Úkraína; Víetnam eða Afganistan?

Samherji Rússlandsforseta segir Úkraínu geta orðið nýtt Víetnam fyrir Bandaríkin, hefji þau bein afskipti af deilu uppreisnarmanna í austurhluta landsins, er njóta stuðnings Rússa, og stjórnvalda í Kænugarði sem Bandaríkin og Evrópusambandið styðja.

Í Kænugarði eru menn, segir Spiegel, sem vonast til að Úkraína verði nýtt Afganistan fyir Rússa og þeir leggi upp laupana fyrr heldur en seinna, smáðir og sigraðir.

Hvort ætli sé líklegra?

Víetnam var langt í burtu stríð sem bandarískur almenningur skildi ekki. Markmið Bandaríkjanna voru óljós og herfræðin þar af leiðandi tilviljanakennd á móti einbeittum andstæðingi. Tilgangur Rússa með innrás í Afganistan var að treysta völd vinveittrar ríkisstjórnar sem ekki stóð sterkt meðal almennings - en fæstar ríkisstjórnir Afgana njóta lýðhylli í margsplundruðu samfélagi. Í Afganistan misstu Rússar um 14 500 hermenn á tæpum áratug en Bandaríkjamenn um 58 þúsund á rúmum áratug í Víetnam.

Úkraína er langt í burt frá Bandaríkjum. Landið er eins og Afganistan sundurtætt í innbyrðis átökum klíkuvelda og landshluta. Stjórnvöld í Kænugarði tala aðeins fyrir hluta þjóðarinnar, líkt og Saigon-stjórnin í Víetnam á sjöunda áratug síðustu aldar.

Rússar eru með sterkan stuðning í austurhluta Úkraínu. Ef Rússar skyldu fara halloka í átökum við Bandaríkin/ESB, sem er ólíklegt, yrði þeim í lófa lagið að opna víglínu á önnur ESB-ríki, s.s. Eystrasaltsríkin.

Niðurstaða: mun meiri líkur eru á að Úkraína yrði Víetnam Bandaríkjanna/ESB en Afganistan Rússa.


mbl.is Vopnasending gæti leitt til allsherjarstríðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðeins 19% fyrirtækja vilja í ESB

Innan við eitt af hverjum fimm fyrirtækjum í Félagi atvinnurekenda vill Ísland inn í Evrópusambandið. Þá eru fleiri fyrirtæki mótfallin upptöku evru en þau sem hlynnt eru að skipta út krónu fyrir evru.

Þessi niðurstaða er rothögg fyrir það sjónarmið að atvinnulífið vilji í ESB.


mbl.is Færri fyrirtæki vilja taka upp evru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Össur afneitar rökum, boðar uppþot

Stjórnmálamenn eru á framfæri almennings til að standa fyrir pólitískri umræðu. Hornsteinn lýðræðis er rökleg umræða sem leið skal fram bestu kostina í hverju máli. Lítið álit þjóðarinnar á stjórnmálamönnum stafar af vangetu þeirra í umræðunni og ofurkapp á leiðindi.

Össur Skarphéðinsson gengur öðrum stjórnmálamönnum framar í viðleiti að gera stjórnmál að sirkus.

Össur boðar skýrt og skilmerkilega að hann ætlar ekki að ræða með rökum boðaða þingsályktunartillögu ríkisstjórnarinnar um afturköllun ESB-umsóknar, sem vel að merkja, var send til Brussel án þjóðaratkvæðagreiðslu.

Tillögunni verður mætt með ,,mætt með eldi og brennisteini" segir Össur og boðar þar með málþóf á þingi og mótmæli á Austurvelli. Þá er sjá hve margir hlýða kallinu að draga stjórnmálin í svaðið með Össuri og kó. 


Áfengi og skilningsvana stjórnmálamenn

Áfengi er lýðheilsumál vegna þess að neysla þess veldur skaða. Lyf eru einnig lýðheilsumál en á allt öðrum forsendum. Lyf eru til lækninga; ekki áfengi.

Stjórnmálamenn sem jafnstilla áfengi og lyfjum, líkt og meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar, gera ekki greinarmun á heilbrigði og óheilbrigði.

Og ekki heldur mun á réttu og röngu.

 

 


mbl.is Verslun ekki hlutverk ríkisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. febrúar 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband