilja nefna hér. Svo verður að vísa í könnun sem gerð var í Hollandi, þar sem vinsældir EU fara vaxandi í því landi. Þannig að ótímabær "aftaka" EU í boði höfundar er hjómið eitt eða í besta falli tuð í tómið og huglægt mat, án eiginlegra raka.

Sigfús Ómar Höskuldsson, 2.10.2016 kl. 12:07

4 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Munið þegar allir ESB sinnar sögðu að það væri nú lítið mál að ganga úr ESB Já bara að stimpla sig út og segja bless.

Valdimar Samúelsson, 2.10.2016 kl. 12:39

5 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Magnús og Sigfús. Þið teljið að ESB sé lausn á öllum vanda ef vanda skildi kalla. Menn eru meira og meira að sjá að þessi alþjóðavæðing er ekki að virka lengur. Hvað hefir t.d. Kína samningurinn gert fyrir okkur og hverskonar hugmyndafræði er það að senda matvæli fram og til baka um öll lönd. Þari frá okkur til Tævan kemur svo hingað eða Evrópu. Fiskur jójóar fram og til baka frá upprunalandi.

Varðandi Global Warming hoaxið þá hefir löngu verið mælt með að versla sem mest í sínum heimahéröðum þ.e.að flutningar fram og til baka sé sem minnstir.  

Valdimar Samúelsson, 2.10.2016 kl. 12:53

6 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Jón Bjarni, það er einmitt þess vegna sem við þurfum að losa okkur við Schengen og EES.

Hrólfur Þ Hraundal, 2.10.2016 kl. 13:25

7 Smámynd: Einar Sveinn Hálfdánarson

Páll

Mér er sagt af fróðum mönnum að samband íslands og Englnds frá því á ensku öldinni sé elsta ríkjasamband Evrópu. Það staðfesti seinni heimsstyrjöldin. Nú eru fram komnir menn með ýmsar hvatir sem ekki hugsa í öldum heldur mánuðum.

Einar Sveinn Hálfdánarson, 2.10.2016 kl. 16:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband