Stofnfélagi Samfykingar varar við samfófasisma

Samfófasisma má skilgreina svona:

Því miður gerist það þó enn að hugsanalöggur, sem þjást af æðrimáttarkennd, grípa til frumstæðra valdbeitinga og níðast á athöfnum þeirra, sem hafa ekki »rétta« skoðun. Þær telja sig óskeikular. Það fylgir æðrimáttarkenndinni.

Stofnfélagi í Samfylkingunni, Birgir Dýrfjörð, er höfundur textans hér að ofan. Tilvitnunin er tekin úr grein í Morgunblaðinu í dag þar sem Birgir átelur vinstrimenn fyrir fasískar aðferðir við að leysa upp fundi þar sem höfð eru frammi sjónarmið sem hugsanalöggum er ekki að skapi.

Birgir nefnir nokkur dæmi um samfófasisma, án þess að nota það orð, t.d. árásir á biskup Íslands vegna þess að hann ávarpaði kristna samkomu sem ekki var hlynnt samkynhneigð og upphlaupið 17. júni sl. á Austurvelli þegar hróp voru gerð að minningu Jóns Sigurðssonar.

Samfófasismi er ein af ljótari staðreyndum íslenskra stjórnmála.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Birgir talar ekki um fasisma. Það gerir þú. Hluti af áróðri Stalíns var að kalla sósíaldemókrata sósíalfasista, þegar það hentaði. En þetta hlýtur þú að vita.

Wilhelm Emilsson, 3.7.2015 kl. 14:55

2 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Wilhelm, hér að neðan er löng tilvitnun í greinina eftir Birgi, sem einu sinni var þinglóðs Alþýðuflokksins. Þar talar hann ítrekað um fasisma. Þú ættir að læra að lesa.

Fyrr á árum var ruddaháttur fasista alþekktur. Þeir kappkostuðu að eyðileggja samkomur og fundi þeirra, sem þeim líkaði ekki við. Þeir réðust þar inn með hrópum og hrindingum og sungu áróðurssöngva og börðu bumbur til að kæfa málflutning ræðumanna.

Fasistar vilja stýra skoðunum fjöldans. Þeir beita valdi á ruddalegan hátt til að útiloka að aðrir geti hagað sér í samræmi við skoðanir sínar. Þeir eru hugsanalöggur. Lýðræði er eitur í þeirra beinum. Þeir hafna lýðræði sem sáttaleið. Þeir náðu völdum í nokkrum þjóðríkjum og ollu skelfilegri þjáningu um allan heim. Eftir þá reynslu fordæma flestir aðferðir fasista. ÆðrimáttarkenndÞví miður gerist það þó enn að hugsanalöggur, sem þjást af æðrimáttarkennd, grípa til frumstæðra valdbeitinga og níðast á athöfnum þeirra, sem hafa ekki »rétta« skoðun. Þær telja sig óskeikular. Það fylgir æðrimáttarkenndinni.

Páll Vilhjálmsson, 3.7.2015 kl. 15:23

3 Smámynd: Skeggi Skaftason

"Þeir [fasistar] beita valdi á ruddalegan hátt" 

Páll minn Páll ...

svafstu í sögutímum í Menntaskóla?  Ertu ekki að kenna sögu??  Veistu ekki neitt um ruddskap fasista í mannkynssögunni??

Finnst þér það í alvöru vera sambærilegur ruddaskapur þegar fólk gagnrýndi biskup fyrir að sitja við hliðina á fordómafullum bókstafsnöttara frá Bandaríkjunum sem hefur beitt sér mjög gegn mannréttindum?

Skeggi Skaftason, 3.7.2015 kl. 18:39

4 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Ég bendi á hvernig Birgir skilgreinir samfylkingarfasisma. Ég nota hugtakið fasismi ekki í sama samhengi. En orð Birgis eru athygli verð.

Páll Vilhjálmsson, 3.7.2015 kl. 18:57

5 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Páll, þú skrifar: "Birgir nefnir nokkur dæmi um samfófasisma, án þess að nota það orð . . ." Nákvæmlega. Það er það sem ég er að benda á. 

Svo skrifar þú í svari til Skeggja: "Ég bendi á hvernig Birgir skilgreinir samfylkingarfasisma. Ég nota hugtakið fasismi ekki í sama samhengi." Ég þarf greinilega að koma í lestrarkennslu til þín, því ég skil ekki hvað þetta merkir.

Wilhelm Emilsson, 3.7.2015 kl. 19:39

6 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Birgir notar orðið fasismi, Wilhelm, sem þú segir hann ekki nota. Hvernig væri nú að vera maður að viðurkenna sitt eigið bull, Wilhelm?

Páll Vilhjálmsson, 3.7.2015 kl. 20:16

7 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Birgir notar orðið "fasismi". Um það þurfum við ekki að deila. Þú segir að ég segi að hann noti það ekki. Að halda því fram er einfaldlega ekki rétt. Þú leggur mér orð í munn.

En notar Birgir orðið "samfófasismi"? 

Og ég spyr aftur hvað merkir eftirfarandi? "Ég bendi á hvernig Birgir skilgreinir samfylkingarfasisma. Ég nota hugtakið fasismi ekki í sama samhengi."

Wilhelm Emilsson, 3.7.2015 kl. 21:06

8 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Wilhelm, þú skrifar orðrétt hér að ofan: ,,Birgir talar ekki um fasisma. Það gerir þú." Þetta er þvættingur, Birgir notar orðið fasismi. Núna spyrðu eins og þurs hvort Birgir noti orðið samfófasimi. Ég sagði beinlínis í færslunni að hann notaði ekki það orð. Og svo kemur þú með fleiri spurningar til að fela hjárænulega þrjósku þína að viðurkenna mistök sem aðeins ólæs gerði. Reyndu að fullorðnast, Wilhelm.

Páll Vilhjálmsson, 3.7.2015 kl. 21:20

9 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Ah, rétt hjá þér, Páll. Ég sagði "Birgir talar ekki um fasisma" í fyrstu athugasemd minni. Þá var ég bara búinn að lesa þína bloggfærslu. Þegar þú birtir meira úr grein hans notar hann orðið. Sjáðu hvað það er auðvelt að viðurkenna mistök sín, Páll.

En notar hann orðið "samfófasismi"? Þú viðurkennir að það gerir hann ekki. Þannig að það ert þú sem ert að tala um samfófasisma.

Og ég spyr aftur: Hvað þýðir eftirfarandi? "Ég bendi á hvernig Birgir skilgreinir samfylkingarfasisma. Ég nota hugtakið fasismi ekki í sama samhengi."

Ég er bara að reyna að skilja hvað þú ert að meina, Páll.

Wilhelm Emilsson, 3.7.2015 kl. 21:35

10 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Jæja, Wilhelm, þér tókst það, að viðurkenna mistökin. Til lukku.

Varðandi spurninguna þína: ég bjó til orðið ,,samfófasismi" um það sem Birgir var að lýsa af tveim ástæðum.

a. Ég vildi leggja ábyrgðina þar sem hún á einkum heima, hjá Samfylkingunni.

b. Ég veigra mér við að nota orðið ,,fasismi" um Samfylkinguna. Því að þótt flokksmenn noti fasísk vinnubrögð, t.d. að hleypa upp fundum, þá eru þeir ekki fasistar í sama skilningi og brúnstakkar Hitlers eða svartstakkar Mussolini.

Birgir var ekkert að hafa fyrir því að skilyrða notkunina á ,,fasisma" og það er athyglisvert. En, sem sagt, ég taldi rétt að setja forskeyti á hugtakið til að gefa til kynna að þessi tegund fasisma, þ.e. samfófasismi, værir sérstök útgáfa.

Ég vona að þetta útskýri.

Páll Vilhjálmsson, 3.7.2015 kl. 21:55

11 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir svarið, Páll. Ég kann virkilega að meta það.

Það sem á eftir fer eru kannski óumbeðnar athugasemdir, en mig langar samt að deila þeim með þér. Ég er ekki að reyna að koma á þig höggi eða ergja þig. Ég er bara að reyna að ræða málin. Þú tekur vonandi viljann fyrir verkið. Ég tek það fram að ég er enginn sérstakur aðdáandi Samfylkingarinnar.

Núna skil ég betur hvað þú meintir. Eftir stendur það sem ég sagði í fyrstu athugasemd minni. "Hluti af áróðri Stalíns var að kalla sósíaldemókrata sósíalfasista, þegar það hentaði." Að tala um "samfófasima" er dæmi um stalínisk vinnubrögð, að mínu mati, en nota bene ég er ekki að kalla þig Stalínista. Þar sem þú kennir sagnfræði, að því er ég best veit, þá held ég að þú hljótir að vita af þessu. Viltu virkilega nota svona billegt áróðursbragð í skrifum þínum?

Nú segir þú: "Ég veigra mér við að nota orðið ´fasismi´ um Samfylkingunna." Það myndi ég líka gera. Sumir kalla Framsóknarmenn fasista. Ég er ekki aðdáandi Framsóknarflokksins, en að kalla þá fasista finnst mér fáránlegt og ég er nokkuð viss um að þú sért sammála mér um það. Ef þú veigrar þér við að nota orðið "fasismi" um Samfylkinguna, hvers vegna notaðirðu þá það orð? Og þú segir að "samfófasismi" sé "tegund af fasisma." Eftir útskýringu þína skil ég núna hvað þú meintir, en að segjast veigra sér við að nota orðið "fasismi" um Samfylkinguna, en tala samt um "samfófasima" og kalla það tegund af fasisma, er ekki mjög rökrétt og þetta er líka alveg óþarfi. Fyndist þér í lagi að ég kallaði þig "Heimssýnar-fasista" og héldi því fram að hugmyndafræði Heimssýnar væri tegund af fasisma?

Hafðu það gott.

Wilhelm Emilsson, 3.7.2015 kl. 22:49

12 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ég fæ ekki séð að það sé nokkurntíma rangt að kalla hvaða íslenska stjórnmálaflokk sem er fasískan.  Fasismi er nú einu sinni miðja íslenskra stjórnmála.  Mitt á milli Kommúnista (VG) og sósíaldemókrata (D.)

Þeir náttúrlega passa aldrei beint inn, vegna þess hve ótrúhneigðir íslendingar eru, og þess augljósa atriðis að hér er enginn her.  Og sáralítil raunveruleg þjóðerniskennd, sýnist mér.  Meira svona hreppakennd.

Samfylkingin er mjög fasísk: allt þetta röfl í þeim um sterkan leiðtoga (sem allir aðrir flokkar gerast læika sekir um), allt þetta röfl um yfirþjóðlegt vald, anti-semitisminn sem fer bara ekkert leynt, þessi hugmynd að allir eigi bara að hlýða, allt tal um aukna löggæzlu, strangari reglur, bönn á bönn ofan, lög sem stuðla að auðhringamyndun...

Fasismi, allt saman.  Og ekkert bundið við samfó.

Ásgrímur Hartmannsson, 4.7.2015 kl. 04:05

13 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Til að orðið ,,Heimssýnar-fasismi" væri merkingarbært yrði að vera einhver dæmi um slíkan fasisma. Þau dæmi væri þá hægt að ræða og spyrja hvort þau væru fasísk og hvernig sú tegund fasisma einkenndi Heimssýn.

Í færslunni minni, sem er tilefni umræðunnar, er búið til orðið ,,samfófasismi" um fyrirbæri sem stofnfélagi Samfylkingar, Birgir Dýrfjörð, kallar einfaldlega fasisma. Birgir nefnir dæmi um fasísk vinnubrögð vinstrimanna, s.s. að hleypa upp fundum og þess háttar. Hann tengir þennan fasisma við ,,æðrimáttarkennd".

Páll Vilhjálmsson, 4.7.2015 kl. 10:51

14 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Af wikipedia:

"Fasismi er heiti á alræðisstefnu í stjórnmálum sem byggir á andstöðu við lýðræði og einstaklingsfrelsi. Fasistar boða öfgafulla þjóðernishyggju, samsömun ríkis og þjóðar, rétt ríkisins til ótakmarkaðra afskipta af mannlegri tilveru, og andstöðu við stéttabaráttu.[1]"

Og síðar

"Til fasískra stjórnmálahreyfinga upp úr aldamótum 21. aldar teljast meðal annars Gullin dögun í Grikklandi, Fiamma Tricolore, Forza Nuova og Fronte Sociale Nazionale á Ítalíu, BNP í Bretlandi, National Alliance og American Nazi Party í Bandaríkjunum. Pólitískar skoðanir hryðjuverkamannsins Anders Behring Breivik teljast, meðal annars, fasískar. Árið 2013 sendi Breivik, úr fangelsi, inn umsókn um stofnun stjórnmálaflokks með heitið „Norski fasistaflokkurinn og norræna bandalagið“.[2]"

Fasirmi er öfga hægristefna og þvi ljóst að hér er farið mjög vitlaust með hugtakið.

Magnús Helgi Björgvinsson, 4.7.2015 kl. 12:20

15 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Hélt að það væri verið að lýsa framsókn hér en þetta er víst um Fasisma:

"Fasisminn er í eðli sínu þversagnakennd hugmyndafræði. Þannig boða fasistar til dæmis nýja röð og reglu, „endurfæðingu þjóðarinnar“, en leggja um leið áherslu á gömul rómantísk gildi og horfna tíð. Í stað þingræðis, sem þeir eru á móti, leggja þeir áherslu á fjöldasamtök og beina þátttöku almennings í stjórnmálum. Lýðræði, einstaklingsfrelsi og fjölbreytileiki er samt sem áður eitur í þeirra beinum, enda eiga réttu leiðtogarnir að hafa vit fyrir þegnunum og skynja hvað fólkinu er fyrir bestu. Þessu fylgir alræði þar sem litlum kjarna manna með sterkan leiðtoga í broddi fylkingar er ætlað að stjórna. Valdið streymir niður á við frá valdhöfunum til fjöldans."  http://www.visindavefur.is/svar.php?id=3856

Magnús Helgi Björgvinsson, 4.7.2015 kl. 12:25

16 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk fyrir umræðuna, Páll.

Magnús, ég er sammála fyrstu færslunni hjá þér, þegar þú skrifar: "Fasirmi er öfga hægristefna og þvi ljóst að hér er farið mjög vitlaust með hugtakið." En í næstu færslu fellurðu, að mínu mati, í sömu gryfju og Páll, þ.e.a.s. að halda því fram að flokkur sem er lýðræðislegur, sé fasistaflokkur.

Í greininni frægu, "Politics and the English Language", greinir George Orwell pólitíska orðræðu og segir meðal annars: Many political words are similarly abused. The word Fascism has now no meaning except in so far as it signifies ‘something not desirable." Orwell bendir á pólitískar afleiðingarnar þess að að gjaldfella orð eins og "fasismi," hvort sem menn gera það vísvitandi eða í hugsunarleysi.

Wilhelm Emilsson, 4.7.2015 kl. 21:51

17 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Jag um hásumar! Mega svo ekki vera að því að lesa það að gagni fyrr en núna,án mikilla pælinga.Eiginlega kæmi betur út að til væri lo.mynd af no. Fasismi.Þannig að Fasiskir tilburðir væru þá frumstig,-frumstæð valdbeiting miðstig og -öfga níðingsháttur efstastig. Fasiskur,fasiskari,fasiskastur. Þannig skilgreindum við samanburð fordóma og ruddamennsku. Wilhelm þú vilt alltaf eiga seinustu færsluna ég kann því oft illa þar sem ég á hlut að máli en svo er ekki hér. Þú heldur áfram við Magnús,því sem útkljáð var á síðunni,áminnir hann "Þú fellur í sömu gryfju og Páll". Nú ligg ég í því,verð að verja "Doctorsritgerðina" verst ef liðið mitt tapar á því sjálfsmarki!!!!

Helga Kristjánsdóttir, 5.7.2015 kl. 15:03

18 Smámynd: Wilhelm Emilsson

Takk, Helga :) Þetta er auðvitað alveg rétt hjá þér, "Jag um hásumar!" En við höfum gaman af leiknum, hvort sem við vinnum eða töpum.

Jebbs, ég þarf alltaf að hafa síðasta orðið. Gjörsamlega óþolandi!

Wilhelm Emilsson, 6.7.2015 kl. 23:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband