Verkalýðsforystan hafnar 23,5% launahækkun

Sam­tök at­vinnu­lífs­ins bjóða 23,5% hækk­un dag­vinnu­laun á þriggja ára samn­ings­tíma. Verkalýðsforystan segir nei takk.

Tilboð SA hækkar meðaldag­vinnu­laun fé­lags­manna Starfsgreinasambandsins úr 260 þús. kr. á mánuði í 320 þús. kr. Verkalýðsforystan segir nei takk.

Jamm.


mbl.is Segja tilboð SA gróflega afbakað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vinstriflokk handa Katrínu Jakobs - Sollusyndrómið

Árni Páll Árnason og Guðmundur Steingrímsson eru í allri vinsemd beðnir að víkja sem formenn Samfylkingar og Bjartrar framtíðar svo hægt sé að smíða stjórnmálaflokk að baki Katrínar Jakobsdóttur formanni Vg.

Á þessa leið skrifar Jón Kalman Stefánsson í Kjarnann og fær kröftuga endurbirtingu í netmiðlum vinstrimanna. Tilefnið er skoðanakönnun sem sýnir Katrínu njóta mesta trausts íslenskra stjórnmálamanna. Flokkurinn sem hún er formaður fyrir mælist með tíu prósent fylgi.

Af grein Jóns Kalmans að ráða má ráða að helsta verkefni nýs stjórnmálaflokks vinstrimanna sé að vera mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn - hinn turninn.

Tilraun í þessa veru var gerð með stofnun Samfylkingar um aldamótin. Leiðtogaefnið þar hét Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.

Meira þarf til en formann að smíða stjórnmálaflokk. Aðalefnið í smíðina heitir pólitík og þarf að vera blanda af kærleik og gagnrýni ásamt hagkvæmnisrökum. Vinstrimenn eiga lítið til af slíku efni. Öll orka þeirra hin síðari ár fer í að hatast við allt og alla.

Hatursorðræðan skilar sundrungu, þess vegna eru vinstrimenn í þremur og hálfum flokki.

 

 


Verkalýðsforysta undir fávísisfeldi

Í stað þess að verkalýðsforystan kaupi sér þjónustu almannatengla til að klæða áróðurinn í seljanlegan búning væri nær að hún keypti sér námskeið í samfélagsfræðum.

Í fyrsta fyrirlestri mætti upplýsa verkalýðsforystuna að allsherjaratvinnulíf er ekki til á Íslandi, við búum í markaðshagkerfi þar sem einstaklingar stofa fyrirtæki eftir þörfum og þau lukkast eða fara á hausinn eftir atvikum. Að boða til allsherjarverkfalls gegn öllu atvinnulífinu í landinu er út í bláinn.

Í öðrum fyrirlestri gæti verkalýðsforystan fengið upplýsingar um eignarhald lífeyrissjóðanna á stærstu fyrirtækjum landsins. Verkalýðshreyfingin stýrir þessu eignarhaldi til helminga á móti Samtökum atvinnulífsins. Stjórnir fyrirtækja móta launastefnu þeirra.

Af ástæðum sem ekki eru upplýstar kýs verkalýðsforystan að beita sér ekki í stjórnum fyrirtækja fyrir gagnsærri launastefnu. Þetta atriði yrði hópvinnuverkefni á námskeiðinu.

 

 


mbl.is Allsherjarverkfall 6. júní?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hlutverki Evrópustofu lokið

Evrópustofa átti að styðja við bakið á aðlögunarferli ríkisstjórnar Jóhönnu Sig. inn í Evrópusambandið, einkum með því að fegra kosti aðildar. Evrópustofa fjármagnaði ýmsa viðburði og bar fé í fræðimenn til að mæla með ESB-aðild.

Hvorki Evrópustofa né vinstristjórn Samfylkingar og Vg fengu framgengt fyrirætlunum sínum og aðlögunarferlið rann út í sandinn löngu fyrir hléið sem var formlega gert á ferlinu í aðdraganda þingkosninganna 2013.

Vinstriflokkarnir urðu fyrir rothöggi í þingkosningunum og Evrópustofa mátti að ósekju pakka saman þegar í kjölfarið. Heilabúið í risaeðlum er lítið í hlutfalli við stærð skepnunnar og Brussel tók sér hálft kjörtímabil að fatta breytingarnar á afstöðu Íslands til aðildar.

 


mbl.is Evrópustofu hugsanlega lokað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. maí 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband