Pútín þarf hvorki að sigra né lofsyngja

Rússland undir Pútín fer heldur hnignandi og er ekki líklegt til að verða ráðandi afl í Mið-Evrópu. Til þess skortir bæði bjargir, eins og mannauð og hátækiiðnað, en ekki síður útþensluorðræðu sem réttlætti yfirgang.

Í Úkraínu er Pútín að bregðast við útþenslustefnu ESB/Nató sem hyggja á landvinninga til að bæta upp erfiðleika og tilgangsleysi heimafyrir.

Skynsamir greinendur stöðu Rússa ráðleggja varkárni í samskiptum við Bjarmaland. Tökum þeim ráðleggingum.


mbl.is Dáist að Pútín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Presturinn, hrunið og Breivik

Lena Rós Matthíasdóttir heitir landflótta prestur sem vandar Íslandi ekki kveðjurnar. Í pistli sem víða er endurbirtur, t.d. hjá Jack Daniels, (sem ekki er Gunnar Smári) segir m.a.

Ég var auðtamið fífl með fyrirmyndar þrælslundargeð og tók stolt við stöðu minni sem einn af millistéttarstólpunum sem skiptu svo agalega miklu máli eftir hrun. En hæ, guys, ég er vakandi í dag og vinn þar að auki nægilega stuttan vinnudag hér í Norge til að geta litið upp og hugsað… sjálfstætt.

Sjálfstæð hugsun prestsins kemst að þeirri niðurstöðu að Ísland er eitt eilífðarhrun með háum vöxtum og eymdarlífi. Með álíka sjálfstæðri hugsun og prestsins mætti hugsa sér Noreg sem dásemdarland Breivik. Og hver vill ekki búa í slíku landi?


Eiríkur Jónsson í stað Reynis Trausta

Fyrrum samherjar Reynis Traustasonar ritstjóra, Lilja Skaftadóttir til dæmis, virðast snúa við honum baki og styðja til valda stjórnarmeirihluta hvers best kynnta framlag er að leggja vefsíðu Eiríks Jónssonar inn í DV-útgáfuna.

Reynir segir nýjan meirihluta ekki vilja ,,fjalla um spillingarmál með aggerssívum hætti" en það mun hafa verið ritstjórnarstefna hans.

 Þá er að bíða og sjá hvernig Eiríks Jónsonarvæðing DV gengur fyrir sig.


mbl.is Reynir varð undir á fundinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. september 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband