Lagaleti er kostur, ekki löstur

Leti við lagasetningu er kostur sem ætti að þakka fyrir fremur en lasta. Lagabálkar eru ekki mælikvarði á góða stjórnsýslu. Lög ber ekki að setja nema nauðsyn kalli á og alls ekki að óathuguðu máli.

Lagafrumvörp batna við yfirlegu í stjórnarráðinu og hæga framgöngu á þingi.

Sönn stjórnspeki byggir á ígrundun og hófstillingu. Á síðasta kjörtímabili sat yfir hlut okkar ríkisstjórn aðgerðasinna. Stjórnsýslan var knúin áfram af dómgreindarlausum æðibunugangi. Minnstu munaði að við yrðum Icesave-gjaldþrota hjálenda ESB með píratíska stjórnarskrá.

Lofum lagaletina.


mbl.is Rekið á eftir ráðherrum á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Múgmiðlar og skotfæri hatursorðræðunnar

Fjölmiðlar bera ekki ábyrgð á öðrum en sjálfum sér. Verkefni fjölmiðla er að segja frá tíðindum dagsins á þann hátt sem þeir telja þjóna yfirlýstum tilgangi sínum.

Báðir miðlanna, Fréttablaðið og RÚV, gefa sig út fyrir að segja hlutlægar fréttir án ýkna eða stílæfinga.

Þegar miðlar sem þykjast hlutlægir afflytja málsatvik og skapa ótta og reiði í samfélaginu útvega þeir í leiðinni skotfæri í hatursorðræðuna.

 


mbl.is „þu munt missa útlimi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Múgur og málsmeðferð - og múgmiðlar

Múgur kærir sig ekki um sekt eða sakleysi. Múgurinn vill hengja skotmark sitt á hæsta gálga - strax. Þetta er eðli múgsins. Í réttarríki er málsmeðferð. Kæra er lögð fram, málið rannsakað ef efni standa til, og fer eftir atvikum til dómstóla eða er vísað frá.

Fréttablaðið gerðist múgmiðill í gær, með því að birta á forsíðu uppslátt um nauðgunaríbúð er sérhönnuð var til glæpaverka. RÚV fylgdi í kjölfarið með viðtal við lögregluna í hádegisfréttum þar sem spurningar fréttamanns gengu út á að lögreglan léti raðnauðgara leika lausum hala. Í kvöldfréttum RÚV var viðtal við konu sem þekkti nákvæmlega ekkert til málsins. En hún var engu að síður látin bera vitni um að nauðgarar drepi fólk sem ákæri þá.

Múgmiðlun býr til múgsefjun. Hvorki Fréttablaðið né RÚV halda faglegu máli.


mbl.is Mun reyna á ábyrgð Fréttablaðsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. nóvember 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband