Smáfylkingunni býðst frambjóðandi

Smáfylkingin á vinstri kanti stjórnmálanna leitar að forsetaframbjóðanda til að fylkja sér um. Þorgrímur Þráinsson er ekki verri kostur en hver annar.

Fyrir fjórum árum sótti smáfylkingin sér frambjóðanda í sjálfa uppeldisstöðina, RÚV, og farnaðist heldur miður.

Þorgrímur lék í rauðu á sínum tíma en lítt sýnt pólitísk litbrigði sem rithöfundur.


mbl.is Þorgrímur líklega í framboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Herskátt myndmál Pútíns

,,Rýtingur í bakið" er orðalag ættað úr kreppu millistríðsáranna þegar sterkir menn og hávaðasamir keyrðu lýðræðið í þrot á meginlandi Evrópu.

Pútín veitir Tyrkjum jafnframt þá umsögn að vera ,,samverkamenn" hryðjuverkamanna. Orðið samverkamenn vísar til svika. Andstæðinga sína getur maður látið í friði, þegar meiri hagsmunir víkja fyrir minni. En láti maður svikara komast upp með verknaðinn eykur það líkur á endurteknum svikum.

Erdogan Tyrkjaforseti skorar stig í innanlandspólitík með ýfingum við Rússa. En veik staða innanlands, m.a. vegna Kúrda, gefur Pútín mörg sóknarfæri.

Deila Tyrkja og Rússa byrjar sem hliðarmál í stríðinu við Ríki íslam en gæti fyrr en varir yfirskyggt allt annað.


mbl.is „Rýtingur í bakið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nató-stríð við Rússa í mið-austurlöndum

Tyrkir eru Nató-þjóð sem skýtur niður herþotu Rússa er herjar á uppreisnarmenn gegn Assad Sýrlandsforseta. Tyrkir vilja Assad feigan og þeir eru meira á móti Kúrdum en liðsmönnum Ríkis íslam. En Rússar vilja gjalda Ríki íslam rauðan belg fyrir gráan eftir að þeir sprengdu upp rússneska farþegaþotu um daginn.

Ómögulegt er að segja til um afleiðingar af því að Tyrkir skjóti niður rússneska herþotu. Spennustigið á milli stórveldanna mun vaxa og flóknara verður að ráða niðurlögum herskárra múslíma.

Rússar völdu sér vettvang í mið-austurlöndum til að færa brennipunkt stórveldaátaka frá Úkraínu. Fyrir hundrað árum var Balkanskagi átakasvæði stórvelda. Lítill neisti í Sarajevo kveikti bálið sem varð að fyrri heimsstyrjöld.


mbl.is Rússnesk herflugvél skotin niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjölmenningarsamfélag ESB lokar

Múslímsk hryðjuverkaógn lokar fjölmenningarsamfélaginu Belgíu. Ástæðan er að múslímskir hryðjuverkamenn eiga víða vinum að fagna í Belgíu er skjóta yfir þá skjólshúsi til að þeir megi næðis njóta að skipuleggja næstu ódæði.

Belgía hýsir höfuðborg Evrópusambandsins sem ber ábyrgð á frjálsri för hryðjuverkamanna undir formerkjum Schengen.

Í landamæralausu ESB er ekki hægt að finna hryðjuverkamanninn Abdeslam sem óx úr grasi í þekktasta fjölmenningarhverfi Belga, Molenbeek. Á meðan múslímski Abdeslam er frjáls ferða sinna er Belgía lokuð.


mbl.is Beygur í Íslendingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. nóvember 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband