Skósveinaflokkurinn og sósíalíska Ísland

Strax eftir hrun stóð til að breyta lýðveldinu í sósíalískt ríki þar sem helsti atvinnuvegur þjóðarinnar, sjávarútvegur, skyldi þjóðnýttur; stjórnskipun landsins átti að stokka upp með nýrri stjórnarskrá og síðast en ekki síst átti að gera Ísland að hjálendu ESB.

Fyrsta skrefið í átt að sósíalisma var kosningasigur Samfylkingar og Vinstri grænna 2009. Í fyrsta sinn í lýðveldissögunni sat stjórnarráðið hrein vinstristjórn. Dagskipum stjórnarflokkanna var að auka á óeirð í samfélaginu til að lama mótstöðu gegn róttækum breytingum. Þjóðfélagshópum var att saman, t.d. landsbyggð gegn þéttbýli.

Handvömm, t.d. í Icesave-málinu, ofríki í stjórnarskrármálin og falskar vonir tengdar ESB-umsókn drógu máttinn úr vinstristjórninni. Við kosningarnar 2013 afgreiddi þjóðin vinstriflokkanna út í horn; Samfylking fékk 12,9% fylgi og Vg 10,9%.

Ólafur Ragnar Grímsson var skotspónn vinstrimanna eftir að hann tók forystu í Icesave-málinu og leiddi það til farsælla lykta í óþökk ríkisstjórnar Jóhönnu Sig. Vinstrimenn efndu til framboðs gegn Ólafi árið 2012 en höfðu ekki árangur sem erfiði.

Annar áhrifamaður íslenskra stjórnmála síðustu áratugi, Davíð Oddsson, var hataðisti andstæðingur Samfylkingar frá aldamótum. Sannfæring forystu Samfylkingar var að Davíð stæði gegn því markmiði að Samfylkingin yrði Sjálfstæðisflokknum sterkari. Davíð kom beint að stofnun Heimssýnar á sínum tíma, útvegði húsnæði fyrir undirbúningsfundi, og leiddi menn saman þvert á pólitíska flokka. Heimssýn var miðstöð andstöðunnar gegn aðild Íslands að ESB.

Egill Helgason, kunnur álitsgjafi vinstrimanna, bölsótast yfir því að Ólafur Ragnar nýtur slíkra vinsælda að þjóðin vill ekki sleppa honum úr embætti forseta Íslands. Egill kallar Davíð skósvein Ólafs Ragnars.

Bæði Ólafur Ragnar og Davíð, sem ritstjóri Morgunblaðsins, voru mikilvægir í átökum um framtíð Íslands á tímum vinstristjórnarinnar, 2009-2013. Báðir voru þeir skósveinar fullveldisins þegar vinstiflokkarnir stefndu að kollsteypu þess.

Kjöftugum ratast stundum satt orð í munn. Um skósveinaflokkinn segir Egill að hann sé,,einhver öflugasta pólitíska hreyfing Íslands." Engin ástæða er til að andmæla þeirri fullyrðingu.


Þjóðsöngur vinstrimanna

Ísland tæmist af fólki, einkum ungu fólki kyrjuðu vinstrimenn á alþingi og bloggi fyrir skemmstu. Hagstofan tók saman hreyfingu Íslendinga milli landa árin 1986 til 2014 og

komst að þeirri niðurstöðu að aukinn fjöldi brottfluttra er ekki umfram það sem telja má eðlilega sveiflu miðað við fyrri ár.

Tilbúningurinn um að landið sé að tæmast er enn ein útgáfan um ,,ónýta Ísland" en það stef er löngu orðið þjóðsöngur vinstrimanna.


Gunnar Bragi verður að svara

Utanríkisráðherra fer með pólitísk samskipti Íslands við Evrópusambandið. Þegar sendiherra ESB fullyrðir að stefna Íslands gagnvart ESB sé önnur en íslensk stjórnvöld hafa markað þá verður Grunnar Bragi utanríkisráðherra að svara.

Sendiherra ESB segir að ESB-umsókn Samfylkingar og VG frá 16. júlí 2009 sé í gildi þrátt fyrir að núverandi ríkisstjórn hafi sagst afturkalla umsóknina.

Gunnar Bragi getur ekki látið átölulaust að sendiherra ESB móti utanríkisstefnu Íslands.


mbl.is „Hvað gerir Gunnar Bragi núna?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 27. nóvember 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband