Vinstrimenn veita formanni Bjartrar framtíðar skuldauppgjöf

Guðmundur Steingrímsson formaður Bjartrar framtæðar fær frá samflokksmönnum sínum í Samfylkingu skuldauppgjöf í frumvarpi til laga um Lánasjóð íslenskra námsmanna,Lín. Tilefnið er málaferli Guðmundar við Lín.

Setningin sem félagar Guðmundar í Samfylkingunni setja inn í frumvarpið er svohljóðandi: „Við frá­fall ábyrgðar­manns falla niður þau lán sem hann hef­ur geng­ist í ábyrgð fyr­ir.“

Þessi setning kemur inn eftir að Guðmundur og fjölskylda hans töpuðu máli gegn lín í héraðsdómi. 

Andríki gerði grein fyrir þeim prinsippsjónarmiðum sem eiga við í þessu máli:

Í stuttu máli virðist þingmaðurinn líta svo á að eignir látins manns eigi að renna til erfingja en skuldbindingar hins látna eigi hins vegar að lenda á lánveitanda, sem í þessu tilviki var Lánasjóður íslenska námsmanna sem íslenska ríkið rekur fyrir skattfé frá almenningi.

 

 

 


mbl.is Þarf að lagfæra málið í þingnefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hér er dæmi um fréttafölsun Kjarnans, Þórður Snær

Miðlar sem gefa sig út fyrir að vera hlutlausir en ganga erinda hagsmuna eigenda sinna eða tiltekinna stjórnmálaviðhorfa rjúka einatt upp til handa og fóta þegar þeir eru gagnrýndir og krefja gagnrýnendur um dæmi. Þegar dæmi eru nefnd þegja viðkomandi miðlar gagnrýnina af sér.

Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Kjarnans er sekur um slíka hegðun. Hann heimtar dæmi um hlutdrægni Kjarnans. Þegar dæmin eru tiltekin, eins og gert var hér í haust undir fyrirsögninni Samfylkingarfréttamennska Kjarnans, sbr. hér að neðan, þagði Kjarninn þunnu hljóði.

Aðeins 13 prósent Íslendinga eru í áhættuhópi vegna fátæktar og félgslegrar útskúfunar. Meðaltalið í Evrópusambandslöndunum er nær tvöfalt hærra eða 24%, eins og segir á bloggi Heimssýnar.

Kjarninn, á hinn bóginn, sver sig í ætt við eignarhaldið og skrifar um hve almenningur hefur það skítt á Íslandi.

Þeir sem lesa upphaflegu heimildina með óbrjáluðum huga sjá í hendi sér að fréttin er ekki hve margir fátækir eru á Íslandi heldur að Evrópa er í fátæktargildru.

Það þýðir ekki fyrir Þórð Snæ að þykjast ekki vita um þessa fréttafölsun í þágu ESB-sinna. Hann er sjálfur höfundur fréttarinnar.

 


Bloggfærslur 25. febrúar 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband