Lagaleti er kostur, ekki löstur

Leti við lagasetningu er kostur sem ætti að þakka fyrir fremur en lasta. Lagabálkar eru ekki mælikvarði á góða stjórnsýslu. Lög ber ekki að setja nema nauðsyn kalli á og alls ekki að óathuguðu máli.

Lagafrumvörp batna við yfirlegu í stjórnarráðinu og hæga framgöngu á þingi.

Sönn stjórnspeki byggir á ígrundun og hófstillingu. Á síðasta kjörtímabili sat yfir hlut okkar ríkisstjórn aðgerðasinna. Stjórnsýslan var knúin áfram af dómgreindarlausum æðibunugangi. Minnstu munaði að við yrðum Icesave-gjaldþrota hjálenda ESB með píratíska stjórnarskrá.

Lofum lagaletina.


mbl.is Rekið á eftir ráðherrum á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Hárrétt hja þér kæri Páll.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 11.11.2015 kl. 00:42

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Eru þingmenn þá ekki alltof margir,hafa ekkert að gera. Páll minnir okkur á gossaganginn í seinustu ríkisstjórn,þar sem óþarfi þótti að liggja yfir íslenskum hagsmunum. Stefnt var í flaustri með landið og miðin til útrýmingar í austri. En landvarnarmenn,nú er mál að vakna til annarrar varnarlotu.

Helga Kristjánsdóttir, 11.11.2015 kl. 00:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband