Forsetaframboð Jóns Gnarr í hættu

Guðsafneitun Jóns Gnarr, bæði afneitunin sjálf og typpa-líkingin sem henni fylgdi, setja forsetaframboðið í uppnám.

Trúin og kirkjan skipta sköpum í kosningum, eins og sást þegar þjóðkirkjuákvæðið var afgerandi staðfest í könnunarkosningum vegna misheppnuðu stjórnarskrárbreytinganna.

Búast má við að Jón Gnarr vendi kvæði sinu í kross og gerist trúmaður mikill enda flott innivinna á Bessastöðum í húfi.


mbl.is Prestar fara á límingum yfir Jóni Gnarr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grikkjum ráðlögð íslenska leiðin úr kreppu

Í Guardian skrifar Simon Jenkins að Grikkir ættu að hverfa úr evru-samstarfinu og taka upp eigin mynt. Jenkins nefnir Ísland sem fyrirmynd fyrir Grikki.

Í evru-samstarfinu búa Grikkir við þjóðargjaldþrot og margra tuga prósenta atvinnuleysi. Með því að taka upp eigin gjaldmiðil gætu Grikkir fengið starfhæft efnahagskerfi.

Grikkir verða að lýsa sig gjaldþrota og taka eina meðalið sem virkar; segja sig úr evru-samstarfinu.

Ísland varð ekki gjaldþrota enda ekki í evru-samstarfi. Með krónuna og fullveldið að vopin náði Ísland sér upp úr kreppu á fáeinum misserum. 


mbl.is Mikil lækkun í grísku kauphöllinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólafur auðmaður og frestiþjónustan

Ólafur Ólafsson nýtti sér lögfræðilega nýjung, frestiþjónustu, þegar hann, ásamt Sigurði Einarssyni meðsakborningi, lét lögfræðing sinn hætta málsvörninni í upphafi réttarhalda til að fá nýjan frest.

Lögmennirnir tveir sem um ræðir, Gestur Jónsson og Ragnar H. Hall, fengu dæmda á sig réttafarssekt vegna veittrar frestiþjónustu.

Nú þegar Hæstiréttur dæmir Ólaf sekan er auðmaðurinn jafn forhertur og fyrrum og kennir öllum öðrum um dóminn en sjálfum sér.

Einhverjir hefðu nýtt sér frestinn til að ígrunda sína stöðu. 


mbl.is Ber stjórnmálamenn þungum sökum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grísk-þýskur ómöguleiki

Grikkir vilja taka einhliða ákvörðun um sín fjármál, í nafni fullveldis og lýðræðis, en eru í myntsamstarfi við 18 önnur ríki og hafa þegið þaðan ótalda milljarða evra í björgunaraðstoð.

Þjóðverjar tóku í upphafi þátt í evru-samstarfinu á þeim forsendum að það yrði eingöngu myntsamtarf en ekki samstarf á sviði ríkisfjármála - enda vissu þeir að slíkt samstarf þýddi að þýski ríkissjóðurinn, sá öflugasti á evru-svæðinu, stæði í ábyrgð fyrir skuldum óreiðuríkja eins og Grikklands.

Ef Grikkir gefa eftir í yfirstandandi deilu viðurkenna þeir að fullveldi og lýðræði er orðin tóm í Evrópusambandinu. Ef Þjóðverjar gefa eftir viðurkenna þeir ábyrgð á skuldum Suður-Evrópuríkja.

Mögulega finnst tímabundin málamiðlun á grísk-þýska ómöguleikanum en það verður aðeins til að viðhalda blekkingunni í evru-samstarfinu enn um hríð.


mbl.is Telur samkomulag enn mögulegt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. febrúar 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband