Leifur, Kólumbus og Polo

Sögulegar staðreyndir eru kúnstugar. Lengi var Kristófer Kólumbus talinn fyrstur Evrópumanna til að stíga fæti á Ameríku. Íslendingar áttu ritaðar frásagnir, Eiríks sögu rauða og Grænlendingasögu, er greindu frá meginlandi vestan Grænlands þar sem þeir Leifur heppni Eiríksson og Bjarni Herjólfsson römbuðu á fyrir tilviljun á tíundu öld.

Fornleifafundur á L'Anse aux Meadows á Nýfundnalandi á sjöunda áratug síðustu aldar staðfesti búsetu norrænna manna á meginlandi Ameríku um 500 árum fyrir för Kólumbusar. Staðurinn er kominn á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna og ætti sem slíkur að vera kunnur þeim sem fjalla um ,,fund" Evrópumanna á Ameríku.

En nei, nú er rætt um hvort Maro Polo sé fyrsti Evrópumaðurinn í henni Ameríku án nokkurrar vísunar í norrænu landkönnuðina. Klént.


Kristnar bænir og bölbænir RÚV

Meginþorri þjóðarinnar játar kristni og er skráður í þjóðkirkjuna. Saga okkar í þúsund ár er ofin kristnum gildum. Þegar kristnir söfnuðir koma saman á Kristsdegi er eðlilegt og tilhlýðilegt að forseti lýðveldisins og biskup mæti.

En það er hvorki eðlilegt né tilhlýðilegt að fréttastofa RÚV stilli forsetanum upp við vegg og þýfgi hann um einstök bænarefni kristinna safnaða.

Í landinu ríkir trúfrelsi, sem felur í sér að kristnir, eins og aðrir, eru í fullum rétti að hafa í frammi þær bænir trúarsannfæring þeirra kallar á. Hvorki forsetinn né biskup Íslands eiga íhlutunarrétt í bænir annarra og enn síður RÚV.

Hlutverk fjölmiðils sem starfar í almannaþágu er að upplýsa en ekki taka afstöðu. Frétt RÚV um bænarefni kristinna var ekki upplýsandi um annað en neikvæða afstöðu RÚV til kristni.


Bloggfærslur 28. september 2014

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband