Kjánaorðræða ASÍ og SA

Maður sem ræður sig til vinnu hjá hinu opinbera fær útborgað samkvæmt launatöflu, sem er opinber. Í undantekningatilfellum er samið um fasta óunna yfirvinnu. Maður sem ræður sig til vinnu hjá fyrirtæki fær ekki útborgað samkvæmt launatöflu nema í undantekningatilfellum. Nær alltaf er um að ræða yfirborgun, jafnvel fyrir sumarstarfsmenn.

Munurinn liggur í því að kjarasamningar opinberra starfsmanna eru hámarkslaun en kjarasamningar á almenna markaðnum eru lágmarkslaun.

Talsmenn ASÍ og SA halda uppi kjánaorðræðu um að ríki og sveitarfélög ríðið á vaðið með hækkun launa sinna starfsmanna. Svo er ekki. Nær ekkert atvinnuleysi er á almenna markaðnum og vantar víða fólk. Það veldur launaskriði sem mótar alla launaþróun í landinu.

Fyrirtæki eru í harðri samkeppni um starfsfólk. Mörg hver hafa samband við skólafólk nú þegar til að tryggja sér starfskrafta í sumar. Samningsstaða launþega er sterk undir þessum kringumstæðum.

Kjánaorðræða ASÍ og SA er ekki í neinum tengslum við veruleikann.


mbl.is Stefna friði á vinnumarkaði í voða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband